Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, hefur opinberað byrjunarliðið sem sjá má hér neðst í fréttinni.
Hann gerir tíu breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Nýja Sjálandi á dögunum sem vannst 1-0.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er sú eina sem heldur sæti sínu í byrjunarliðinu.
Byrjunarlið Íslands gegn Tékklandi á SheBelieves Cup.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 20, 2022
Bein útsending á Viaplay kl. 23:20 að íslenskum tíma.
Our starting lineup against the Czech Republic in the SheBelieves Cup.#dottir pic.twitter.com/7oCdahbWa5
Leikur Íslands og Tékklands hefst klukkan 23:20 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.