Vandi sem varðar líf og dauða Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 21:00 Á Íslandi hafa framlög til geðheilbrigðismála í gegnum tíðina almennt mætt afgangi. Í kjölfar efnahagskreppunnar, árið 2008, hljóðaði niðurskurðurinn upp á 17% á geðsviði á árunum 2008 til 2012. Um svipað leyti fjölgaði komum á bráðaþjónustunni. Að sækja sér geðheilbrigðisþjónustu hefur ekki alltaf verið á færi allra. Skortur er á geðlæknum hérlendis og kostnaðurinn sem fylgir því að fara til sálfræðings getur verið gífurlegur. Árið 2020 var frumvarp um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu samþykkt á Alþingi og fögnuðu margir þeim áformum. En svo kom á daginn að það reyndist einvörðungu í orði en ekki á borði. Þingmaður Viðreisnar kom fram í fréttum fyrr í mánuðinum og talaði um að heimildin til niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu hafi ekki verið nýtt þar sem ekki hafi fylgt fjármagn frá ríkisstjórninni. Að sögn þingmannsins væri heimild til niðurgreiðslu til staðar en ekki fjármagn og það endurspeglaði fyrst og fremst pólitískan vilja og áhugaleysi í málinu. Á síðustu misserum hefur mikið verið rætt um nauðsyn þess að grípa einstaklinga áður en í óefni er komið. Vitundarvakning hefur orðið um mikilvægi þess að hlúa að geðheilsunni jafnfætis þeirri líkamlegu. Nú til dags er talað um fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun í veitingu þjónustu. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru besti kosturinn fjárhagslega, sem og fyrir einstaklinginn. Að bregðast við eins fljótt og auðið er dregur úr þjáningu og gefur flestum færi á að missa sem minnst úr vinnu eða námi. Snör inngrip og samþætting í þjónustuveitingu, auk fjölbreyttra úrræða í samfélaginu, sem einstaklingar hafa tök á að sækja á eigin forsendum, geta stuðlað að aukinni virkni. Samhliða væru hverfandi líkur á að fólk þyrfti með tímanum að reiða sig á bætur frá almannatryggingakerfinu vegna skertrar starfsorku. Þrátt fyrir áðurnefnda vitundarvakningu er víða þörf á viðhorfsbreytingu varðandi þjónustu við einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir. Í fyrra kom fram í fréttum á RÚV að biðtími eftir þjónustu, eftir meðferð átröskunarteymis á Landspítala, hafi sjöfaldast á fjórum árum. Einnig hefur komið fram að umtalsvert fleiri hafi látist af völdum sjálfsvíga á undanförnum árum heldur en af völdum COVID-19. Framlög til geðheilbrigðismála árið 2022 eru ekki í takt við hina raunverulegu þörf. Geðheilbrigðismál er umfangsmikill málaflokkur sem í gegnum tíðina hefur oftar en ekki setið á hakanum. Fjármagni er oft veitt í tímabundin verkefni líkt og verið sé að plástra sár. Ætla má að kvíði og almenn vanlíðan hafi aukist meðal landsmanna á þeim óvissutímum sem við höfum búið við. Tíðni heimilisofbeldis hefur vaxið og ætla má að notkun vímuefna hafi sömuleiðis tekið kipp. Bæði fagfólk og samfélagið í heild sinni mætti huga betur að rót vandans hjá einstaklingum í stað þess að einblína fyrst og fremst á einkenni, eins og tíðkast hefur í gegnum tíðina. Geðlyfjanotkun á Íslandi er gífurleg í samanburði við mörg önnur Evrópulönd. Ef aðgengi að sálfræðiþjónustu væri betra myndi lyfjanotkun landsmanna að öllum líkindum minnka með tímanum og atvinnuþátttaka aukast. Fjármagni hefur verið varið í svokölluð geðheilsuteymi á landsvísu. Þau eru ætluð einstaklingum sem þurfa á þverfaglegri þjónustu að halda. Nýlega var tryggt fjármagn fyrir áframhaldandi starfsemi geðheilsuteymi fanga. Einnig er í vinnslu að byggja upp geðheilsuteymi fyrir börn. Heilbrigðisráðherra skipaði stýrihóp tímabundið til að vakta óbein áhrif COVID-19 á geðheilsu og skilaði hópurinn skýrslu í maí sl. um áhrif faraldursins á börn og ungmenni. Fram kemur í skýrslunni að stýrihópurinn leggi til að farið verði í aðgerðir til að stytta bið eftir sérhæfðri geðheilbrigðisþjónustu á BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landspítalans). Biðlistar þar hafa aukist umtalsvert. Sem stendur er geðsvið Landspítalans heldur ekki með í áformum um nýjan spítala, þrátt fyrir úreltar og óaðgengilegar byggingar sem standast ekki nútímakröfur. Nýtt geðsvið hefur ekki einu sinni verið á teikniborðinu hjá framkvæmdaraðilum. Áætla má að erfitt ástand sé í vændum sem vinda þarf ofan af. Margt eldra fólk ásamt einstaklingum í áhættuhópum hafa lokað sig af og einangrast enn meir í gegnum heimsfaraldurinn. Unga fólkið okkar hefur heldur ekki fengið að upplifa eðlileg félagsleg samskipti sem ættu að einkenna menntaskólaárin. Líkt og komið hefur fram er langur biðlisti á BUGL og getur bið eftir þjónustu barnasálfræðings á stofu sömuleiðis verið löng. Á síðustu misserum hefur umboðsmaður barna oft bent á það óásættanlega úrræðaleysi að börnum í leit að nauðsynlegri þjónustu sé vísað frá og jafnvel sett á biðlista. Upplýsingar um bið eftir ýmiss konar þjónustu fyrir börn má finna hér. Snemmtæk íhlutun skiptir sköpum á fyrstu árum í lífi barns. Hún er lykilatriði í farsæld barna og ungmenna um ókomna tíð. Ég skora því á stjórnvöld að leggja áherslu á heilsu þjóðarinnar nú þegar almenningur hefur búið við mikið óvissuástand undanfarin ár. Vissulega er óvissa fylgifiskur mannlegrar tilveru en nú er svo sannarlega þörf á mótvægisaðgerðum sem stuðla að bættri lýðheilsu þjóðarinnar! Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hafa framlög til geðheilbrigðismála í gegnum tíðina almennt mætt afgangi. Í kjölfar efnahagskreppunnar, árið 2008, hljóðaði niðurskurðurinn upp á 17% á geðsviði á árunum 2008 til 2012. Um svipað leyti fjölgaði komum á bráðaþjónustunni. Að sækja sér geðheilbrigðisþjónustu hefur ekki alltaf verið á færi allra. Skortur er á geðlæknum hérlendis og kostnaðurinn sem fylgir því að fara til sálfræðings getur verið gífurlegur. Árið 2020 var frumvarp um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu samþykkt á Alþingi og fögnuðu margir þeim áformum. En svo kom á daginn að það reyndist einvörðungu í orði en ekki á borði. Þingmaður Viðreisnar kom fram í fréttum fyrr í mánuðinum og talaði um að heimildin til niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu hafi ekki verið nýtt þar sem ekki hafi fylgt fjármagn frá ríkisstjórninni. Að sögn þingmannsins væri heimild til niðurgreiðslu til staðar en ekki fjármagn og það endurspeglaði fyrst og fremst pólitískan vilja og áhugaleysi í málinu. Á síðustu misserum hefur mikið verið rætt um nauðsyn þess að grípa einstaklinga áður en í óefni er komið. Vitundarvakning hefur orðið um mikilvægi þess að hlúa að geðheilsunni jafnfætis þeirri líkamlegu. Nú til dags er talað um fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun í veitingu þjónustu. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru besti kosturinn fjárhagslega, sem og fyrir einstaklinginn. Að bregðast við eins fljótt og auðið er dregur úr þjáningu og gefur flestum færi á að missa sem minnst úr vinnu eða námi. Snör inngrip og samþætting í þjónustuveitingu, auk fjölbreyttra úrræða í samfélaginu, sem einstaklingar hafa tök á að sækja á eigin forsendum, geta stuðlað að aukinni virkni. Samhliða væru hverfandi líkur á að fólk þyrfti með tímanum að reiða sig á bætur frá almannatryggingakerfinu vegna skertrar starfsorku. Þrátt fyrir áðurnefnda vitundarvakningu er víða þörf á viðhorfsbreytingu varðandi þjónustu við einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir. Í fyrra kom fram í fréttum á RÚV að biðtími eftir þjónustu, eftir meðferð átröskunarteymis á Landspítala, hafi sjöfaldast á fjórum árum. Einnig hefur komið fram að umtalsvert fleiri hafi látist af völdum sjálfsvíga á undanförnum árum heldur en af völdum COVID-19. Framlög til geðheilbrigðismála árið 2022 eru ekki í takt við hina raunverulegu þörf. Geðheilbrigðismál er umfangsmikill málaflokkur sem í gegnum tíðina hefur oftar en ekki setið á hakanum. Fjármagni er oft veitt í tímabundin verkefni líkt og verið sé að plástra sár. Ætla má að kvíði og almenn vanlíðan hafi aukist meðal landsmanna á þeim óvissutímum sem við höfum búið við. Tíðni heimilisofbeldis hefur vaxið og ætla má að notkun vímuefna hafi sömuleiðis tekið kipp. Bæði fagfólk og samfélagið í heild sinni mætti huga betur að rót vandans hjá einstaklingum í stað þess að einblína fyrst og fremst á einkenni, eins og tíðkast hefur í gegnum tíðina. Geðlyfjanotkun á Íslandi er gífurleg í samanburði við mörg önnur Evrópulönd. Ef aðgengi að sálfræðiþjónustu væri betra myndi lyfjanotkun landsmanna að öllum líkindum minnka með tímanum og atvinnuþátttaka aukast. Fjármagni hefur verið varið í svokölluð geðheilsuteymi á landsvísu. Þau eru ætluð einstaklingum sem þurfa á þverfaglegri þjónustu að halda. Nýlega var tryggt fjármagn fyrir áframhaldandi starfsemi geðheilsuteymi fanga. Einnig er í vinnslu að byggja upp geðheilsuteymi fyrir börn. Heilbrigðisráðherra skipaði stýrihóp tímabundið til að vakta óbein áhrif COVID-19 á geðheilsu og skilaði hópurinn skýrslu í maí sl. um áhrif faraldursins á börn og ungmenni. Fram kemur í skýrslunni að stýrihópurinn leggi til að farið verði í aðgerðir til að stytta bið eftir sérhæfðri geðheilbrigðisþjónustu á BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landspítalans). Biðlistar þar hafa aukist umtalsvert. Sem stendur er geðsvið Landspítalans heldur ekki með í áformum um nýjan spítala, þrátt fyrir úreltar og óaðgengilegar byggingar sem standast ekki nútímakröfur. Nýtt geðsvið hefur ekki einu sinni verið á teikniborðinu hjá framkvæmdaraðilum. Áætla má að erfitt ástand sé í vændum sem vinda þarf ofan af. Margt eldra fólk ásamt einstaklingum í áhættuhópum hafa lokað sig af og einangrast enn meir í gegnum heimsfaraldurinn. Unga fólkið okkar hefur heldur ekki fengið að upplifa eðlileg félagsleg samskipti sem ættu að einkenna menntaskólaárin. Líkt og komið hefur fram er langur biðlisti á BUGL og getur bið eftir þjónustu barnasálfræðings á stofu sömuleiðis verið löng. Á síðustu misserum hefur umboðsmaður barna oft bent á það óásættanlega úrræðaleysi að börnum í leit að nauðsynlegri þjónustu sé vísað frá og jafnvel sett á biðlista. Upplýsingar um bið eftir ýmiss konar þjónustu fyrir börn má finna hér. Snemmtæk íhlutun skiptir sköpum á fyrstu árum í lífi barns. Hún er lykilatriði í farsæld barna og ungmenna um ókomna tíð. Ég skora því á stjórnvöld að leggja áherslu á heilsu þjóðarinnar nú þegar almenningur hefur búið við mikið óvissuástand undanfarin ár. Vissulega er óvissa fylgifiskur mannlegrar tilveru en nú er svo sannarlega þörf á mótvægisaðgerðum sem stuðla að bættri lýðheilsu þjóðarinnar! Höfundur er Reykvíkingur.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun