Geirfinnsmál og rithöfundar í lögreglubúningum Jón Ármann Steinsson skrifar 22. febrúar 2022 11:30 Nú er búið að vinda aðeins ofan af GG málunum. Í dag, nær hálfri öld síðar, má fullyrða að réttarglæpur hafi verið framinn og sé brugðið ljósi þá atburðarás má segja að hér sé um að ræða skipulagða glæpastarfsemi. Enginn opinber áhugi er á að fjárfesta í rannsókn til að upplýsa málið, þ.m.t. að rannsaka rannsakendur, eða ræða við vitni og málsaðila sem enn eru hérna megin moldar. GG málin eru og verða því áfram krabbamein á þjóðarsálinni. Sama sagnaminni í tveimur morðsögum Ef einhver er þeirrar skoðunar að GG málin séu ekki hreinræktaður skáldskapur þá legg ég til að viðkomandi skoði “morðsögurnar” tvær út frá bókmenntalegu sjónarhorni. Þá sést að þær eru nánast samhljóma. Til eru rithöfundar sem lifa á að skrifa sömu söguna aftur og aftur með breyttum persónum en nýta sömu sagnaminni sem upphaf, miðju og endi. Á ensku kallast svona rithefting að vera “one trick pony” og endurnýting á sagnaminninu er góð vísa sem verður aldrei of oft kveðin. Höfundurinn er bara ekki nógu hugmyndaríkur til að finna annan þráð. Hvað er þá sagnaminni? Bókin Hugtök og heiti í bókmenntafræði skilgreinir það sem “minnsta eining sem borið getur uppi frásögn eða söguþráður er samsettur úr.” Dæmi er t.d. að sonur karls í koti brýst út úr fátækt, eignast prinsessuna og hálft konungsríkið. Þetta einfalda sagnaminni er sameiginlegur endurvinnslugámur Hollywood í dag. Einhæfir metsöluhöfundar Sagnaminni GG málsins eru tvær samhljóma sögur því höfundarnir eru ekki færir um að gera þær nógu ólíkar til að þær standi einar. Í báðum hitta einstaklingarnir (G & G) unga smákrimma í fyrsta skipti, vímuefni koma við sögu, bæði G & G kalla smákrimmana dópista, og þeir móðgast og hittingurinn endar með morði. Þúsundir af blaðsíðum, ákærum og dómum tíunda þessar sögur athugasemdalaust. Ekki má gleyma eftirleik "morðanna": Líkin eru flutt frá gjörningsstað og þau geymd, grafin niður og upp, og aftur niður, og finnast aldrei. Þá eru smákrimmarnir teknir höndum fyrir þjófnað, smygl og dóp. Í framhaldi fá “rithöfundarnir” uppljómun um þessi tvö mannshvörf tengist unglingunum. Unglingarnir neita sök en játa samt heilan fjölskyldupakka af öðrum lögbrotum. En þegar kemur að “morðunum” tveimur þá eru þessir sömu unglingar svo vel skipulagðir og forsjálir að þeir hafa samnefnst um að villa fyrir lögreglunni löngu áður en þau eru handtekin - en ekki um eigin dópsölu, smygl og þjófnaði, heldur eingöngu um þessi tvö “morð”. Rithöfundarnir selja síðan réttarkerfinu þessa samhljóma skáldsögu, tvisvar! Tvö morð, nánast eins. Geri aðrir betur. Amatörar í spunastuði Rithöfundurinn kemur alltaf fram grímulaus í orðum og gerðum sögupersóna sinna. Í GG málum er skoðun skýrsluhöfundanna á dópistum almennt kjölfestan. Höfundarnir sátu sveittir við ritvélina dag og nótt í þvílíku spunastuði að sagan breyttist við hverja niðursetu, fram og til baka. Þeir voru eins og rithópur amatöra að semja söguþráð í hugarástandi sem kallast “breinstorming” á góðri íslensku. Þemað hjá þeim er fyrirlitning á þeim sem sátu hinum megin við borðið í yfirheyrsluherberginu; aumingjar, dópistar og utangarðsfólk, rétt svo komið af unglingsaldri. Þeirra fordómar, ekki mínir. Það er skrítið að lögreglan hafi ekki tekið GG málin upp að nýju en kannski sýnir það best að samtrygging kerfisins á litla Íslandi er "fjórða valdið" sem leyfir ekki slíkt. Þetta svokallaða fjórða vald (sem ég hnýti hér saman úr lögreglu, saksóknurum, dómurum í undirrétti og hæstarétti, fréttamiðlum og pólitíkusum) sem tóku skáldskap lögreglunnar sem heilagan sannleika. Þeir virðast gera það enn, því ekki hafa þessi mál verið rannsökuð af neinni alvöru síðan. Kjarkur til sjálfskoðunnar er enginn. Núll! Hvað gerist næst? Þá er komið að bókmenntafræðingum að skoða atburðarás og tilurð GG málanna, lesa skýrslurnar, og tilnefna sögusmiðina til Nóbelsverðlauna fyrir þetta stórkostlega afrek. Kannski ætti lögreglan sjálf að standa að tilnefningunni? Þetta eru jú þeirra menn sem hafa afrekað stórkostlegt skáldverk; samtímasögu með atburðarás og persónuflóru sem tekur sjálfum Íslendingasögunum fram. Meira að segja Laxness á ekki roð í rithópinn, hóp ritvélapikkara sem hefur haft meiri áhrif á Íslandssöguna en nokkurn óraði fyrir - og það með tveggja putta fingrasetningu! Meðan þetta bókmenntaverk er látið óátalið af lögreglunni, gætum við átt von á að nýjir höfundar endurtaki sama leik á okkar tímum? Höfundur starfar við nýsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Nú er búið að vinda aðeins ofan af GG málunum. Í dag, nær hálfri öld síðar, má fullyrða að réttarglæpur hafi verið framinn og sé brugðið ljósi þá atburðarás má segja að hér sé um að ræða skipulagða glæpastarfsemi. Enginn opinber áhugi er á að fjárfesta í rannsókn til að upplýsa málið, þ.m.t. að rannsaka rannsakendur, eða ræða við vitni og málsaðila sem enn eru hérna megin moldar. GG málin eru og verða því áfram krabbamein á þjóðarsálinni. Sama sagnaminni í tveimur morðsögum Ef einhver er þeirrar skoðunar að GG málin séu ekki hreinræktaður skáldskapur þá legg ég til að viðkomandi skoði “morðsögurnar” tvær út frá bókmenntalegu sjónarhorni. Þá sést að þær eru nánast samhljóma. Til eru rithöfundar sem lifa á að skrifa sömu söguna aftur og aftur með breyttum persónum en nýta sömu sagnaminni sem upphaf, miðju og endi. Á ensku kallast svona rithefting að vera “one trick pony” og endurnýting á sagnaminninu er góð vísa sem verður aldrei of oft kveðin. Höfundurinn er bara ekki nógu hugmyndaríkur til að finna annan þráð. Hvað er þá sagnaminni? Bókin Hugtök og heiti í bókmenntafræði skilgreinir það sem “minnsta eining sem borið getur uppi frásögn eða söguþráður er samsettur úr.” Dæmi er t.d. að sonur karls í koti brýst út úr fátækt, eignast prinsessuna og hálft konungsríkið. Þetta einfalda sagnaminni er sameiginlegur endurvinnslugámur Hollywood í dag. Einhæfir metsöluhöfundar Sagnaminni GG málsins eru tvær samhljóma sögur því höfundarnir eru ekki færir um að gera þær nógu ólíkar til að þær standi einar. Í báðum hitta einstaklingarnir (G & G) unga smákrimma í fyrsta skipti, vímuefni koma við sögu, bæði G & G kalla smákrimmana dópista, og þeir móðgast og hittingurinn endar með morði. Þúsundir af blaðsíðum, ákærum og dómum tíunda þessar sögur athugasemdalaust. Ekki má gleyma eftirleik "morðanna": Líkin eru flutt frá gjörningsstað og þau geymd, grafin niður og upp, og aftur niður, og finnast aldrei. Þá eru smákrimmarnir teknir höndum fyrir þjófnað, smygl og dóp. Í framhaldi fá “rithöfundarnir” uppljómun um þessi tvö mannshvörf tengist unglingunum. Unglingarnir neita sök en játa samt heilan fjölskyldupakka af öðrum lögbrotum. En þegar kemur að “morðunum” tveimur þá eru þessir sömu unglingar svo vel skipulagðir og forsjálir að þeir hafa samnefnst um að villa fyrir lögreglunni löngu áður en þau eru handtekin - en ekki um eigin dópsölu, smygl og þjófnaði, heldur eingöngu um þessi tvö “morð”. Rithöfundarnir selja síðan réttarkerfinu þessa samhljóma skáldsögu, tvisvar! Tvö morð, nánast eins. Geri aðrir betur. Amatörar í spunastuði Rithöfundurinn kemur alltaf fram grímulaus í orðum og gerðum sögupersóna sinna. Í GG málum er skoðun skýrsluhöfundanna á dópistum almennt kjölfestan. Höfundarnir sátu sveittir við ritvélina dag og nótt í þvílíku spunastuði að sagan breyttist við hverja niðursetu, fram og til baka. Þeir voru eins og rithópur amatöra að semja söguþráð í hugarástandi sem kallast “breinstorming” á góðri íslensku. Þemað hjá þeim er fyrirlitning á þeim sem sátu hinum megin við borðið í yfirheyrsluherberginu; aumingjar, dópistar og utangarðsfólk, rétt svo komið af unglingsaldri. Þeirra fordómar, ekki mínir. Það er skrítið að lögreglan hafi ekki tekið GG málin upp að nýju en kannski sýnir það best að samtrygging kerfisins á litla Íslandi er "fjórða valdið" sem leyfir ekki slíkt. Þetta svokallaða fjórða vald (sem ég hnýti hér saman úr lögreglu, saksóknurum, dómurum í undirrétti og hæstarétti, fréttamiðlum og pólitíkusum) sem tóku skáldskap lögreglunnar sem heilagan sannleika. Þeir virðast gera það enn, því ekki hafa þessi mál verið rannsökuð af neinni alvöru síðan. Kjarkur til sjálfskoðunnar er enginn. Núll! Hvað gerist næst? Þá er komið að bókmenntafræðingum að skoða atburðarás og tilurð GG málanna, lesa skýrslurnar, og tilnefna sögusmiðina til Nóbelsverðlauna fyrir þetta stórkostlega afrek. Kannski ætti lögreglan sjálf að standa að tilnefningunni? Þetta eru jú þeirra menn sem hafa afrekað stórkostlegt skáldverk; samtímasögu með atburðarás og persónuflóru sem tekur sjálfum Íslendingasögunum fram. Meira að segja Laxness á ekki roð í rithópinn, hóp ritvélapikkara sem hefur haft meiri áhrif á Íslandssöguna en nokkurn óraði fyrir - og það með tveggja putta fingrasetningu! Meðan þetta bókmenntaverk er látið óátalið af lögreglunni, gætum við átt von á að nýjir höfundar endurtaki sama leik á okkar tímum? Höfundur starfar við nýsköpun.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun