Arnar Daði: „Mætum svo graðir og glaðir á Ásvelli“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 22:20 Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu var sáttur með stigin tvö á móti HK Vísir: Vilhelm Gunnarsson Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu var virkilega sáttur með sigurinn er Grótta vann HK, 30-25 í Olís-deild karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum þar til stundarfjórðungur var eftir. Þá gáfu Gróttumenn í og sigruðu með 5 mörkum. „Mér líður fáranlega vel. Mikill léttir að ná þessum sigri. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum leik, þessi leikur er búin að frestast tvívegis og við búnir að bíða eftir þessum leik heillengi. Það er óþæginlegt að eiga leik inni og vonast eftir að fá tvö stig, það leit ekki þannig út lengi vel í þessum leik að við værum að fara innbyrða þessi tvö stig en ég er fegin.“ Aðspurður hverju þeir breyttu til að sigla þessu heim sagði Arnar Daði: „Við breyttum ekki neinu. Við vorum vel undirbúnir og ég ætla að segja það núna ég hef aldrei verið jafn undirbúinn á allri minni þriggja ára meistaraflokks reynslu sem þjálfari. Við tókum fjórar æfingar bara fyrir þennan leik og við vissum nákvæmlega upp á hár hvað þeir myndu spila. Þannig við breyttum engu, eina sem ég sagði við strákana í hálfleik, fyrir leik og í leikhléum að við þurfum að halda ró og í okkar leiksskipulag og það er það sem við gerðum. Við héldum okkur í vörn og okkar concepti sóknarlega.“ Arnar sagði að það sem hafi á endanum skilað þessu er reynslan sem Grótta hefur sem HK hefur ekki. „Við höfum ágæta reynslu út frá þessum leikjum frá því í fyrra á meðan þeir eru nýliðar. Það eru litlir hlutir sem duttu með okkur núna. En svo eru kannski ekki að detta með okkur þegar að við mætum stóru liðunum sem hafa meiri reynslu en við.“ Arnar Daði og Sebastian, þjálfari HK áttu orðaskipti þegar leiknum var lokið og virtist Sebastian ansi heitt í hamsi. „Hann var að pirra sig hversu mörg fríköst og hversu lengi við vorum í sókn. Þetta byrjaði þannig að ég spurði hvort ég mætti taka leikhlé þegar það voru 20 sekúndur eftir því við erum líka að hugsa um innbyrðis. En svo fórum við í gegn og skoruðum og það týndist í mómentinu. Ég bjó þessar samræður til með því að spurja hvort ég mætti taka þetta leikhlé, kannski heimskulegt að skipta mér að honum í miðjum leik.“ Næsti leikur er á móti Haukum og ætlar Arnar Daði og Gróttumenn að mæta graðir og glaðir í þann leik. „Það er stutt síðan við mættum þeim, í bikarnum í síðustu viku. Við ætlum aðeins að breyta út af vananum en ég ætla ekki að segja þér hvað við ætlum að gera. Ég er að fara tilkynna strákunum það núna. Það er stutt síðan við mættum þeim og það gerist ekki oft að við mætum sama liðinu með svona stuttu millibili. Við horfum bara á síðasta leik og sjáum hvað við þurfum að bæta. Mætum svo graðir og glaðir á Ásvelli á sunnudaginn.“ Grótta Olís-deild karla Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - HK 30-25| Grótta vann í stemmningsleik á Nesinu Grótta og HK mættust í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðnum bróðurpart leiksins en Gróttumenn gáfu í og unnu með 5 mörkum. Lokatölur 30-25. 23. febrúar 2022 19:15 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjá meira
„Mér líður fáranlega vel. Mikill léttir að ná þessum sigri. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum leik, þessi leikur er búin að frestast tvívegis og við búnir að bíða eftir þessum leik heillengi. Það er óþæginlegt að eiga leik inni og vonast eftir að fá tvö stig, það leit ekki þannig út lengi vel í þessum leik að við værum að fara innbyrða þessi tvö stig en ég er fegin.“ Aðspurður hverju þeir breyttu til að sigla þessu heim sagði Arnar Daði: „Við breyttum ekki neinu. Við vorum vel undirbúnir og ég ætla að segja það núna ég hef aldrei verið jafn undirbúinn á allri minni þriggja ára meistaraflokks reynslu sem þjálfari. Við tókum fjórar æfingar bara fyrir þennan leik og við vissum nákvæmlega upp á hár hvað þeir myndu spila. Þannig við breyttum engu, eina sem ég sagði við strákana í hálfleik, fyrir leik og í leikhléum að við þurfum að halda ró og í okkar leiksskipulag og það er það sem við gerðum. Við héldum okkur í vörn og okkar concepti sóknarlega.“ Arnar sagði að það sem hafi á endanum skilað þessu er reynslan sem Grótta hefur sem HK hefur ekki. „Við höfum ágæta reynslu út frá þessum leikjum frá því í fyrra á meðan þeir eru nýliðar. Það eru litlir hlutir sem duttu með okkur núna. En svo eru kannski ekki að detta með okkur þegar að við mætum stóru liðunum sem hafa meiri reynslu en við.“ Arnar Daði og Sebastian, þjálfari HK áttu orðaskipti þegar leiknum var lokið og virtist Sebastian ansi heitt í hamsi. „Hann var að pirra sig hversu mörg fríköst og hversu lengi við vorum í sókn. Þetta byrjaði þannig að ég spurði hvort ég mætti taka leikhlé þegar það voru 20 sekúndur eftir því við erum líka að hugsa um innbyrðis. En svo fórum við í gegn og skoruðum og það týndist í mómentinu. Ég bjó þessar samræður til með því að spurja hvort ég mætti taka þetta leikhlé, kannski heimskulegt að skipta mér að honum í miðjum leik.“ Næsti leikur er á móti Haukum og ætlar Arnar Daði og Gróttumenn að mæta graðir og glaðir í þann leik. „Það er stutt síðan við mættum þeim, í bikarnum í síðustu viku. Við ætlum aðeins að breyta út af vananum en ég ætla ekki að segja þér hvað við ætlum að gera. Ég er að fara tilkynna strákunum það núna. Það er stutt síðan við mættum þeim og það gerist ekki oft að við mætum sama liðinu með svona stuttu millibili. Við horfum bara á síðasta leik og sjáum hvað við þurfum að bæta. Mætum svo graðir og glaðir á Ásvelli á sunnudaginn.“
Grótta Olís-deild karla Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - HK 30-25| Grótta vann í stemmningsleik á Nesinu Grótta og HK mættust í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðnum bróðurpart leiksins en Gróttumenn gáfu í og unnu með 5 mörkum. Lokatölur 30-25. 23. febrúar 2022 19:15 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjá meira
Leik lokið: Grótta - HK 30-25| Grótta vann í stemmningsleik á Nesinu Grótta og HK mættust í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðnum bróðurpart leiksins en Gróttumenn gáfu í og unnu með 5 mörkum. Lokatölur 30-25. 23. febrúar 2022 19:15