Talið víst að úrslitaleikurinn verði færður frá Rússlandi Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2022 17:30 Chelsea fagnaði Evrópumeistaratitli sínum á Drekavöllum í Portúgal í fyrra eftir úrslitaleik gegn Manchester City. Getty/Alexander Hassenstein Nær öruggt er að úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla verði færður frá Rússlandi eftir innrás Rússa í Úkraínu. Rússar hafa sent herlið í formi friðargæsluliða inn fyrir landamærin að Úkraínu, í héruðin Lúgansk og Donetsk, og óvissa ríkir um framhaldið. Ráðamenn víða um heim hafa fordæmt aðgerðir Rússa og breska ríkisútvarpið, BBC, segir að í ljósi stöðunnar megi nánast slá því föstu að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar, sem fram fer laugardaginn 28. maí, verði ekki í St Pétursborg eins og til stóð. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands sagði til að mynda að það væru „engar líkur á að fótboltamót yrði haldið í Rússlandi sem réðist inn í önnur lönd.“ Menningarmálaráðherra Breta, Nadine Dorries, sagði að málið yrði rætt við UEFA ef þess þyrfti. „Við leyfum ekki Pútín forseta að nýta alþjóðlega viðburði til að réttlæta ólöglega innrás inn í Úkraínu,“ sagði Dorries. Samkvæmt frétt BBC eru forráðamenn UEFA þó enn að meta stöðuna en langlíklegast þykir að úrslitaleikurinn verði færður, þriðja árið í röð. Síðustu tvö ár hefur hann verið spilaður í Portúgal vegna þeirra vandræða sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Landsleikir fyrirhugaðir í Moskvu í mars UEFA á í viðræðum við Dynamo Kiev og Sporting Lissabon um seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Ungmennadeildar UEFA en hann átti að fara fram í Kiev, höfuðborg Úkraínu, 2. mars. Fleiri leikir eru til skoðunar hjá UEFA. Til að mynda á rússneska karlalandsliðið fyrir höndum HM-umspilsleik við Pólland í Moskvu 24. mars, og mögulega úrslitaleik við Svíþjóð eða Tékkland 29. mars, einnig í Moskvu. Úkraína er einnig í HM-umspilinu en spilar á útivelli, fyrst gegn Skotlandi og svo mögulega Wales eða Austurríki. Þá er rússneska liðið Zenit St. Pétursborg á leið í leik gegn Real Betis á Spáni í Evrópudeildinni á fimmtudaginn, en Zenit þarf að vinna upp 3-2 tap á heimavelli til að komast áfram. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Átök í Úkraínu Rússland Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Rússar hafa sent herlið í formi friðargæsluliða inn fyrir landamærin að Úkraínu, í héruðin Lúgansk og Donetsk, og óvissa ríkir um framhaldið. Ráðamenn víða um heim hafa fordæmt aðgerðir Rússa og breska ríkisútvarpið, BBC, segir að í ljósi stöðunnar megi nánast slá því föstu að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar, sem fram fer laugardaginn 28. maí, verði ekki í St Pétursborg eins og til stóð. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands sagði til að mynda að það væru „engar líkur á að fótboltamót yrði haldið í Rússlandi sem réðist inn í önnur lönd.“ Menningarmálaráðherra Breta, Nadine Dorries, sagði að málið yrði rætt við UEFA ef þess þyrfti. „Við leyfum ekki Pútín forseta að nýta alþjóðlega viðburði til að réttlæta ólöglega innrás inn í Úkraínu,“ sagði Dorries. Samkvæmt frétt BBC eru forráðamenn UEFA þó enn að meta stöðuna en langlíklegast þykir að úrslitaleikurinn verði færður, þriðja árið í röð. Síðustu tvö ár hefur hann verið spilaður í Portúgal vegna þeirra vandræða sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Landsleikir fyrirhugaðir í Moskvu í mars UEFA á í viðræðum við Dynamo Kiev og Sporting Lissabon um seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Ungmennadeildar UEFA en hann átti að fara fram í Kiev, höfuðborg Úkraínu, 2. mars. Fleiri leikir eru til skoðunar hjá UEFA. Til að mynda á rússneska karlalandsliðið fyrir höndum HM-umspilsleik við Pólland í Moskvu 24. mars, og mögulega úrslitaleik við Svíþjóð eða Tékkland 29. mars, einnig í Moskvu. Úkraína er einnig í HM-umspilinu en spilar á útivelli, fyrst gegn Skotlandi og svo mögulega Wales eða Austurríki. Þá er rússneska liðið Zenit St. Pétursborg á leið í leik gegn Real Betis á Spáni í Evrópudeildinni á fimmtudaginn, en Zenit þarf að vinna upp 3-2 tap á heimavelli til að komast áfram.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Átök í Úkraínu Rússland Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira