Sannfærður um að Pútín hafi ákveðið að ráðast inn í Úkraínu Árni Sæberg skrifar 18. febrúar 2022 23:08 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/ANdrew Harnik Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín þegar hafa ákveðið að gera frekari innrás í Úkraínu, meðal annars inn í höfuðborgina Kænugarð. Staðan á landamærum Rússlands og Úkraínu fer síversnandi. Loftvarnaflautur hljómuðu í bæjum og borgum í Donetskhéraði í austurhluta Úkraínu í dag þegar leiðtogar rússneskumælandi uppreisnarmanna gáfu íbúum merki um að flýja héraðið og halda yfir landamærin til Rússlands. En þeir hafa einhliða lýst yfir sjálfstæði héraðsins. Þá varð bílalest friðarsinna fyrir loftárásum á átakasvæðinu, að því er segir í frétt AP fréttaveitunnar. Joe Biden flutti ávarp í Hvíta húsinu í kvöld þar sem hann sagði njósnagögn Bandaríkjanna benda til þess að Pútín hyggi á innrás. „Frá og með deginum í dag er ég sannfærður um að hann hafi þegar ákveðið sig. Við teljum okkur hafa ástæðu til að halda það,“ sagði forsetinn. Þá sagði Biden í gær að að ríkisstjórn sín hefði ástæðu til að telja að Rússar ætluðu sér að skapa átyllu til að gera aðra innrás í Úkraínu. Stór sprenging varð í eldsneytisleiðslu í borginni Luhan sem er á valdi rússneskra aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Orkufyritækið Luganskgaz hefur haldið því fram að skemmdarvargar hafi valdið sprengingunni. Sérfræðingar í varnarmálum telja mögulegt að um sviðsetta átylluárás hafi verið að ræða. UPDATE: "Luganskgaz" states that the cause of the explosions of the gas pipeline was sabotage. https://t.co/bnGFpLjvdV— Ukraine War Report (@UkrWarReport) February 18, 2022 Ekki of seint að hætta við Biden hvatti Pútín til að hugsa sig tvisvar um áður en hann hefur innrás og ítrekaði hótun um viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Hann sagði þó að Bandaríkjaher myndi ekki senda hermenn til Úkraínu. Vestrænir leiðtogar komu saman á öryggisráðstefnu í Munchen í dag. Þeir hafa varað við yfirvofandi innrás Rússa í Úkraínu undanfarna daga. Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands hvatti Putin til að kalla rúmlega hundrað þúsund manna herlið sitt til baka frá landamærunum að Úkraínu. „Úkraínumenn hafa ekki skapað þetta hættuástand heldur Rússar. Við hvetjum því Rússa til að draga herlið sitt nú þegar til baka,“ sagði Baerbock. Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hvatti Rússa til að velja samningaleiðina sem enn væri opin. Samstaða Vesturlanda innan NATO og Evrópusambandsins hafi komið Pútín Rússlandsforseta á óvart. Hlýða má á ávarp Bandaríkjaforseta í spilaranum hér að neðan en það hefst á 47. mínútu myndbandsins. Úkraína Bandaríkin Joe Biden Átök í Úkraínu Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Staðan á landamærum Rússlands og Úkraínu fer síversnandi. Loftvarnaflautur hljómuðu í bæjum og borgum í Donetskhéraði í austurhluta Úkraínu í dag þegar leiðtogar rússneskumælandi uppreisnarmanna gáfu íbúum merki um að flýja héraðið og halda yfir landamærin til Rússlands. En þeir hafa einhliða lýst yfir sjálfstæði héraðsins. Þá varð bílalest friðarsinna fyrir loftárásum á átakasvæðinu, að því er segir í frétt AP fréttaveitunnar. Joe Biden flutti ávarp í Hvíta húsinu í kvöld þar sem hann sagði njósnagögn Bandaríkjanna benda til þess að Pútín hyggi á innrás. „Frá og með deginum í dag er ég sannfærður um að hann hafi þegar ákveðið sig. Við teljum okkur hafa ástæðu til að halda það,“ sagði forsetinn. Þá sagði Biden í gær að að ríkisstjórn sín hefði ástæðu til að telja að Rússar ætluðu sér að skapa átyllu til að gera aðra innrás í Úkraínu. Stór sprenging varð í eldsneytisleiðslu í borginni Luhan sem er á valdi rússneskra aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Orkufyritækið Luganskgaz hefur haldið því fram að skemmdarvargar hafi valdið sprengingunni. Sérfræðingar í varnarmálum telja mögulegt að um sviðsetta átylluárás hafi verið að ræða. UPDATE: "Luganskgaz" states that the cause of the explosions of the gas pipeline was sabotage. https://t.co/bnGFpLjvdV— Ukraine War Report (@UkrWarReport) February 18, 2022 Ekki of seint að hætta við Biden hvatti Pútín til að hugsa sig tvisvar um áður en hann hefur innrás og ítrekaði hótun um viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Hann sagði þó að Bandaríkjaher myndi ekki senda hermenn til Úkraínu. Vestrænir leiðtogar komu saman á öryggisráðstefnu í Munchen í dag. Þeir hafa varað við yfirvofandi innrás Rússa í Úkraínu undanfarna daga. Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands hvatti Putin til að kalla rúmlega hundrað þúsund manna herlið sitt til baka frá landamærunum að Úkraínu. „Úkraínumenn hafa ekki skapað þetta hættuástand heldur Rússar. Við hvetjum því Rússa til að draga herlið sitt nú þegar til baka,“ sagði Baerbock. Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hvatti Rússa til að velja samningaleiðina sem enn væri opin. Samstaða Vesturlanda innan NATO og Evrópusambandsins hafi komið Pútín Rússlandsforseta á óvart. Hlýða má á ávarp Bandaríkjaforseta í spilaranum hér að neðan en það hefst á 47. mínútu myndbandsins.
Úkraína Bandaríkin Joe Biden Átök í Úkraínu Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira