Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem segir að maðurinn hafi verið að skutla þremur farþegum niður í bæ.
Afskipti höfð af Covid smituðum manni á bifreið í hverfi 101, segir þar. Var honum kynnt að hann ætti að vera í einangrun og að hann myndi verða kærður fyrir brot á sóttvarnarlögum. Má hann búast við sekt. Farþegarnir sem voru í bílnum héldu sína leið.
Þá var einn handtekinn í miðborginni þar sem hann hafði verið að ónáða vegfarendur og stofna til slagsmála. Hafði maðurinn meðal annars sest inn í bíl konu sem hann þekkti ekki og neitað að fara út úr bílnum. Það var ekki fyrr en lögregla mætti á svæðið að honum var skipað að yfirgefa bílinn. Var hann færður á lögreglustöð en sleppt skömmu síðar