Enn ein veðurviðvörunin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. febrúar 2022 15:21 Nú er það svart, eða reyndar appelsínugult og gult. Staðan á morgun samkvæmt spá Veðurstofunnar. Veðurstofan Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular og gular veðurviðvaranir fyrir morgundaginn. Veðurviðvaranir eru í gildi á öllu landinu á morgun. „Skammt stórra högga á milli – eða eigum við segja skammt appelsínugulra viðvarana á milli,“ segir á Facebook-síðu Veðurstofunnar þar sem athygli er vakin á veðurviðvörununum. Veðrið hefur þegar leikið landsmenn grátt í vikunni með víðtækum samgöngutruflunum og tjóni. Gefnar hafa verið út appelsínugular viðvaranir fyrir sex spásvæði og gular viðvaranir fyrir fimm. Það hvessir í nótt og fyrramálið, suðaustan 18-28 m/s á morgun með skafrenningi, snjókomu og síðar talsverðri slyddu eða rigning. Það var slæmt veður í vikunni og það er ekki reiknað með góðu veðri á morgun.Vísir/Vilhelm Frá og með klukkan ellefu á morgun taka appelsínugular veðurviðvarnir gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðurlandi. Slæmt ferðaveður og mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir suðaustan 18-25 m/s með slyddu og síðar rigningu. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum, auk þess sem að bent er á að mikilvægt sé að hreinsa vel frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Mikil úrkoma fylgdi veðrinu í vikunni.Vísir/Vilhelm Það sama gildir um Suðurland og Faxaflóa nema þar verður vindurinn heldur hvassari, á bilinu 23-28 m/s. Reikna má með snörpum vindhviðum og slæmu ferðaveðri. Skömmu eftir hádegi á morgun bætast við appelsínugular viðvaranir á Breiðafirði, Vestfjörðum og miðhálendinu. Á Vestfjörðum er varað við austan 20-25 m/s og eru víðtækar samgöngutruflanir og lokanir á vegum líklegar, ekkert ferðaveður. Gengur yfir landið Á sama tíma taka gular viðvaranir við á öðrum stöðum á landinu þar sem reikna má með að vegir teppist vegna snjókomu og hvassviðris. Eftir því sem líður á kvöldið falla viðvaranirnar úr gildi hver á eftir annarri, fyrst á suðvesturhorninu þar sem engin viðvörun er í gildi eftir klukkan 18. Reikna má með að veðrið verði afstaðið um miðnætti annað kvöld, en síðasta gula viðvörunin dettur úr gildi klukkan ellefu, á Austurlandi að Glettingi. Veður Tengdar fréttir Aflýsa óvissustigi vegna óveðursins Ríkislögreglustjór hefur í samráði við lögreglustjóra á landinu ákveðið að fara af óvissustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs sem gekk yfir landið 21. og 22. febrúar. 24. febrúar 2022 14:48 Stutt í næstu lægð eftir sannkallað aftakaveður Óvenju sterkar vindhviður mældust í aftakaveðrinu sem gekk yfir í nótt og slógu í hátt í sjötíu metra á sekúndu á hálendinu, sem er með því hærra sem sést hefur. Víðtækar samgöngu- og rafmagnstruflanir urðu, þök rifnuðu af húsum og uppblásið íþróttahús í Hveragerði jafnaðist við jörðu. Veðurfræðingur segir að næsta lægð, sem væntanleg er á föstudag, líti ekki sérstaklega vel út. 22. febrúar 2022 19:38 Erum enn á lægðarbrautinni: „Við getum ekki hrósað happi alveg strax“ Gera má ráð fyrir áframhaldandi lægðargang næstu daga. Rauðar viðvaranir tóku gildi í gær á suðvesturhorni landsins, í annað sinn í þessum mánuði og í þriðja sinn frá því að litakóðunarkerfi Veðurstofunnar var tekið í notkun árið 2017. 22. febrúar 2022 17:57 Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. 22. febrúar 2022 11:43 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
„Skammt stórra högga á milli – eða eigum við segja skammt appelsínugulra viðvarana á milli,“ segir á Facebook-síðu Veðurstofunnar þar sem athygli er vakin á veðurviðvörununum. Veðrið hefur þegar leikið landsmenn grátt í vikunni með víðtækum samgöngutruflunum og tjóni. Gefnar hafa verið út appelsínugular viðvaranir fyrir sex spásvæði og gular viðvaranir fyrir fimm. Það hvessir í nótt og fyrramálið, suðaustan 18-28 m/s á morgun með skafrenningi, snjókomu og síðar talsverðri slyddu eða rigning. Það var slæmt veður í vikunni og það er ekki reiknað með góðu veðri á morgun.Vísir/Vilhelm Frá og með klukkan ellefu á morgun taka appelsínugular veðurviðvarnir gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðurlandi. Slæmt ferðaveður og mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir suðaustan 18-25 m/s með slyddu og síðar rigningu. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum, auk þess sem að bent er á að mikilvægt sé að hreinsa vel frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Mikil úrkoma fylgdi veðrinu í vikunni.Vísir/Vilhelm Það sama gildir um Suðurland og Faxaflóa nema þar verður vindurinn heldur hvassari, á bilinu 23-28 m/s. Reikna má með snörpum vindhviðum og slæmu ferðaveðri. Skömmu eftir hádegi á morgun bætast við appelsínugular viðvaranir á Breiðafirði, Vestfjörðum og miðhálendinu. Á Vestfjörðum er varað við austan 20-25 m/s og eru víðtækar samgöngutruflanir og lokanir á vegum líklegar, ekkert ferðaveður. Gengur yfir landið Á sama tíma taka gular viðvaranir við á öðrum stöðum á landinu þar sem reikna má með að vegir teppist vegna snjókomu og hvassviðris. Eftir því sem líður á kvöldið falla viðvaranirnar úr gildi hver á eftir annarri, fyrst á suðvesturhorninu þar sem engin viðvörun er í gildi eftir klukkan 18. Reikna má með að veðrið verði afstaðið um miðnætti annað kvöld, en síðasta gula viðvörunin dettur úr gildi klukkan ellefu, á Austurlandi að Glettingi.
Veður Tengdar fréttir Aflýsa óvissustigi vegna óveðursins Ríkislögreglustjór hefur í samráði við lögreglustjóra á landinu ákveðið að fara af óvissustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs sem gekk yfir landið 21. og 22. febrúar. 24. febrúar 2022 14:48 Stutt í næstu lægð eftir sannkallað aftakaveður Óvenju sterkar vindhviður mældust í aftakaveðrinu sem gekk yfir í nótt og slógu í hátt í sjötíu metra á sekúndu á hálendinu, sem er með því hærra sem sést hefur. Víðtækar samgöngu- og rafmagnstruflanir urðu, þök rifnuðu af húsum og uppblásið íþróttahús í Hveragerði jafnaðist við jörðu. Veðurfræðingur segir að næsta lægð, sem væntanleg er á föstudag, líti ekki sérstaklega vel út. 22. febrúar 2022 19:38 Erum enn á lægðarbrautinni: „Við getum ekki hrósað happi alveg strax“ Gera má ráð fyrir áframhaldandi lægðargang næstu daga. Rauðar viðvaranir tóku gildi í gær á suðvesturhorni landsins, í annað sinn í þessum mánuði og í þriðja sinn frá því að litakóðunarkerfi Veðurstofunnar var tekið í notkun árið 2017. 22. febrúar 2022 17:57 Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. 22. febrúar 2022 11:43 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Aflýsa óvissustigi vegna óveðursins Ríkislögreglustjór hefur í samráði við lögreglustjóra á landinu ákveðið að fara af óvissustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs sem gekk yfir landið 21. og 22. febrúar. 24. febrúar 2022 14:48
Stutt í næstu lægð eftir sannkallað aftakaveður Óvenju sterkar vindhviður mældust í aftakaveðrinu sem gekk yfir í nótt og slógu í hátt í sjötíu metra á sekúndu á hálendinu, sem er með því hærra sem sést hefur. Víðtækar samgöngu- og rafmagnstruflanir urðu, þök rifnuðu af húsum og uppblásið íþróttahús í Hveragerði jafnaðist við jörðu. Veðurfræðingur segir að næsta lægð, sem væntanleg er á föstudag, líti ekki sérstaklega vel út. 22. febrúar 2022 19:38
Erum enn á lægðarbrautinni: „Við getum ekki hrósað happi alveg strax“ Gera má ráð fyrir áframhaldandi lægðargang næstu daga. Rauðar viðvaranir tóku gildi í gær á suðvesturhorni landsins, í annað sinn í þessum mánuði og í þriðja sinn frá því að litakóðunarkerfi Veðurstofunnar var tekið í notkun árið 2017. 22. febrúar 2022 17:57
Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. 22. febrúar 2022 11:43