Létta á reglum um einangrun og smitgát fyrir starfsmenn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. febrúar 2022 14:27 Tæplega fimm hundruð starfsmenn spítalans eru nú frá vinnu í einangrun. vísir/vilhelm Landspítalinn hefur nú tekið fyrsta skref í átt að því að reyna að leysa mönnunarvanda vegna fjölda smitaðra starfsmanna. Framvegis mega þríbólusettir og einkennalausir starfsmenn spítalans mæta til vinnu beint eftir fimm daga einangrun. Hingað til hefur starfsfólk spítalans sem smitast þurft að vera frá vinnu í sjö daga þrátt fyrir að það sé einkennalaust. Eftir fimm daga einangrun tekur nefnilega við tveggja daga smitgát þar sem ekki má umgangast viðkvæma hópa. Spítalinn hefur nú ákveðið að þeir starfsmenn sem séu einkennalitlir og hitalausir í allavega 24 klukkustundir megi mæta til vinnu beint eftir einangrunina og taka tveggja daga smitgátina út við störf sín. Þeir verða þó að bera fínefnagrímu og sýna aukna varúð í umgengni við sjúklinga. Þetta á aðeins við um þríbólusetta starfsmenn eða tvíbólusetta, sem eru einnig með staðfesta fyrri Covid-sýkingu. „Þetta var bara eðlilegt næsta skref. Þetta er það sem við höfum verið að horfa til. Núna var rétti tíminn til að gera þetta og sjáum við á næstu dögum hverju þetta skilar,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar spítalans í samtali við Vísi. Hildur Helgadóttir er verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala.vísir/sigurjón Enginn skikkaður í vinnu Spítalinn hefur átt í gríðarlegum erfiðleikum með að manna vaktir síðustu vikur vegna fjölda starfsmanna sem eru í einangrun. Þeir eru til dæmis 472 í dag. Það er um sjö prósent alls starfsfólks spítalans. Til tals hefur komið að kalla einkennalausa starfsmenn beinlínis úr einangrun til að manna vaktirnar en spítalinn hefur sagt að það verði algjört neyðarúrræði sem verði vonandi hægt að komast hjá. Hildur vonast til að breytingin muni bæta stöðuna eitthvað en segir algerlega ómögulegt að reyna að giska á hversu mikil áhrif hún muni hafa. „Við rennum algjörlega blint í sjóinn með þetta. En þó það væri ekki nema helmingurinn af þessum sem eru í einangrun sem myndi skila sér tveimur dögum fyrr í vinnu þá eru það samtals rúmlega fjögur hundruð vinnudagar,“ segir Hildur. Það létti augljóslega mjög mikið undir með spítalanum. Það verður algerlega upp á starfsfólkið sjálft komið að ákveða hvort það treysti sér til að mæta á vaktina beint eftir einangrun. „Það verður enginn kallaður í vinnu. Þetta verður að frumkvæði starfsmannanna sjálfra.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Hingað til hefur starfsfólk spítalans sem smitast þurft að vera frá vinnu í sjö daga þrátt fyrir að það sé einkennalaust. Eftir fimm daga einangrun tekur nefnilega við tveggja daga smitgát þar sem ekki má umgangast viðkvæma hópa. Spítalinn hefur nú ákveðið að þeir starfsmenn sem séu einkennalitlir og hitalausir í allavega 24 klukkustundir megi mæta til vinnu beint eftir einangrunina og taka tveggja daga smitgátina út við störf sín. Þeir verða þó að bera fínefnagrímu og sýna aukna varúð í umgengni við sjúklinga. Þetta á aðeins við um þríbólusetta starfsmenn eða tvíbólusetta, sem eru einnig með staðfesta fyrri Covid-sýkingu. „Þetta var bara eðlilegt næsta skref. Þetta er það sem við höfum verið að horfa til. Núna var rétti tíminn til að gera þetta og sjáum við á næstu dögum hverju þetta skilar,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar spítalans í samtali við Vísi. Hildur Helgadóttir er verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala.vísir/sigurjón Enginn skikkaður í vinnu Spítalinn hefur átt í gríðarlegum erfiðleikum með að manna vaktir síðustu vikur vegna fjölda starfsmanna sem eru í einangrun. Þeir eru til dæmis 472 í dag. Það er um sjö prósent alls starfsfólks spítalans. Til tals hefur komið að kalla einkennalausa starfsmenn beinlínis úr einangrun til að manna vaktirnar en spítalinn hefur sagt að það verði algjört neyðarúrræði sem verði vonandi hægt að komast hjá. Hildur vonast til að breytingin muni bæta stöðuna eitthvað en segir algerlega ómögulegt að reyna að giska á hversu mikil áhrif hún muni hafa. „Við rennum algjörlega blint í sjóinn með þetta. En þó það væri ekki nema helmingurinn af þessum sem eru í einangrun sem myndi skila sér tveimur dögum fyrr í vinnu þá eru það samtals rúmlega fjögur hundruð vinnudagar,“ segir Hildur. Það létti augljóslega mjög mikið undir með spítalanum. Það verður algerlega upp á starfsfólkið sjálft komið að ákveða hvort það treysti sér til að mæta á vaktina beint eftir einangrun. „Það verður enginn kallaður í vinnu. Þetta verður að frumkvæði starfsmannanna sjálfra.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira