Þorgerður Katrín: Samstaða á alþjóðavettvangi framar viðskiptahagsmunum Smári Jökull Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 21:14 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar segir að Ísland eigi að standa með fullvanda þjóðum og sýna samstöðu á hinu stóra sviði. Vísir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar segir stöðuna í Úkraínu óþolandi og grafalvarlega. Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði tvívegis um málið í dag. Staðan í Úkraínu og innrás Rússa inn í landið var rædd í utanríkismálanefnd Alþingis en nefndin fundaði tvívegis vegna málsins í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir mikilvægt að Ísland sé afgerandi í samstöðu með vina- og bandalagsþjóðum. „Staðan er náttúrulega óþolandi og grafalvarleg eins og allir sjá. Það sem skiptir mjög miklu máli er að við verðum mjög afgerandi í okkar samstöðu með okkar vina- og bandalagsþjóðum og það að við stöndum með Úkraínu,“ sagði Þorgerður í viðtali við Heimi Má Pétursson í kvöld. „Ég vil sérstaklega lýsa yfir mjög skýrum svörum utanríkisráðherra núna á fundi með okkur í utanríkismálanefnd sem veitir mér mikla von um að það verði ekki gefið eftir röddum hér innanlands um það að það eigi að taka viðskiptahagsmuni framar samstöðu á alþjóðavettvangi með lýðræði og með fullveldi.“ Þorgerður segir að í umræðu um viðskiptahagsmuni Íslendinga þurfi að skoða stóru myndina. „Stóra myndin er sú að við þurfum líka að verja landamæri okkar, landhelgi og standa með fullvalda þjóðum. Það þýðir samstaða á hinu stóra sviði. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, óttast að boðaðar efnahagsaðgerðir muni ekki duga.Vísir Logi Einarsson tók undir með Þorgerði og sagði að komið hefði fram skýr vilji ráðherra á fundi utanríkismálanefndar. Hann sagði það skipta máli að Íslendingar séu staðfastir og sýni samstöðu í málinu. „Ég óttast þó að þessar fyrstu efnahagsaðgerðir sem hafa verið boðaðar, þær muni ekki duga og þetta verði skák fram og til baka. Við sem smáþjóð hljótum auðvitað að standa með ríki sem er í vanda núna," sagði Logi. „Ég óttast það en vona ekki,“ svaraði hann hvort hann óttaðist að átökin kynnu að verða enn meiri. Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Viðreisn Samfylkingin Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Staðan í Úkraínu og innrás Rússa inn í landið var rædd í utanríkismálanefnd Alþingis en nefndin fundaði tvívegis vegna málsins í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir mikilvægt að Ísland sé afgerandi í samstöðu með vina- og bandalagsþjóðum. „Staðan er náttúrulega óþolandi og grafalvarleg eins og allir sjá. Það sem skiptir mjög miklu máli er að við verðum mjög afgerandi í okkar samstöðu með okkar vina- og bandalagsþjóðum og það að við stöndum með Úkraínu,“ sagði Þorgerður í viðtali við Heimi Má Pétursson í kvöld. „Ég vil sérstaklega lýsa yfir mjög skýrum svörum utanríkisráðherra núna á fundi með okkur í utanríkismálanefnd sem veitir mér mikla von um að það verði ekki gefið eftir röddum hér innanlands um það að það eigi að taka viðskiptahagsmuni framar samstöðu á alþjóðavettvangi með lýðræði og með fullveldi.“ Þorgerður segir að í umræðu um viðskiptahagsmuni Íslendinga þurfi að skoða stóru myndina. „Stóra myndin er sú að við þurfum líka að verja landamæri okkar, landhelgi og standa með fullvalda þjóðum. Það þýðir samstaða á hinu stóra sviði. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, óttast að boðaðar efnahagsaðgerðir muni ekki duga.Vísir Logi Einarsson tók undir með Þorgerði og sagði að komið hefði fram skýr vilji ráðherra á fundi utanríkismálanefndar. Hann sagði það skipta máli að Íslendingar séu staðfastir og sýni samstöðu í málinu. „Ég óttast þó að þessar fyrstu efnahagsaðgerðir sem hafa verið boðaðar, þær muni ekki duga og þetta verði skák fram og til baka. Við sem smáþjóð hljótum auðvitað að standa með ríki sem er í vanda núna," sagði Logi. „Ég óttast það en vona ekki,“ svaraði hann hvort hann óttaðist að átökin kynnu að verða enn meiri.
Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Viðreisn Samfylkingin Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira