Að beita valdi og múlbinda Drífa Snædal skrifar 18. febrúar 2022 16:31 Þegar blaðamenn eru komnir með stöðu grunaðra hjá lögregluyfirvöldum fyrir það eitt að segja fréttir vakna áleitnar spurningar um stöðu lýðræðisins. Það er erfitt að sjá af þeim upplýsingum sem lögreglan lætur frá sér að þessi för gegn blaðamönnum sem sögðu fréttir af skæruliðadeild Samherja sé til neins annars en að leggja fyrirhöfn og kostnað á blaðamenn, hugsanlega til að vera öðrum víti til varnaðar. Þannig er það hættulegt lýðræðinu og frjálsum fjölmiðlum þegar ríkisvaldið beitir sér með þessum hætti. Blaðamenn sem skrifa gegn stjórnmála- eða peningavaldinu eiga skilið vernd og stuðning frá samfélagi sínu, sú vernd er að hluta til bundin í lög, en hún er ekki nóg ein og sér. Það er því skylda þeirra sem vilja verja lýðræðið að tala gegn þöggun, sérstaklega þegar ríkisvaldið beitir henni. Það er þekkt leið til að þagga niður umræður að ráðast persónulega gegn þeim sem setja fram erfiðar spurningar. Með því fælist fólk frá umræðunni og forðast jafnvel að setja sig inn í þau átök sem eiga sér stað. Samfélagsmiðlar hafa verið notaðir sem tæki til slíks – að rægja fólk og ætla þeim allt hið versta – en eru jafnframt vettvangurinn þar sem baráttan gegn ofbeldi á sér stað. Fólk sem hefur sögu að segja eða hefur verið beitt órétti getur komist í samband við annað fólk á sama stað, sagt frá og notið stuðnings. Verkalýðshreyfingin hefur ekki farið varhluta af valdabaráttu undanfarið þar sem farið er hart fram gegn einstaklingum, þeir tortryggðir og jafnvel rægðir. Oft hefur verið erfitt að festa hönd á hinn málefnalega ágreining og harkan í umræðunni hefur orðið til þess að fólk veigrar sér við að fara fram á ritvöllinn, fólk sem hefur ýmislegt til málanna að leggja en vill ekki taka þátt í óvæginni umræðu. Við sem förum fyrir fjöldahreyfingu fáum einmitt þessa dagana fjölda áskorana að leggja niður vopn innan hreyfingarinnar, snúa bökum saman og berjast fyrir sameiginlegum hagsmunum. Með því er ekki sagt að við getum ekki tekist á um stefnur og strauma, jafnvel verið harkalega ósammála. En valdbeitinguna eigum við að forðast og halda okkur við málefnin, ekki persónur. Verkalýðshreyfingin þarf nefnilega að lifa okkur öll sem störfum innan hennar í dag. Við verðum að rísa undir þeirri ábyrgð. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Fjölmiðlar Lögreglan Stéttarfélög Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Þegar blaðamenn eru komnir með stöðu grunaðra hjá lögregluyfirvöldum fyrir það eitt að segja fréttir vakna áleitnar spurningar um stöðu lýðræðisins. Það er erfitt að sjá af þeim upplýsingum sem lögreglan lætur frá sér að þessi för gegn blaðamönnum sem sögðu fréttir af skæruliðadeild Samherja sé til neins annars en að leggja fyrirhöfn og kostnað á blaðamenn, hugsanlega til að vera öðrum víti til varnaðar. Þannig er það hættulegt lýðræðinu og frjálsum fjölmiðlum þegar ríkisvaldið beitir sér með þessum hætti. Blaðamenn sem skrifa gegn stjórnmála- eða peningavaldinu eiga skilið vernd og stuðning frá samfélagi sínu, sú vernd er að hluta til bundin í lög, en hún er ekki nóg ein og sér. Það er því skylda þeirra sem vilja verja lýðræðið að tala gegn þöggun, sérstaklega þegar ríkisvaldið beitir henni. Það er þekkt leið til að þagga niður umræður að ráðast persónulega gegn þeim sem setja fram erfiðar spurningar. Með því fælist fólk frá umræðunni og forðast jafnvel að setja sig inn í þau átök sem eiga sér stað. Samfélagsmiðlar hafa verið notaðir sem tæki til slíks – að rægja fólk og ætla þeim allt hið versta – en eru jafnframt vettvangurinn þar sem baráttan gegn ofbeldi á sér stað. Fólk sem hefur sögu að segja eða hefur verið beitt órétti getur komist í samband við annað fólk á sama stað, sagt frá og notið stuðnings. Verkalýðshreyfingin hefur ekki farið varhluta af valdabaráttu undanfarið þar sem farið er hart fram gegn einstaklingum, þeir tortryggðir og jafnvel rægðir. Oft hefur verið erfitt að festa hönd á hinn málefnalega ágreining og harkan í umræðunni hefur orðið til þess að fólk veigrar sér við að fara fram á ritvöllinn, fólk sem hefur ýmislegt til málanna að leggja en vill ekki taka þátt í óvæginni umræðu. Við sem förum fyrir fjöldahreyfingu fáum einmitt þessa dagana fjölda áskorana að leggja niður vopn innan hreyfingarinnar, snúa bökum saman og berjast fyrir sameiginlegum hagsmunum. Með því er ekki sagt að við getum ekki tekist á um stefnur og strauma, jafnvel verið harkalega ósammála. En valdbeitinguna eigum við að forðast og halda okkur við málefnin, ekki persónur. Verkalýðshreyfingin þarf nefnilega að lifa okkur öll sem störfum innan hennar í dag. Við verðum að rísa undir þeirri ábyrgð. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun