„Þetta er stríð“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 07:22 Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir daginn í dag sorgardag. Getty/Jeff J Mitchell Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. „Þetta er stríð. Ef við hérna í New York getum ekki munað hvað stríð er skulum við fara á bóksafn og fletta upp myndum af stríði. Stríð þýðir að þúsundir verða drepin ef ekki milljónir. Það sem ég vil frá alþjóðsamfélaginu er samfélag sem kemur saman og ver þjóðir heims gegn ofbeldi Rússneska sambandsríkisins,“sagði Sergiy Kyslytsaya, sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum á blaðamannafundi í morgun. Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir morguninn þann sorglegasta á tíð sinni í embætti. „Ég hóf fund Öryggisráðsins með því að ávarpa Pútín forseta og sagði honum, frá mínum dýpstu hjartarótum, að stöðva hersveitir sínar í Úkraínu. Gefðu frið möguleika vegna þess að of margir hafa dáið nú þegar,“ sgaði Guterres. Klippa: Þetta er klikkun „Pútín forseti, í nafni mannúðar, kallaðu hersveitir þínar aftur til Rússlands. Í nafni mannúðar ekki leyfa versta stríði þessarar aldar í Evrópu að hefjast.“ Eftir að fundinum lauk var Kyslytsaya spurður af blaðamanni hvort hann tryði yfirlýsingu sendiherra Rússlands hjá SÞ að árásin væri gegn yfirvöldum en ekki gegn úkraínsku þjóðinni. „Þér getur ekki verið alvarlega. Er þér alvara? Viltu að ég rýni í þessa bilun sem fram kemur í máli manneskju hvers forseti brýtur alþjóðalög, hvers forseti lýsir yfir stríði? Viltu að ég leggi mat á þessa yfirlýsingu? Þetta er klukkun. Klikkun. Algjörlega,“ svaraði Kyslytsaya. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hefur þá fordæmt árás Rússa á Úkraínu og segir árásina leggja almenna borgara í hættu. Innrásin sé brot á alþjóðalögum og leggi öryggi Evrópu í hættu. I strongly condemn #Russia’s reckless attack on #Ukraine, which puts at risk countless civilian lives. This is a grave breach of international law & a serious threat to Euro-Atlantic security. #NATO Allies will meet to address Russia’s renewed aggression. https://t.co/FPpyuzmUXD— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) February 24, 2022 Úkraína Sameinuðu þjóðirnar Átök í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24. febrúar 2022 07:08 Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23 „Skref sem gæti markað upphaf stríðs í gjörvallri Evrópu“ Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu ávarpaði þjóð sína í kvöld þar sem hann segir að yfirvöld í Rússlandi hafi fyrirskipað innrás og að þetta skref Rússa gæti verið upphafið á stríði í gjörvallri Evrópu. 23. febrúar 2022 23:27 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
„Þetta er stríð. Ef við hérna í New York getum ekki munað hvað stríð er skulum við fara á bóksafn og fletta upp myndum af stríði. Stríð þýðir að þúsundir verða drepin ef ekki milljónir. Það sem ég vil frá alþjóðsamfélaginu er samfélag sem kemur saman og ver þjóðir heims gegn ofbeldi Rússneska sambandsríkisins,“sagði Sergiy Kyslytsaya, sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum á blaðamannafundi í morgun. Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir morguninn þann sorglegasta á tíð sinni í embætti. „Ég hóf fund Öryggisráðsins með því að ávarpa Pútín forseta og sagði honum, frá mínum dýpstu hjartarótum, að stöðva hersveitir sínar í Úkraínu. Gefðu frið möguleika vegna þess að of margir hafa dáið nú þegar,“ sgaði Guterres. Klippa: Þetta er klikkun „Pútín forseti, í nafni mannúðar, kallaðu hersveitir þínar aftur til Rússlands. Í nafni mannúðar ekki leyfa versta stríði þessarar aldar í Evrópu að hefjast.“ Eftir að fundinum lauk var Kyslytsaya spurður af blaðamanni hvort hann tryði yfirlýsingu sendiherra Rússlands hjá SÞ að árásin væri gegn yfirvöldum en ekki gegn úkraínsku þjóðinni. „Þér getur ekki verið alvarlega. Er þér alvara? Viltu að ég rýni í þessa bilun sem fram kemur í máli manneskju hvers forseti brýtur alþjóðalög, hvers forseti lýsir yfir stríði? Viltu að ég leggi mat á þessa yfirlýsingu? Þetta er klukkun. Klikkun. Algjörlega,“ svaraði Kyslytsaya. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hefur þá fordæmt árás Rússa á Úkraínu og segir árásina leggja almenna borgara í hættu. Innrásin sé brot á alþjóðalögum og leggi öryggi Evrópu í hættu. I strongly condemn #Russia’s reckless attack on #Ukraine, which puts at risk countless civilian lives. This is a grave breach of international law & a serious threat to Euro-Atlantic security. #NATO Allies will meet to address Russia’s renewed aggression. https://t.co/FPpyuzmUXD— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) February 24, 2022
Úkraína Sameinuðu þjóðirnar Átök í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24. febrúar 2022 07:08 Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23 „Skref sem gæti markað upphaf stríðs í gjörvallri Evrópu“ Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu ávarpaði þjóð sína í kvöld þar sem hann segir að yfirvöld í Rússlandi hafi fyrirskipað innrás og að þetta skref Rússa gæti verið upphafið á stríði í gjörvallri Evrópu. 23. febrúar 2022 23:27 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24. febrúar 2022 07:08
Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23
„Skref sem gæti markað upphaf stríðs í gjörvallri Evrópu“ Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu ávarpaði þjóð sína í kvöld þar sem hann segir að yfirvöld í Rússlandi hafi fyrirskipað innrás og að þetta skref Rússa gæti verið upphafið á stríði í gjörvallri Evrópu. 23. febrúar 2022 23:27