Samkeppnishæfur fjölskyldubær Gígja Sigríður Guðjónsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 15:00 Í Reykjanesbæ líkt og í öðrum sveitafélögum ber okkur skylda að sinna lögbundinni lágmarksþjónustu við íbúa. Forgangsröðun verkefna í þágu grunnþjónustunnar er því eitt mikilvægasta verkefni sveitafélaga og uppbygging nýrra leikskóla á að vera ofarlega á þeim lista. Það þarf að tryggja börnum öruggt leikskólapláss, ekki bara börnum sem náð hafa tveggja ára aldri, heldur þarf að tryggja börnum dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi foreldra. Þetta er því miður ekki staðan í okkar góða bæjarfélagi. Samkvæmt skýrslu fræðsluráðs Reykjanesbæjar í júní 2021 var hlutfall átján mánaða barna með leikskólapláss aðeins 19%. Þetta eru sláandi tölur og það þarf að gera betur. Miklu betur. Það þarf sýn og það þarf plan. Nýr leikskóli er áformaður í Hlíðarhverfinu og þar þarf að vinna hratt og örugglega. Þar vil ég líka sjá nýjungar í framkvæmd og ungbarnadeild til að mæta þeirri gríðarlegu þörf sem er fyrir dagvistunarpláss fyrir yngstu börnin. Það er þó ekki nóg eitt og sér, og miðað við vöxtinn í bæjarfélaginu þarf að taka rösklega til hendinni í þessum málum og leggja drög að fleiri leikskólum og/eða stækkun þeirra leikskóla sem eru starfandi í dag. Hugum að ímynd bæjarins – verum stolt af bænum okkar Nýlega var Stapaskóli tekinn í notkun í Innri-Njarðvík og kórónar hann hið glæsilega hverfi sem hefur risið hratt síðustu árin. Skólinn er framúrskarandi, leiðandi á sínu sviði og fyrirmynd fyrir aðra skóla sem eiga eftir að rísa á Íslandi. Lítið hefur hinsvegar heyrst af þessum glæsilega skóla þegar rýnt er í aðra miðla en bæjarmiðilinn. Með einfaldri Google-leit að „Stapaskóli“er til að mynda ekki að finna eina einustu frétt í neinum af stærstu fréttamiðlum landsins. Reykjanesbær er í samkeppni. Samkeppni við önnur sveitarfélög um íbúa, fyrirtæki og athygli frá hinu opinbera. Við eigum að vera stolt af bænum okkar, tala hann upp og láta alla vita af því að hér er gott að búa. Nýtum styrkleikana okkar og byggjum upp samfélag sem fólk sækist í, þar sem fólk vill starfa, ala upp börnin sín og verja frítíma sínum. Ég flutti til Reykjanesbæjar fyrir rúmum áratug. Sem aðfluttur íbúi hef ég í ófá skipti þurft að svara fyrir það hvernig mér hefði eiginlega getað dottið það í hug að koma hingað úr Reykjavík. Og þá er ég fljót að nefna alla þá fjölmörgu kosti við það að búa í Reykjanesbæ. Við megum ekki láta slæmar fréttir um bæinn okkar kaffæra þær góðu – hér er ótrúlega gott að búa. Verum stolt, höfum hátt og gerum bæinn okkar ennþá betri. Mig langar að taka þátt í því og þess vegna bið ég um stuðning ykkar í 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þann 26. febrúar. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Skoðun Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í Reykjanesbæ líkt og í öðrum sveitafélögum ber okkur skylda að sinna lögbundinni lágmarksþjónustu við íbúa. Forgangsröðun verkefna í þágu grunnþjónustunnar er því eitt mikilvægasta verkefni sveitafélaga og uppbygging nýrra leikskóla á að vera ofarlega á þeim lista. Það þarf að tryggja börnum öruggt leikskólapláss, ekki bara börnum sem náð hafa tveggja ára aldri, heldur þarf að tryggja börnum dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi foreldra. Þetta er því miður ekki staðan í okkar góða bæjarfélagi. Samkvæmt skýrslu fræðsluráðs Reykjanesbæjar í júní 2021 var hlutfall átján mánaða barna með leikskólapláss aðeins 19%. Þetta eru sláandi tölur og það þarf að gera betur. Miklu betur. Það þarf sýn og það þarf plan. Nýr leikskóli er áformaður í Hlíðarhverfinu og þar þarf að vinna hratt og örugglega. Þar vil ég líka sjá nýjungar í framkvæmd og ungbarnadeild til að mæta þeirri gríðarlegu þörf sem er fyrir dagvistunarpláss fyrir yngstu börnin. Það er þó ekki nóg eitt og sér, og miðað við vöxtinn í bæjarfélaginu þarf að taka rösklega til hendinni í þessum málum og leggja drög að fleiri leikskólum og/eða stækkun þeirra leikskóla sem eru starfandi í dag. Hugum að ímynd bæjarins – verum stolt af bænum okkar Nýlega var Stapaskóli tekinn í notkun í Innri-Njarðvík og kórónar hann hið glæsilega hverfi sem hefur risið hratt síðustu árin. Skólinn er framúrskarandi, leiðandi á sínu sviði og fyrirmynd fyrir aðra skóla sem eiga eftir að rísa á Íslandi. Lítið hefur hinsvegar heyrst af þessum glæsilega skóla þegar rýnt er í aðra miðla en bæjarmiðilinn. Með einfaldri Google-leit að „Stapaskóli“er til að mynda ekki að finna eina einustu frétt í neinum af stærstu fréttamiðlum landsins. Reykjanesbær er í samkeppni. Samkeppni við önnur sveitarfélög um íbúa, fyrirtæki og athygli frá hinu opinbera. Við eigum að vera stolt af bænum okkar, tala hann upp og láta alla vita af því að hér er gott að búa. Nýtum styrkleikana okkar og byggjum upp samfélag sem fólk sækist í, þar sem fólk vill starfa, ala upp börnin sín og verja frítíma sínum. Ég flutti til Reykjanesbæjar fyrir rúmum áratug. Sem aðfluttur íbúi hef ég í ófá skipti þurft að svara fyrir það hvernig mér hefði eiginlega getað dottið það í hug að koma hingað úr Reykjavík. Og þá er ég fljót að nefna alla þá fjölmörgu kosti við það að búa í Reykjanesbæ. Við megum ekki láta slæmar fréttir um bæinn okkar kaffæra þær góðu – hér er ótrúlega gott að búa. Verum stolt, höfum hátt og gerum bæinn okkar ennþá betri. Mig langar að taka þátt í því og þess vegna bið ég um stuðning ykkar í 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þann 26. febrúar. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun