Fríða birti myndir af leikaranum á rauða dreglinum í London, þar sem hún hafði séð um að snyrta hann áður en hann mætti á frumsýninguna á kvikmyndinni á miðvikudag. Birti hún líka mynd af honum fyrir framan Batman-bílinn. Fríða var einnig í París þar sem kvikmyndin var heimsfrumsýnd um helgina.
Í París voru margar stórstjörnur, þar á meðal brasilíski sóknarmaðurinn Neymar sem leikur fyrir Paris Saint-Germain. Knattspyrnumaðurinn er yfirlýstur súperaðdáandi DC ofurhetjuheimsins.
