Ágúst hættur hjá KKÍ í ljósi umræðu síðustu daga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2022 15:57 Ágúst er einn reynslumesti þjálfari landsins í körfubolta. Vísir/Bára Dröfn Ágúst S. Björgvinsson er hættur störfum fyrir Körfuknattleikssamband Íslands að eigin ósk. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Ágúst hafði sinnt fjölbreyttum verkefnum hjá sambandinu undanfarin sex ár. „Í ljósi umræðu síðustu daga hefur þjálfarinn að eigin ósk látið af störfum hjá sambandinu,“ segir í yfirlýsingu KKÍ. Fyrr í þessum mánuði stigu forráðamenn Aþenu fram í myndbandi og kröfðust aðgerða af hálfu KKÍ vegna kynbundins ofbeldis, meðal annars til að konur og stúlkur gætu stundað körfubolta án þess að eiga á hættu að vera áreittar kynferðislega. Sagt upp sökum trúnaðarbrests KKÍ svaraði umfjölluninni í yfirlýsingu í dag, vísaði á bug fullyrðingum um þöggun og aðgerðarleysi, en tók jafnframt fram að breytingar hefðu orðið í starfshópnum nýlega og ýmislegt yrði gert öðruvísi í dag. Ágústi var sagt upp störfum sem þjálfari kvennalandsliðsins árið 2009. Var ástæðan sögð trúnaðarbrestur. „Ég vil halda því á milli mín og stjórnar KKÍ að svo stöddu. Ég kýs ekki að tjá mig um það,“ sagði Ágúst í viðtali við Vísi fyrir þrettán árum. KKÍ vísaði til þess á sínum tíma að um væri að ræða viðkvæmt og leiðinlegt mál. Hann var svo ráðinn aftur til sambandsins árið 2015 til að stýra þjálfaramenntun hjá KKÍ. Auk þess hefur hann þjálfað yngri landslið Íslands undanfarin ár, síðast sextán ára landslið karla. Ekki náðist í Ágúst Björgvinsson við vinnslu fréttarinnar. Ósátt við að ekki sé greint frá ástæðu brottrekstrar Aþena gagnrýndi að ástæðu brottrekstursins árið 2009 hefði verið haldið leyndri. Sömu sögu væri að segja um Leif Garðarsson, reyndan dómara og skólastjóra, sem var gert að hætta að dæma körfuboltaleiki hér á landi árið 2020. „Formaður KKÍ telur að líkt og önnur fyrirtæki þá ætti hreyfingin ekki greina frá því þegar ástæða uppsagnar landsliðsþjálfara eða dómara er kynferðisleg áreitni. Augljóst er að landsþjálfari eða dómari er ekki venjulegur starfsmaður í fyrirtæki,“ sagði í yfirlýsingu Aþenu. KKÍ segist hafa sagt dómaranum upp störfum árið 2020 eftir að þolandi leitaði til forystu KKÍ með upplýsingar um ósæmileg samskipti við leikmenn á samfélagsmiðlum. Tæpu ári eftir uppsögnina fluttu fjölmiðlar fréttir af uppsögninni en keppni í körfubolta hafði legið niðri stóran hluta ársins 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Þá segir KKÍ að sambandið hefði í dag brugðist öðruvísi við en að velja karlmann, sem hlotið hafði dóm og afplánað fyrir nauðgun, aftur í landsliðið nokkrum árum síðar. Um er að ræða Sigurð Þorvaldsson sem spilaði tvo leiki fyrir Íslands hönd árið 2014 eftir að hafa hlotið dóm árið 2010. Fimm stúlkur sem spila með Aþenu hafa verið valdar í æfingahóp yngri landsliða í vetur. Fjórar þeirra hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í æfingarnar en sú fimmta er enn í æfingahópnum samkvæmt upplýsingum frá KKÍ. Íslenski körfuboltinn MeToo Íþróttir barna Tengdar fréttir KKÍ vísar öllum ásökunum Aþenu á bug Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana Aþenu um þöggun og aðgerðarleysi vegna kynbundins ofbeldis innan körfuboltahreyfingarinnar á Íslandi. 23. febrúar 2022 12:08 Segja KKÍ vilja þagga kynbundið ofbeldi Aþena íþróttafélag krefst aðgerða af hálfu Körfuknattleikssambands Íslands. Forráðamenn félagsins telja stöðuna óásættanlega og stúlkur ekki öruggar innan vébanda sambandsins vegna óuppgerðra mála og aðgerðarleysis varðandi kynbundið ofbeldi. 15. febrúar 2022 14:18 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
„Í ljósi umræðu síðustu daga hefur þjálfarinn að eigin ósk látið af störfum hjá sambandinu,“ segir í yfirlýsingu KKÍ. Fyrr í þessum mánuði stigu forráðamenn Aþenu fram í myndbandi og kröfðust aðgerða af hálfu KKÍ vegna kynbundins ofbeldis, meðal annars til að konur og stúlkur gætu stundað körfubolta án þess að eiga á hættu að vera áreittar kynferðislega. Sagt upp sökum trúnaðarbrests KKÍ svaraði umfjölluninni í yfirlýsingu í dag, vísaði á bug fullyrðingum um þöggun og aðgerðarleysi, en tók jafnframt fram að breytingar hefðu orðið í starfshópnum nýlega og ýmislegt yrði gert öðruvísi í dag. Ágústi var sagt upp störfum sem þjálfari kvennalandsliðsins árið 2009. Var ástæðan sögð trúnaðarbrestur. „Ég vil halda því á milli mín og stjórnar KKÍ að svo stöddu. Ég kýs ekki að tjá mig um það,“ sagði Ágúst í viðtali við Vísi fyrir þrettán árum. KKÍ vísaði til þess á sínum tíma að um væri að ræða viðkvæmt og leiðinlegt mál. Hann var svo ráðinn aftur til sambandsins árið 2015 til að stýra þjálfaramenntun hjá KKÍ. Auk þess hefur hann þjálfað yngri landslið Íslands undanfarin ár, síðast sextán ára landslið karla. Ekki náðist í Ágúst Björgvinsson við vinnslu fréttarinnar. Ósátt við að ekki sé greint frá ástæðu brottrekstrar Aþena gagnrýndi að ástæðu brottrekstursins árið 2009 hefði verið haldið leyndri. Sömu sögu væri að segja um Leif Garðarsson, reyndan dómara og skólastjóra, sem var gert að hætta að dæma körfuboltaleiki hér á landi árið 2020. „Formaður KKÍ telur að líkt og önnur fyrirtæki þá ætti hreyfingin ekki greina frá því þegar ástæða uppsagnar landsliðsþjálfara eða dómara er kynferðisleg áreitni. Augljóst er að landsþjálfari eða dómari er ekki venjulegur starfsmaður í fyrirtæki,“ sagði í yfirlýsingu Aþenu. KKÍ segist hafa sagt dómaranum upp störfum árið 2020 eftir að þolandi leitaði til forystu KKÍ með upplýsingar um ósæmileg samskipti við leikmenn á samfélagsmiðlum. Tæpu ári eftir uppsögnina fluttu fjölmiðlar fréttir af uppsögninni en keppni í körfubolta hafði legið niðri stóran hluta ársins 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Þá segir KKÍ að sambandið hefði í dag brugðist öðruvísi við en að velja karlmann, sem hlotið hafði dóm og afplánað fyrir nauðgun, aftur í landsliðið nokkrum árum síðar. Um er að ræða Sigurð Þorvaldsson sem spilaði tvo leiki fyrir Íslands hönd árið 2014 eftir að hafa hlotið dóm árið 2010. Fimm stúlkur sem spila með Aþenu hafa verið valdar í æfingahóp yngri landsliða í vetur. Fjórar þeirra hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í æfingarnar en sú fimmta er enn í æfingahópnum samkvæmt upplýsingum frá KKÍ.
Íslenski körfuboltinn MeToo Íþróttir barna Tengdar fréttir KKÍ vísar öllum ásökunum Aþenu á bug Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana Aþenu um þöggun og aðgerðarleysi vegna kynbundins ofbeldis innan körfuboltahreyfingarinnar á Íslandi. 23. febrúar 2022 12:08 Segja KKÍ vilja þagga kynbundið ofbeldi Aþena íþróttafélag krefst aðgerða af hálfu Körfuknattleikssambands Íslands. Forráðamenn félagsins telja stöðuna óásættanlega og stúlkur ekki öruggar innan vébanda sambandsins vegna óuppgerðra mála og aðgerðarleysis varðandi kynbundið ofbeldi. 15. febrúar 2022 14:18 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
KKÍ vísar öllum ásökunum Aþenu á bug Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana Aþenu um þöggun og aðgerðarleysi vegna kynbundins ofbeldis innan körfuboltahreyfingarinnar á Íslandi. 23. febrúar 2022 12:08
Segja KKÍ vilja þagga kynbundið ofbeldi Aþena íþróttafélag krefst aðgerða af hálfu Körfuknattleikssambands Íslands. Forráðamenn félagsins telja stöðuna óásættanlega og stúlkur ekki öruggar innan vébanda sambandsins vegna óuppgerðra mála og aðgerðarleysis varðandi kynbundið ofbeldi. 15. febrúar 2022 14:18