Það er ný súperstjarna í Chicago og hann er farinn að gera hluti sem hafa ekki sést hjá félaginu síðan að besti leikmaður allra tíma var í Bulls-búningnum.
DeMar DeRozan is a BUCKET
— NBA (@NBA) February 25, 2022
The @chicagobulls win their 6th straight game powered by DeMar DeRozan's 9th straight 30+ point performance! #BullsNation@DeMar_DeRozan: 37 PTS (15-21 FGM), 6 REB pic.twitter.com/chobqCIe2D
DeMar DeRozan hélt áfram að bæta metið sitt í leikjum í röð með 35 stig og fimmtíu prósent skotnýtingu. DeRozan var með 37 stig og hitti úr 15 af 21 skoti sínu þegar Chicago Bulls vann 112-108 sigur á Atlanta Hawks.
Þetta var áttundi leikur DeRozan með slíkar tölur og Bulls-liðið var þarna að vinna sinn sjötta leik í röð. Þetta er níundu þrjátíu stiga leikur DeRozan í röð sem er það lengsta hjá leikmanni félagsins síðan Jordan náði því í tíu leikjum í röð frá 25. desember 1990 til 14. janúar 1991.
Devin Booker drives and throws it down with 2 hands
— NBA (@NBA) February 25, 2022
The @Suns are Live on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/7nJN02Qauq
Devin Booker tók upp hanskann fyrir Chris Paul þegar Phoenix Suns hélt áfram sigurgöngu sinni án leiðtoga síns og aðalleikstjórnanda. Booker var með 25 stig, 12 stoðsendingar og 6 stolna bolta þegar Phoenix Suns vann 124-104 útisigur á Oklahoma City Thunder.
Chris Paul er þumalputtabrotinn og verður frá keppni næstu vikurnar. Suns vann þarna áttunda sigur sinn í röð og er með langbesta árangurinn í deildinni. Cameron Johnson og Mikal Bridges skoruðu báðir 21 stig í þessum nítjánda sigri Suns liðsins í síðustu tuttugu leikjum.
Shai Gilgeous-Alexander var með 32 stig fyrir Thunder í sínum fyrsta leik eftir tíu leikja fjarveru vegna ökklameiðsla. Josh Giddey var með 15 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar.
Jayson Tatum knocks down the three for the @celtics!
— NBA (@NBA) February 25, 2022
He's up to 30 PTS on TNT pic.twitter.com/7X9Lxnxyry
Jayson Tatum skoraði 30 stig þegar Boston Celtics vann 129-106 sigur á Brooklyn á útivelli. Boston vann níu af síðustu tíu leikjum sínum fyrir Stjörnuleikinn og tók upp þráðinn á ný. Jaylen Brown var með 18 stig og Marcus Smart skoraði 15 stig.
Kevin Durant, Ben Simmons and Goran Dragic hjá Nets horfðu allir á leikinn og Kyrie Irving mátti ekki vera með af því að þetta var heimaleikur. Seth Curry var stigahæstur með 22 stig en þetta bar þrettánda tap Nets-liðsins í síðustu fimmtán leikjum.
Steph drains the three off the pass from Klay
— NBA (@NBA) February 25, 2022
Steph has 18 PTS & 10 AST in just the first half on TNT pic.twitter.com/kNL4cYdBu5
Steph Curry var með 18 stig og 14 stoðsendingar á 27 mínútum þegar Golden State Warriors vann 132-95 útisigur á Portland Trail Blazers. Golden State tapaði fjórum af síðustu fimm leikjum fyrir Stjörnuleikshelgina en vann sannfærandi sigur í nótt.
Klay Thompson var með 18 stig og hitti úr 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Sjö leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira en Jonathan Kuminga kom með xx stig inn af bekknum.
LOADING...
— NBA (@NBA) February 25, 2022
D'Angelo Russell lifted the @Timberwolves to the comeback victory dropping 23 points in just the fourth-quarter! #RaisedByWolves@Dloading: 37 PTS, 9 AST pic.twitter.com/BKFBYLafUm
- Úrslitin í NBA-deildinni í nótt:
- Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 95-132
- Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 104-124
- Minnesota Timberwolves - Memphis Grizzlies 119-114
- Chicago Bulls - Atlanta Hawks 112-108
- Brooklyn Nets - Boston Celtics 106-129
- Detroit Pistons - Cleveland Cavaliers 106-103
- Sacramento Kings - Denver Nuggets 110-128