Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Atli Ísleifsson skrifar 24. febrúar 2022 07:08 Joe Biden á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í morgun. EPA Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. Biden segir að þetta stríð, sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi ráðist í að yfirlögðu ráði, muni hafa skelfilegt mannfall og þjáningar í för með sér, að því er segir í frétt BBC. Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun og þá réðst fjölmennt rússneskt herlið inn í sunnanverða Úkraínu í morgun. Utanríkisráðherra Úkraínu lýsti því svo yfir að allsherjarinnrás Rússa inn í Úkraínu væri hafin. Biden segir að Rússar beri einir ábyrgð á þeim dauðsföllum og þeirri eyðileggingu sem árásin hafi í för með sér og að Bandaríkin og bandamenn þeirra muni bregðast við í sameiningu og á ótvíræðan hátt. Hann segir að heimurinn muni draga Rússa til ábyrgðar. Biden mun ávarpa þjóð sína síðar í dag þar sem hann hyggst tíunda þær afleiðingar sem árásin hafi í för með sér fyrir Rússa. Hann segist fylgjast með framvindunni úr Hvíta húsinu og muni funda með leiðtogum G7-ríkjanna áður en hann greinir frá frekari viðbrögðum Bandaríkjamanna.
Biden segir að þetta stríð, sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi ráðist í að yfirlögðu ráði, muni hafa skelfilegt mannfall og þjáningar í för með sér, að því er segir í frétt BBC. Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun og þá réðst fjölmennt rússneskt herlið inn í sunnanverða Úkraínu í morgun. Utanríkisráðherra Úkraínu lýsti því svo yfir að allsherjarinnrás Rússa inn í Úkraínu væri hafin. Biden segir að Rússar beri einir ábyrgð á þeim dauðsföllum og þeirri eyðileggingu sem árásin hafi í för með sér og að Bandaríkin og bandamenn þeirra muni bregðast við í sameiningu og á ótvíræðan hátt. Hann segir að heimurinn muni draga Rússa til ábyrgðar. Biden mun ávarpa þjóð sína síðar í dag þar sem hann hyggst tíunda þær afleiðingar sem árásin hafi í för með sér fyrir Rússa. Hann segist fylgjast með framvindunni úr Hvíta húsinu og muni funda með leiðtogum G7-ríkjanna áður en hann greinir frá frekari viðbrögðum Bandaríkjamanna.
Átök í Úkraínu Úkraína Rússland Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23