Aðild að Geimvísindastofnun Evrópu dýrt spaug Eiður Þór Árnason skrifar 24. febrúar 2022 16:24 Höfuðstöðvar Geimvísindastofnun Evrópu eru staðsettar í París. Samsett Stjórnvöld telja óraunhæft að stefna að aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) á þessu stigi í ljósi þess að hún sé mjög kostnaðarsöm, bæði hvað varðar fjármuni og mannafla innan stjórnsýslunnar og vísindasamfélagsins. Auk þessi liggi ekki fyrir nægileg greining á skýrum hagsmunum og ávinningi Íslands af fullri aðild. Þetta kemur fram í svari háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Fulltrúar stjórnvalda hafa átt í samskiptum við ESA varðandi gerð mögulegs samstarfssamnings við stofnunina. Að mati ráðuneytisins þarf að fara fram frekari greining á ávinningi og tilkostnaði af samstarfi við ESA áður tekin verður ákvörðun um aðild Íslands að stofnuninni. Aðspurð um hver afstaða hennar er til mögulegrar aðildar svarar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, því að henni þyki ótímabært að lýsa stuðningi við þá leið þar sem faglegur ávinningur af fullri aðild Íslands að ESA hafi ekki verið metinn. „Vinna þarf frekari greiningu á ávinningi af samstarfi við ESA og huga að tilnefningu tengiliðar íslenskra stjórnvalda við stofnunina vegna hugsanlegs samstarfssamnings. Mikilvægt er að öll hlutaðeigandi ráðuneyti komi sameiginlega að undirbúningi slíks samstarfs auk þátttöku Rannís sem hefur mikilvægu hlutverki að gegna við þátttöku Íslands í samstarfsáætlunum Evrópusambandsins. Þar sem samstarfssamningur yrði mögulega fyrsta skref að fullri aðild að stofnuninni er mikilvægt að utanríkisráðuneyti sé upplýst um þau skref sem verða tekin.“ Ef gerður verði samstarfssamningur við ESA sem reynist hagfelldur fyrir Ísland fáist dýrmæt reynsla til að leggja mat á fýsileika fullrar aðildar síðar. Geimurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svari háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Fulltrúar stjórnvalda hafa átt í samskiptum við ESA varðandi gerð mögulegs samstarfssamnings við stofnunina. Að mati ráðuneytisins þarf að fara fram frekari greining á ávinningi og tilkostnaði af samstarfi við ESA áður tekin verður ákvörðun um aðild Íslands að stofnuninni. Aðspurð um hver afstaða hennar er til mögulegrar aðildar svarar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, því að henni þyki ótímabært að lýsa stuðningi við þá leið þar sem faglegur ávinningur af fullri aðild Íslands að ESA hafi ekki verið metinn. „Vinna þarf frekari greiningu á ávinningi af samstarfi við ESA og huga að tilnefningu tengiliðar íslenskra stjórnvalda við stofnunina vegna hugsanlegs samstarfssamnings. Mikilvægt er að öll hlutaðeigandi ráðuneyti komi sameiginlega að undirbúningi slíks samstarfs auk þátttöku Rannís sem hefur mikilvægu hlutverki að gegna við þátttöku Íslands í samstarfsáætlunum Evrópusambandsins. Þar sem samstarfssamningur yrði mögulega fyrsta skref að fullri aðild að stofnuninni er mikilvægt að utanríkisráðuneyti sé upplýst um þau skref sem verða tekin.“ Ef gerður verði samstarfssamningur við ESA sem reynist hagfelldur fyrir Ísland fáist dýrmæt reynsla til að leggja mat á fýsileika fullrar aðildar síðar.
Geimurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira