Samlegðaráhrif mannréttinda í þjónustu og umhverfi borgarinnar Ellen Calmon skrifar 23. febrúar 2022 10:31 Mér er umhugað um að Reykjavíkurborg sé umfaðmandi og manneskjuleg, þar sem allir borgarbúar fá tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum óháð öllum breytum. Litið er til alþjóðlegra mannréttindasamninga Jafnrétti, inngilding og hugmyndafræði algildrar hönnunar eiga að vera höfð að leiðarljósi í allri uppbyggingu á þjónustu og skipulagi borgarinnar. Mér hefur verið tíðrætt um að nýtt séu þau samlegðaráhrif sem liggja í ýmsum mannréttindasamningum sem Ísland á aðild að. Má þar nefna Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Alþjóðasamnings um félagsleg, efnahagsleg og menningarleg réttindi. Ég vil meina að ef við hugsum vítt og stórt en um leið einfalt og skilvirkt strax í upphafi við skipulag á umhverfi eða þjónustu, þá erum við að framkvæma hagkvæmt og erum með sem bestu móti að mæta ólíkum þörfum fólks. Þannig erum við að tryggja að bæði þjónusta, aðgengi að þjónustu, umhverfi og innviðum borgarinnar séu sem aðgengilegust sem flestum borgarbúum. Það leiðir af sér virkari borgarbúa, hamingjusamara og meira drífandi samfélag. Jafnrétti, efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi Í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að aðildarríkin eigi að bera viðringu fyrir fjölbreytileika og viðurkenna fatlað fólk sem hluta af mannlegum marbreytileika og mannkyni. Þessi klausa á einnig við um fjölmargt annað fólk, svo sem kynsegin og hinsegin. Þeim á að tryggja jöfn tækifæri og aðgengi og jafnrétti skal vera á meðal kynjanna. Í Alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi segir einnig að ríki sem eiga aðild að þeim samningi beri að ábyrgjast jöfn réttindi kynjanna þannig þau geti notið allra þeirra efnahagslegu félagslegu og menningarlegu réttinda sem lagt er upp með í samningnum. Það eiga öll að njóta sanngjarnra og jafnra launa fyrir jafnverðmæt störf án aðgreiningar. Í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eru lýðræðismál meðal annarra sett á oddinn og talað um að börn eigi rétt á að láta í ljósi eigin skoðanir í þeim málum sem þau varða og þau undirbúin „…til að lifa ábyrgu lífi í frjálsu þjóðfélagi, í anda skilnings, friðar, umburðarlyndis, jafnréttis karla og kvenna og vináttu milli allra þjóða, þjóðhátta-, þjóðernis- og trúarhópa,…“. Í Menntastefnu borgarinnar er einmitt lögð sérstök áhersla á jafnréttisfræðslu sem Jafnréttisskólinn hefur umsjón með. Í Reykjavíkurborg höfum við sett okkur fjölmargar stefnur á þessu kjörtímabili þar hef ég lagt sérstaka áherslu á og horft til samlegðarárhrifa þessara mannréttindasamninga. Við erum einmitt um þessar mundir að vinna að jafnlaunastefnu borgarinnar þar sem gert er ráð fyrir að tekið verði tillit fleiri breyta en áður. Þá höfum við einnig lagt upp með í Lýðræðisstefnunni að íbúalýðræði sé aukið þar er meðal annars lögð áhersla á að hlusta eftir þeim verkefnum sem borgarbúar vilja setja á oddinn eða hafa áhrif á. Má þar helst nefna samráð í opinni samráðsgátt um stefnudrög og verkefnið „Hverfið mitt“ þar sem ýmis verkefni hafa verið sett á dagskrá þar sem börn frá 16 ára aldri og aðrir borgarbúar hafa haft þar áhrif á. Með þessu móti er verið að uppfylla ýmis þætti í ofangreindum mannréttindasamningum er varða jafnrétti, jöfnuð og aðgengi svo eitthvað sé nefnt. Velferðarstefna, velferðartækni þar sem engin tvö eru eins Velferðarstefna Reykjavíkurborgar hefur nýlega litið dagsins ljós og í henni er lögð sérstök áhersla á betri nærþjónustu og ríkari hlustun á þá einstaklinga sem Velferðarsvið þjónar, þar sem er gert ráð fyrir því að engin tvö eru eins. Með þessu móti er reynt að koma betur til móts við óskir einstaklingisins um þjónustutegund og þjónustutíma. Nú er verið þróa fleiri tæknilausnir og auka notkun velferðartækni í þjónustu við eldri borgara sem hefur gefist vel. Velferðartæknin gerir þeim kleift að stýra þjónustunni og þjónustutímanum betur og ýtir undir að sum hver geti búið lengur heima. Í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er einnig hvatt til að efld sé þróun á nýrri tækni svo sem upplýsinga- og samskiptatækni sem og hjálpartækjum sem henta fötluðu fólki en sú tækni gæti einnig hentað eldri borgurum. Fjölmargt eldra fólk hefur einhvers konar fötlun þegar komið er á efri ári s.s. hreyfihömlun, heyrna- eða sjónskerðingu. Þegar við horfum til dæmis til fatlaðs fólks, eldra fólks og barna þá má finna fjölmargar lausnir í þjónustu og umhverfi sem nýtist öllum. Nýr vefur Reykjavíkurborgar hefur litið dagsins ljós þar var horft til hugmyndafræði algildrar hönnunar sem þýðir meðal annars að textinn á vefsíðunni var einfaldaður. Hann hentar því betur börnum, fólki með annað móðurmál en íslensku, fólki með þroskahömlun sem og mörgum öðrum. Þar er einnig meira notast við táknmyndir en áður sem auðveldar notendum að rata um vefinn. Stórt salerni hentar öllum Mér finnst mikilvægt að við horfum til hugmyndafræði algildrar hönnunar í öllu tilliti og hef náð í vinnu minni við ýmsar stefnur borgarinnar og eða í umsögnum mínum um þær að koma inn þeirri hugmyndafræði í stað orðalagsins „aðgengi fyrir alla“. Aðgengi fyrir alla, segir ekki alla söguna og að baki þeirra orða stendur ekki hvernig eigi að gera hlutina eftir ákveðinni aðferðafræði líkt og þekkist í algildri hönnun. Í því samhengi má til dæmis nefna að salerni sem ætluð eru hreyfihömluðu fólki henta flestum á meðan ekki öll geta nýtt sér litla salernisbása. Þá eru salerni ætluð hreyfihömluðum yfirleitt ókyngreind. Flest komumst við upp rampa en færri komast upp tröppur. Flestum okkar hentar vel að ganga inn um stórar dyr frekar en þröngar, til dæmis þegar við erum að bera inn vörur eða göngum með barnavagn. Ef við lengjum aðeins í göngugötuljósinu „græna karlinum“ þá erum við öll öruggari og komumst frekar klakklaust yfir gangbrautina, hvort svo við notum hjólastól, reiðum reiðhjólið okkar eða erum barn sem tekur minni skref og gengur hægar. Það er mikilvægt að setja upp mannréttindagleraugun þegar teknar eru ákvarðanir um allt skipulag, umhverfi, þjónustu og innviði borgarinnar þannig hún verði umfaðmandi og aðgengileg fyrir okkur öll! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, forman Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og mannréttindanörd https://ellencalmon.is/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Reykjavík Borgarstjórn Hinsegin Skoðun: Kosningar 2022 Félagsmál Mannréttindi Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Mér er umhugað um að Reykjavíkurborg sé umfaðmandi og manneskjuleg, þar sem allir borgarbúar fá tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum óháð öllum breytum. Litið er til alþjóðlegra mannréttindasamninga Jafnrétti, inngilding og hugmyndafræði algildrar hönnunar eiga að vera höfð að leiðarljósi í allri uppbyggingu á þjónustu og skipulagi borgarinnar. Mér hefur verið tíðrætt um að nýtt séu þau samlegðaráhrif sem liggja í ýmsum mannréttindasamningum sem Ísland á aðild að. Má þar nefna Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Alþjóðasamnings um félagsleg, efnahagsleg og menningarleg réttindi. Ég vil meina að ef við hugsum vítt og stórt en um leið einfalt og skilvirkt strax í upphafi við skipulag á umhverfi eða þjónustu, þá erum við að framkvæma hagkvæmt og erum með sem bestu móti að mæta ólíkum þörfum fólks. Þannig erum við að tryggja að bæði þjónusta, aðgengi að þjónustu, umhverfi og innviðum borgarinnar séu sem aðgengilegust sem flestum borgarbúum. Það leiðir af sér virkari borgarbúa, hamingjusamara og meira drífandi samfélag. Jafnrétti, efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi Í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að aðildarríkin eigi að bera viðringu fyrir fjölbreytileika og viðurkenna fatlað fólk sem hluta af mannlegum marbreytileika og mannkyni. Þessi klausa á einnig við um fjölmargt annað fólk, svo sem kynsegin og hinsegin. Þeim á að tryggja jöfn tækifæri og aðgengi og jafnrétti skal vera á meðal kynjanna. Í Alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi segir einnig að ríki sem eiga aðild að þeim samningi beri að ábyrgjast jöfn réttindi kynjanna þannig þau geti notið allra þeirra efnahagslegu félagslegu og menningarlegu réttinda sem lagt er upp með í samningnum. Það eiga öll að njóta sanngjarnra og jafnra launa fyrir jafnverðmæt störf án aðgreiningar. Í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eru lýðræðismál meðal annarra sett á oddinn og talað um að börn eigi rétt á að láta í ljósi eigin skoðanir í þeim málum sem þau varða og þau undirbúin „…til að lifa ábyrgu lífi í frjálsu þjóðfélagi, í anda skilnings, friðar, umburðarlyndis, jafnréttis karla og kvenna og vináttu milli allra þjóða, þjóðhátta-, þjóðernis- og trúarhópa,…“. Í Menntastefnu borgarinnar er einmitt lögð sérstök áhersla á jafnréttisfræðslu sem Jafnréttisskólinn hefur umsjón með. Í Reykjavíkurborg höfum við sett okkur fjölmargar stefnur á þessu kjörtímabili þar hef ég lagt sérstaka áherslu á og horft til samlegðarárhrifa þessara mannréttindasamninga. Við erum einmitt um þessar mundir að vinna að jafnlaunastefnu borgarinnar þar sem gert er ráð fyrir að tekið verði tillit fleiri breyta en áður. Þá höfum við einnig lagt upp með í Lýðræðisstefnunni að íbúalýðræði sé aukið þar er meðal annars lögð áhersla á að hlusta eftir þeim verkefnum sem borgarbúar vilja setja á oddinn eða hafa áhrif á. Má þar helst nefna samráð í opinni samráðsgátt um stefnudrög og verkefnið „Hverfið mitt“ þar sem ýmis verkefni hafa verið sett á dagskrá þar sem börn frá 16 ára aldri og aðrir borgarbúar hafa haft þar áhrif á. Með þessu móti er verið að uppfylla ýmis þætti í ofangreindum mannréttindasamningum er varða jafnrétti, jöfnuð og aðgengi svo eitthvað sé nefnt. Velferðarstefna, velferðartækni þar sem engin tvö eru eins Velferðarstefna Reykjavíkurborgar hefur nýlega litið dagsins ljós og í henni er lögð sérstök áhersla á betri nærþjónustu og ríkari hlustun á þá einstaklinga sem Velferðarsvið þjónar, þar sem er gert ráð fyrir því að engin tvö eru eins. Með þessu móti er reynt að koma betur til móts við óskir einstaklingisins um þjónustutegund og þjónustutíma. Nú er verið þróa fleiri tæknilausnir og auka notkun velferðartækni í þjónustu við eldri borgara sem hefur gefist vel. Velferðartæknin gerir þeim kleift að stýra þjónustunni og þjónustutímanum betur og ýtir undir að sum hver geti búið lengur heima. Í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er einnig hvatt til að efld sé þróun á nýrri tækni svo sem upplýsinga- og samskiptatækni sem og hjálpartækjum sem henta fötluðu fólki en sú tækni gæti einnig hentað eldri borgurum. Fjölmargt eldra fólk hefur einhvers konar fötlun þegar komið er á efri ári s.s. hreyfihömlun, heyrna- eða sjónskerðingu. Þegar við horfum til dæmis til fatlaðs fólks, eldra fólks og barna þá má finna fjölmargar lausnir í þjónustu og umhverfi sem nýtist öllum. Nýr vefur Reykjavíkurborgar hefur litið dagsins ljós þar var horft til hugmyndafræði algildrar hönnunar sem þýðir meðal annars að textinn á vefsíðunni var einfaldaður. Hann hentar því betur börnum, fólki með annað móðurmál en íslensku, fólki með þroskahömlun sem og mörgum öðrum. Þar er einnig meira notast við táknmyndir en áður sem auðveldar notendum að rata um vefinn. Stórt salerni hentar öllum Mér finnst mikilvægt að við horfum til hugmyndafræði algildrar hönnunar í öllu tilliti og hef náð í vinnu minni við ýmsar stefnur borgarinnar og eða í umsögnum mínum um þær að koma inn þeirri hugmyndafræði í stað orðalagsins „aðgengi fyrir alla“. Aðgengi fyrir alla, segir ekki alla söguna og að baki þeirra orða stendur ekki hvernig eigi að gera hlutina eftir ákveðinni aðferðafræði líkt og þekkist í algildri hönnun. Í því samhengi má til dæmis nefna að salerni sem ætluð eru hreyfihömluðu fólki henta flestum á meðan ekki öll geta nýtt sér litla salernisbása. Þá eru salerni ætluð hreyfihömluðum yfirleitt ókyngreind. Flest komumst við upp rampa en færri komast upp tröppur. Flestum okkar hentar vel að ganga inn um stórar dyr frekar en þröngar, til dæmis þegar við erum að bera inn vörur eða göngum með barnavagn. Ef við lengjum aðeins í göngugötuljósinu „græna karlinum“ þá erum við öll öruggari og komumst frekar klakklaust yfir gangbrautina, hvort svo við notum hjólastól, reiðum reiðhjólið okkar eða erum barn sem tekur minni skref og gengur hægar. Það er mikilvægt að setja upp mannréttindagleraugun þegar teknar eru ákvarðanir um allt skipulag, umhverfi, þjónustu og innviði borgarinnar þannig hún verði umfaðmandi og aðgengileg fyrir okkur öll! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, forman Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og mannréttindanörd https://ellencalmon.is/
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar