Uppbygging nýrra hverfa - Urriðaholt Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 23:01 Uppbyggingu fylgja fjárfestingar og vöxtur kallar á uppbyggingu innviða. Félagslegir innviðir eru jafnmikilvægir og götur og brýr – og við getum gert betur. Gæðin sem felast í því að geta sótt leik- og grunnskóla sem næst heimili barnsins eru mikil, það einfaldar líf okkar, er umhverfisvænna og tengir saman börn og fjölskyldur sem búa í sama hverfi. Ákjósanlegt er að systkini geti verið í sama skóla ef það hentar fjölskyldunni. Leikskóli í nálægð við lítil börn er lykilatriði í sterku samfélagi. Við þurfum að huga betur að uppbyggingu skóla samhliða uppbyggingu nýrra hverfa. Leik- og grunnskólar eru líka skipulagsmál. Félagslegir innviðir – gerum betur Í Garðabæ höfum við þegar hafið undirbúning að öðrum áfanga Urriðaholtsskóla og útboð fyrir þriðja áfanga er í undirbúningi. Áætluð verklok eru haustið 2023. Á næsta ári verður nýr leikskóli við Holtsveg tekinn í notkun. Haldin var samkeppni um hönnun leikskólans og teikningar liggja nú fyrir. Útboð á byggingu skólans verður svo á næstu vikum. Starfsemi er hafin á Mánahvoli við Vífilsstaði og í undirbúningi er að bjóða leikskólapláss við Kauptún en starfsemi getur hafist þar í haust. Á Urriðaholti mun rísa íþróttahús og sundlaug. Endanleg hönnun liggur ekki fyrir en hefja þarf undirbúning sem fyrst. Gott samtal og samráð við íbúa Urriðaholts er mikilvægt. Þar geta verið spennandi tækifæri til að auka þjónustu við íbúa með aðgengi að heitum pottum og gufu. Flýtum framkvæmdum og uppbyggingu Leik- og grunnskólar ásamt íþrótta- og sundaðstöðu eru mikilvægir hlekkir í öflugum félagslegum innviðum og þeir skipta máli þegar bjóða á góða þjónustu. Mikil fylgni er á milli góðrar þjónustu og ánægju íbúa. Flýta þarf framkvæmdum og uppbyggingu þannig að við getum boðið fyrsta flokks þjónustu í Urriðaholti. Við þurfum einnig að bæta þjónustu fyrir eldri bæjarbúa í Urriðaholti. Huga þarf að uppbyggingu og félagsstarfi því nauðsynlegt er að íbúar á öllum aldri hafi aðgengi að góðri þjónustu í nærumhverfi sínu. Tengjum Garðabæ og aukum öryggi Gott skipulag hefur ekki aðeins áhrif á það að við komumst örugglega á milli staða heldur hefur það líka áhrif á líðan okkar. Góð tenging á milli hverfa er jafn mikilvæg og tenging við ósnortna náttúru. Bætum tengingar milli bæjarhluta, í miðbæinn og við skóla- og íþróttasvæði. Tengjum Urriðaholtið betur við Vífilsstaðahraun, Heiðmörk og Urriðavöll með göngu- og hjólastígum. Með betra stígakerfi og bættum samgöngum aukum við öryggi íbúa, jafnt barna sem fullorðinna. Urriðaholtið er lifandi og skemmtilegt hverfi, meirihluti íbúanna er undir fertugu og hlutfall barna er hátt. Þetta er fagnaðarefni. Unnið er að uppbyggingu á opnum leiksvæðum og er leiksvæðið Miðgarður einstaklega spennandi. Veitinga- og kaffihús rísa ásamt fjölbreyttri verslun og þjónustu. Þetta er mikilvægt enda viljum við öfluga hverfiskjarna sem nýtast íbúum og auka lífsgæði. Góð þjónusta, hvort sem hún er á vegum sveitarfélagsins eða annarra, gerir líf okkar betra. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Uppbyggingu fylgja fjárfestingar og vöxtur kallar á uppbyggingu innviða. Félagslegir innviðir eru jafnmikilvægir og götur og brýr – og við getum gert betur. Gæðin sem felast í því að geta sótt leik- og grunnskóla sem næst heimili barnsins eru mikil, það einfaldar líf okkar, er umhverfisvænna og tengir saman börn og fjölskyldur sem búa í sama hverfi. Ákjósanlegt er að systkini geti verið í sama skóla ef það hentar fjölskyldunni. Leikskóli í nálægð við lítil börn er lykilatriði í sterku samfélagi. Við þurfum að huga betur að uppbyggingu skóla samhliða uppbyggingu nýrra hverfa. Leik- og grunnskólar eru líka skipulagsmál. Félagslegir innviðir – gerum betur Í Garðabæ höfum við þegar hafið undirbúning að öðrum áfanga Urriðaholtsskóla og útboð fyrir þriðja áfanga er í undirbúningi. Áætluð verklok eru haustið 2023. Á næsta ári verður nýr leikskóli við Holtsveg tekinn í notkun. Haldin var samkeppni um hönnun leikskólans og teikningar liggja nú fyrir. Útboð á byggingu skólans verður svo á næstu vikum. Starfsemi er hafin á Mánahvoli við Vífilsstaði og í undirbúningi er að bjóða leikskólapláss við Kauptún en starfsemi getur hafist þar í haust. Á Urriðaholti mun rísa íþróttahús og sundlaug. Endanleg hönnun liggur ekki fyrir en hefja þarf undirbúning sem fyrst. Gott samtal og samráð við íbúa Urriðaholts er mikilvægt. Þar geta verið spennandi tækifæri til að auka þjónustu við íbúa með aðgengi að heitum pottum og gufu. Flýtum framkvæmdum og uppbyggingu Leik- og grunnskólar ásamt íþrótta- og sundaðstöðu eru mikilvægir hlekkir í öflugum félagslegum innviðum og þeir skipta máli þegar bjóða á góða þjónustu. Mikil fylgni er á milli góðrar þjónustu og ánægju íbúa. Flýta þarf framkvæmdum og uppbyggingu þannig að við getum boðið fyrsta flokks þjónustu í Urriðaholti. Við þurfum einnig að bæta þjónustu fyrir eldri bæjarbúa í Urriðaholti. Huga þarf að uppbyggingu og félagsstarfi því nauðsynlegt er að íbúar á öllum aldri hafi aðgengi að góðri þjónustu í nærumhverfi sínu. Tengjum Garðabæ og aukum öryggi Gott skipulag hefur ekki aðeins áhrif á það að við komumst örugglega á milli staða heldur hefur það líka áhrif á líðan okkar. Góð tenging á milli hverfa er jafn mikilvæg og tenging við ósnortna náttúru. Bætum tengingar milli bæjarhluta, í miðbæinn og við skóla- og íþróttasvæði. Tengjum Urriðaholtið betur við Vífilsstaðahraun, Heiðmörk og Urriðavöll með göngu- og hjólastígum. Með betra stígakerfi og bættum samgöngum aukum við öryggi íbúa, jafnt barna sem fullorðinna. Urriðaholtið er lifandi og skemmtilegt hverfi, meirihluti íbúanna er undir fertugu og hlutfall barna er hátt. Þetta er fagnaðarefni. Unnið er að uppbyggingu á opnum leiksvæðum og er leiksvæðið Miðgarður einstaklega spennandi. Veitinga- og kaffihús rísa ásamt fjölbreyttri verslun og þjónustu. Þetta er mikilvægt enda viljum við öfluga hverfiskjarna sem nýtast íbúum og auka lífsgæði. Góð þjónusta, hvort sem hún er á vegum sveitarfélagsins eða annarra, gerir líf okkar betra. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun