Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. febrúar 2022 20:01 Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir mikið álag nú á Landspítala. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að frá og með föstudeginum 25. febrúar yrði öllum sóttvarnatakmörkunum aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Aðspurður um hvort að hann hefði áhyggjur af því hvernig ástandið á spítalanum verði um helgina segir Már svo vera. Ætla má að fjöldi fólks fari til að mynda út á lífið. „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin að sletta úr klaufunum, þannig að það er líka mjög mikið álag á bráðamóttökuna vegna þess að þá verða slys og annað slíkt,“ segir Már. Már segir nú þegar mikið álag á spítalanum og það sé tvísýnt hvort spítalinn ráði við stöðuna ef hún versnar mikið. „Við erum náttúrulega uggandi um það að hann muni ekki þola það en auðvitað verður tíminn að leiða það í ljós, en staðan eins og hún er í dag er uggvænleg á spítalanum,“ segir Már. Hann vísar til þess að spítalinn sé nú með lélegan aðbúnað, mörg verkefni fram undan og mikil mannekla. „Til samanburðar við það sem gerðist síðast þá fór fjöldi tilfella í veldisvöxt í samfélaginu þegar að aflétting var og ég held að það geti gerst aftur,“ segir Már. „Þá þýðir það aukið álag á spítalann sem að nú þegar er við þanþol þannig það er það sem við óttumst mest.“ Meðal þeirra takmarkanna sem verður aflétt eftir rúman sólarhring eru reglur um einangrun Covid-sýktra. Már segir mjög brýnt að fólk hlusti á líkama sinn og sé heima sé það veikt en fólk gæti kynnt sér allt um veikindin á vef Heilsugæslunnar, Landlæknis og Landspítala. „Þetta tekur fimm til tíu daga og þetta er eins og venjuleg pest hjá langflestum,“ segir Már. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Erum í miklu betri stöðu en þegar við afléttum í sumar“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er vongóður að sú bylgja kórónuveirunnar sem er í gangi núna fari fljótlega niður á við. Hann segir stöðuna núna mun betri en þegar takmörkunum var aflétt síðasta sumar. 23. febrúar 2022 19:02 Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27 2.689 greindust smitaðir af veirunni í gær 2.689 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Þetta kemur fram á heimasíðu covid.is. 23. febrúar 2022 10:51 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að frá og með föstudeginum 25. febrúar yrði öllum sóttvarnatakmörkunum aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Aðspurður um hvort að hann hefði áhyggjur af því hvernig ástandið á spítalanum verði um helgina segir Már svo vera. Ætla má að fjöldi fólks fari til að mynda út á lífið. „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin að sletta úr klaufunum, þannig að það er líka mjög mikið álag á bráðamóttökuna vegna þess að þá verða slys og annað slíkt,“ segir Már. Már segir nú þegar mikið álag á spítalanum og það sé tvísýnt hvort spítalinn ráði við stöðuna ef hún versnar mikið. „Við erum náttúrulega uggandi um það að hann muni ekki þola það en auðvitað verður tíminn að leiða það í ljós, en staðan eins og hún er í dag er uggvænleg á spítalanum,“ segir Már. Hann vísar til þess að spítalinn sé nú með lélegan aðbúnað, mörg verkefni fram undan og mikil mannekla. „Til samanburðar við það sem gerðist síðast þá fór fjöldi tilfella í veldisvöxt í samfélaginu þegar að aflétting var og ég held að það geti gerst aftur,“ segir Már. „Þá þýðir það aukið álag á spítalann sem að nú þegar er við þanþol þannig það er það sem við óttumst mest.“ Meðal þeirra takmarkanna sem verður aflétt eftir rúman sólarhring eru reglur um einangrun Covid-sýktra. Már segir mjög brýnt að fólk hlusti á líkama sinn og sé heima sé það veikt en fólk gæti kynnt sér allt um veikindin á vef Heilsugæslunnar, Landlæknis og Landspítala. „Þetta tekur fimm til tíu daga og þetta er eins og venjuleg pest hjá langflestum,“ segir Már.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Erum í miklu betri stöðu en þegar við afléttum í sumar“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er vongóður að sú bylgja kórónuveirunnar sem er í gangi núna fari fljótlega niður á við. Hann segir stöðuna núna mun betri en þegar takmörkunum var aflétt síðasta sumar. 23. febrúar 2022 19:02 Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27 2.689 greindust smitaðir af veirunni í gær 2.689 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Þetta kemur fram á heimasíðu covid.is. 23. febrúar 2022 10:51 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
„Erum í miklu betri stöðu en þegar við afléttum í sumar“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er vongóður að sú bylgja kórónuveirunnar sem er í gangi núna fari fljótlega niður á við. Hann segir stöðuna núna mun betri en þegar takmörkunum var aflétt síðasta sumar. 23. febrúar 2022 19:02
Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27
2.689 greindust smitaðir af veirunni í gær 2.689 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Þetta kemur fram á heimasíðu covid.is. 23. febrúar 2022 10:51