Ekkert sé til í því að fyrirtæki maki krókinn með styrkjum Árni Sæberg skrifar 18. febrúar 2022 22:12 Halldór Benjamín, sem er framkvæmdastjóri SA, segir að ef ekki hefði verið brugðist við beiðni samtakanna hefði verið dagaspursmál hvenær starfsemi margra fyrirtækja myndi stöðvast. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekkert benda til þess að fullyrðing Alþýðusambandsins, um að mörg fyrirtæki hafi makað krókinn á ríkisstyrkjum, eigi við rök að styðjast. Hann fagnar því þó að ASÍ kalli eftir ábyrgð í ríkisfjármálum. Alþýðusambandið telur víst að mörg fyrirtæki hafi makað krókinn á ríkisstyrkjum og krefst þess að rannsókn fari fram á því hvert ríkisfjármunir fóru í faraldrinum. Eðlilegt sé að þau fyrirtæki sem hafi greitt sér út arð þrátt fyrir að hafa þegið ríkisstyrki verði látin endurgreiða þá. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gefur ekki mikið fyrir þessar fullyrðingar. „Það er ekkert sem bendir til þess að þessar áhyggjur Alþýðusambandsins eigi við rök að styðjast, ég þekki í raun ekkert dæmi þess efnis. Hins vegar hlýt ég að fagna því að Alþýðusambandið ætlar að leggjast á sveif með Samtökum atvinnulífsins og kalla eftir vandaðri ráðstöfun opinbers fjár. Þar eiga þau öflugan bandamann í Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis í dag. Honum finnst yfirlýsing ASÍ samt sem áður bera merki einhvers konar pólitísks yfirklórs og vera ósmekklega orðuð. Eðlilegt að fyrirtæki greiði út arð þrátt fyrir styrki Halldór Benjamín segir ekkert óeðlilegt við það að fyrirtæki greiði út arð þrátt fyrir að hafa þegið ríkisstyrki vegna heimsfaraldurs Covid-19. Hann segir að sumum styrkjum hafi fylgt skilyrði um arðgreiðslur og þess háttar en ekki öllum. Því þurfi Alþýðusambandið, sem og SA, að lúta vilja löggjafans og geti ekki krafist þess að fyrirtæki sem greiða arð endurgreiði styrki. Bæði sérfræðingar ASÍ og SA hafi komið fyrir þingnefndir og komið sínum sjónarmiðum á framfæri við lagasetninguna. „Því miður virðist í þessu dæmi að Alþýðusambandið sé að fetta fingur út í það að ekki hafi verið hlustað tillögur þeirra í öllum efnum,“ segir hann. Heyra má viðtal við Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis hér að neðan: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stéttarfélög Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Alþýðusambandið telur víst að mörg fyrirtæki hafi makað krókinn á ríkisstyrkjum og krefst þess að rannsókn fari fram á því hvert ríkisfjármunir fóru í faraldrinum. Eðlilegt sé að þau fyrirtæki sem hafi greitt sér út arð þrátt fyrir að hafa þegið ríkisstyrki verði látin endurgreiða þá. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gefur ekki mikið fyrir þessar fullyrðingar. „Það er ekkert sem bendir til þess að þessar áhyggjur Alþýðusambandsins eigi við rök að styðjast, ég þekki í raun ekkert dæmi þess efnis. Hins vegar hlýt ég að fagna því að Alþýðusambandið ætlar að leggjast á sveif með Samtökum atvinnulífsins og kalla eftir vandaðri ráðstöfun opinbers fjár. Þar eiga þau öflugan bandamann í Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis í dag. Honum finnst yfirlýsing ASÍ samt sem áður bera merki einhvers konar pólitísks yfirklórs og vera ósmekklega orðuð. Eðlilegt að fyrirtæki greiði út arð þrátt fyrir styrki Halldór Benjamín segir ekkert óeðlilegt við það að fyrirtæki greiði út arð þrátt fyrir að hafa þegið ríkisstyrki vegna heimsfaraldurs Covid-19. Hann segir að sumum styrkjum hafi fylgt skilyrði um arðgreiðslur og þess háttar en ekki öllum. Því þurfi Alþýðusambandið, sem og SA, að lúta vilja löggjafans og geti ekki krafist þess að fyrirtæki sem greiða arð endurgreiði styrki. Bæði sérfræðingar ASÍ og SA hafi komið fyrir þingnefndir og komið sínum sjónarmiðum á framfæri við lagasetninguna. „Því miður virðist í þessu dæmi að Alþýðusambandið sé að fetta fingur út í það að ekki hafi verið hlustað tillögur þeirra í öllum efnum,“ segir hann. Heyra má viðtal við Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis hér að neðan:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stéttarfélög Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent