Frekari innrás og auknar refsiaðgerðir í kortunum Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2022 10:46 Gífurleg spenna er í Úkraínu þessa dagana. AP/Markus Schreiber Yfirvöld í Úkraínu byrjuðu í morgun að kveðja 18 ára til sextuga menn í varaliði hersins til starfa eftir að Vólódómír Selenskí, forseti, fyrirskipaði slíkt í gær. Rússar hafa flutt herlið inn í austurhluta Úkraínu, á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna en Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi á mánudaginn sjálfstæði þessara svæða og rúmlega það. Þeir sem verða kallaðir í varalið hers Úkraínu munu þurfa að vera í hernum að hámarki í eitt ár, samkvæmt frétt Reuters. Auk þess að kveðja menn í varaliðið hafa yfirvöld í Úkraínu kvatt alla borgara til að fara frá Rússlandi. Fregnir hafa borist af því að Úkraínumenn ætli sér að lýsa yfir þrjátíu daga neyðarástandi, sem hægt verði að framlengja í sextíu daga. Pútín fékk í gær formlega heimild frá þingi Rússlands til að beita her ríkisins utan landamæra þess. Þá sagði hann að hin nýju ríki aðskilnaðarsinna í Luhansk og Donetsk ættu að afmarkast að formlegum landamærum héraðanna. Aðskilnaðarsinnar og Rússar hafa hins vegar ekki yfirráð á meirihlutum þessara héraða og til að hafa þau landamæri sem Pútín vill, þarf að reka úkraínska herinn á brott. Á annað hundrað þúsund rússneskir hermenn eru á svæðinu og annars staðar við landamæri Úkraínu og samkvæmt heimild þingsins er Pútín formlega kleift að beita þeim eins og hann vill. Vesturveldin svokölluðu og bandamenn Úkraínu beittu Rússa í gær refsiaðgerðum vegna aðgerða þeirra í Úkraínu, sem ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar hafa skilgreint sem innrás. „Tölum hreint út, Rússar tilkynntu að þeir væru að skera sér stóra sneið af Úkraínu,“ sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í gærkvöldi þegar hann opinberaði refsiaðgerðir sínar. Sjá einnig: Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Pútín hefur á síðustu dögum gert ljóst að hann telji Úkraínu ekki réttmætt ríki og í langri ræðu sem hann flutti á mánudaginn, þegar hann opinberaði að hann hefði viðurkennt sjálfstæði Luhansk og Donetsk og skrifað undir varnarsáttmála við leiðtoga héraðanna, sagði forsetinn að það hefðu verið mikil mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Ræðuna má lesa á ensku hér á vef Kreml. Samkvæmt varnarsáttmálanum sem Pútín gerði við leiðtoga aðskilnaðarsinnanna getur Rússland komið Luhansk og Donetsk til hernaðarlegrar aðstoðar og byggt herstöðvar þar. Í gær lýsti Pútín því svo yfir að hann vildi að yfirvöld í Úkraínu legðu allar áætlanir um að ganga til liðs við Atlantshafsbandalagið til hliðar, lýstu yfir hlutleysi og leystu upp her landsins. Forsetinn rússneski sagði einnig að Úkraínumenn þyrftu að viðurkenna innlimun Rússlands á Krímskaga árið 2014. Pútín sagðist tilbúinn til frekari viðræðna, svo lengi sem hagsmunir Rússlands yrðu tryggðir. Refsiaðgerðir gætu verið hertar Biden varaði við því í gær að ef Pútín reyndi að stækka yfirráðasvæði sín í Úkraínu yrði Rússland beitt strangari refsiaðgerðum. Meðal annars var aðgengi Rússa að vestrænu fjármagni takmarkað í gær og refsiaðgerðir beittar gegn bönkum, þingmönnum og auðjöfrum í Rússlandi. Í vopnabúri Bidens eru þó frekari aðgerðir sem gætu meinað Rússum aðgang að hátæknibúnaði sem er meðal annars mikilvægur í iðnaði og vopnaframleiðslu og umfangsmikil bönn sem gætu grafið verulega undan möguleikum Rússa til að eiga í viðskiptum við umheiminn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sérfræðingar sem Reuters hefur rætt við segja ræðu Pútíns á mánudaginn og ummæli hans um Úkraínu til marks um að hann vilji ekki láta staðar numið við Luhansk og Donetsk. Hann vilji mögulega taka allt landið eða í það minnsta skipta Úkraínu í tvennt. Átök í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Evrópusambandið Tengdar fréttir Biden kynnir viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti segir innrás Rússlands inn í Úkraínu hafa hafist í gær þegar Vladímír Pútín viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og fyrirskipaði að hermenn yrðu fluttir þangað til þess að sinna „friðargæslu.“ 22. febrúar 2022 20:43 Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02 „Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin“ Evrópusambandið hefur ákveðið að beita Rússa refsiaðgerðum vegna hernaðaraðgerða landsins í austurhluta Úkraínu. Sjálfstæðissinnar í austurhlutanum eru byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína að sögn konu frá landinu sem býr hér. 22. febrúar 2022 14:01 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Þeir sem verða kallaðir í varalið hers Úkraínu munu þurfa að vera í hernum að hámarki í eitt ár, samkvæmt frétt Reuters. Auk þess að kveðja menn í varaliðið hafa yfirvöld í Úkraínu kvatt alla borgara til að fara frá Rússlandi. Fregnir hafa borist af því að Úkraínumenn ætli sér að lýsa yfir þrjátíu daga neyðarástandi, sem hægt verði að framlengja í sextíu daga. Pútín fékk í gær formlega heimild frá þingi Rússlands til að beita her ríkisins utan landamæra þess. Þá sagði hann að hin nýju ríki aðskilnaðarsinna í Luhansk og Donetsk ættu að afmarkast að formlegum landamærum héraðanna. Aðskilnaðarsinnar og Rússar hafa hins vegar ekki yfirráð á meirihlutum þessara héraða og til að hafa þau landamæri sem Pútín vill, þarf að reka úkraínska herinn á brott. Á annað hundrað þúsund rússneskir hermenn eru á svæðinu og annars staðar við landamæri Úkraínu og samkvæmt heimild þingsins er Pútín formlega kleift að beita þeim eins og hann vill. Vesturveldin svokölluðu og bandamenn Úkraínu beittu Rússa í gær refsiaðgerðum vegna aðgerða þeirra í Úkraínu, sem ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar hafa skilgreint sem innrás. „Tölum hreint út, Rússar tilkynntu að þeir væru að skera sér stóra sneið af Úkraínu,“ sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í gærkvöldi þegar hann opinberaði refsiaðgerðir sínar. Sjá einnig: Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Pútín hefur á síðustu dögum gert ljóst að hann telji Úkraínu ekki réttmætt ríki og í langri ræðu sem hann flutti á mánudaginn, þegar hann opinberaði að hann hefði viðurkennt sjálfstæði Luhansk og Donetsk og skrifað undir varnarsáttmála við leiðtoga héraðanna, sagði forsetinn að það hefðu verið mikil mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Ræðuna má lesa á ensku hér á vef Kreml. Samkvæmt varnarsáttmálanum sem Pútín gerði við leiðtoga aðskilnaðarsinnanna getur Rússland komið Luhansk og Donetsk til hernaðarlegrar aðstoðar og byggt herstöðvar þar. Í gær lýsti Pútín því svo yfir að hann vildi að yfirvöld í Úkraínu legðu allar áætlanir um að ganga til liðs við Atlantshafsbandalagið til hliðar, lýstu yfir hlutleysi og leystu upp her landsins. Forsetinn rússneski sagði einnig að Úkraínumenn þyrftu að viðurkenna innlimun Rússlands á Krímskaga árið 2014. Pútín sagðist tilbúinn til frekari viðræðna, svo lengi sem hagsmunir Rússlands yrðu tryggðir. Refsiaðgerðir gætu verið hertar Biden varaði við því í gær að ef Pútín reyndi að stækka yfirráðasvæði sín í Úkraínu yrði Rússland beitt strangari refsiaðgerðum. Meðal annars var aðgengi Rússa að vestrænu fjármagni takmarkað í gær og refsiaðgerðir beittar gegn bönkum, þingmönnum og auðjöfrum í Rússlandi. Í vopnabúri Bidens eru þó frekari aðgerðir sem gætu meinað Rússum aðgang að hátæknibúnaði sem er meðal annars mikilvægur í iðnaði og vopnaframleiðslu og umfangsmikil bönn sem gætu grafið verulega undan möguleikum Rússa til að eiga í viðskiptum við umheiminn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sérfræðingar sem Reuters hefur rætt við segja ræðu Pútíns á mánudaginn og ummæli hans um Úkraínu til marks um að hann vilji ekki láta staðar numið við Luhansk og Donetsk. Hann vilji mögulega taka allt landið eða í það minnsta skipta Úkraínu í tvennt.
Átök í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Evrópusambandið Tengdar fréttir Biden kynnir viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti segir innrás Rússlands inn í Úkraínu hafa hafist í gær þegar Vladímír Pútín viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og fyrirskipaði að hermenn yrðu fluttir þangað til þess að sinna „friðargæslu.“ 22. febrúar 2022 20:43 Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02 „Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin“ Evrópusambandið hefur ákveðið að beita Rússa refsiaðgerðum vegna hernaðaraðgerða landsins í austurhluta Úkraínu. Sjálfstæðissinnar í austurhlutanum eru byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína að sögn konu frá landinu sem býr hér. 22. febrúar 2022 14:01 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Biden kynnir viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti segir innrás Rússlands inn í Úkraínu hafa hafist í gær þegar Vladímír Pútín viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og fyrirskipaði að hermenn yrðu fluttir þangað til þess að sinna „friðargæslu.“ 22. febrúar 2022 20:43
Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02
„Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin“ Evrópusambandið hefur ákveðið að beita Rússa refsiaðgerðum vegna hernaðaraðgerða landsins í austurhluta Úkraínu. Sjálfstæðissinnar í austurhlutanum eru byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína að sögn konu frá landinu sem býr hér. 22. febrúar 2022 14:01