Mbappe nú orðaður við Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2022 11:30 Kylian Mbappe fagnar marki með Paris Saint Germain. Getty/Antonio Borga Ein allra stærsta spurning sumarsins í knattspyrnuheiminum er um það hvar franski landsliðsframherjinn Kylian Mbappe spilar á næsta tímabili. Nú eru komnar fram vangaveltur um að það sé ekki eins skýrt og sumir töldu. Mbappe er nefnilega sagður hafa skipt um skoðun um Real Madrid eftir að hafa spilað á móti liðinu í Meistaradeildinni í vikunni. Kylian Mbappe has reportedly had his head turned when it comes to moving to Liverpool after being underwhelmed by Real Madrid's performance against PSG.More #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) February 18, 2022 Þessi 23 ára franski framherji er einn eftirsóttasti knattspyrnumaður heims enda lítur framtíð þessa frábæra leikmanns út fyrir að vera mjög björt. Hvar hún verður er stóra spurningin. Það hafa verið fréttir um risasamning Mbappe hjá Real Madrid og meira að segja forseti spænsku deildarinnar telur nokkuð öruggt að Mbappe endi hjá Real Madrid í sumar. Mbappe hefur hafnað öllum samningsboðum Paris Saint Germain en hann getur farið á frjálsri sölu í sumar. News that will send shockwaves through European football. Kylian Mbappe is ready to snub Real Madrid in favour of LIVERPOOL... After PSG's dominating win, Mbappe is starting to have doubts about the project in Madrid. Perez is going to be furious! https://t.co/ap432JAxM4— SPORTbible (@sportbible) February 16, 2022 Spænska blaðið SPORT slær því hins vegar upp að Mbappe hafi snúist hugur og vilji nú frekar fara í ensku úrvalsdeildina en í þá spænsku. Þar er Liverpool sagt vera efst á blaði. Jürgen Klopp á að vera að reyna að sannfæra Mbappe um að koma til Bítlaborgarinnar og taka þar næsta skref á sínum ferli. Mbappe hefur verið orðaður við Liverpool áður en það er þó ljóst að hann fær þar aldrei jafnhá laun og hjá Real Madrid eða Paris Saint Germain. Í fréttinni kemur fram að Mbappe hafi ekki verið mjög hrifin af gæðunum í Real Madrid liði Carlo Ancelotti í leiknum á þriðjudagskvöldið. Real liðið pakkaði í vörn í leiknum en Mbappe tókst loks að skora sigurmark leiksins í uppbótatíma. Eftir leikinn sagðist ekkert hafa ákveðið um framtíð sína og að hann spilaði núna fyrir eitt besta lið Evrópu. Enski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Sjá meira
Nú eru komnar fram vangaveltur um að það sé ekki eins skýrt og sumir töldu. Mbappe er nefnilega sagður hafa skipt um skoðun um Real Madrid eftir að hafa spilað á móti liðinu í Meistaradeildinni í vikunni. Kylian Mbappe has reportedly had his head turned when it comes to moving to Liverpool after being underwhelmed by Real Madrid's performance against PSG.More #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) February 18, 2022 Þessi 23 ára franski framherji er einn eftirsóttasti knattspyrnumaður heims enda lítur framtíð þessa frábæra leikmanns út fyrir að vera mjög björt. Hvar hún verður er stóra spurningin. Það hafa verið fréttir um risasamning Mbappe hjá Real Madrid og meira að segja forseti spænsku deildarinnar telur nokkuð öruggt að Mbappe endi hjá Real Madrid í sumar. Mbappe hefur hafnað öllum samningsboðum Paris Saint Germain en hann getur farið á frjálsri sölu í sumar. News that will send shockwaves through European football. Kylian Mbappe is ready to snub Real Madrid in favour of LIVERPOOL... After PSG's dominating win, Mbappe is starting to have doubts about the project in Madrid. Perez is going to be furious! https://t.co/ap432JAxM4— SPORTbible (@sportbible) February 16, 2022 Spænska blaðið SPORT slær því hins vegar upp að Mbappe hafi snúist hugur og vilji nú frekar fara í ensku úrvalsdeildina en í þá spænsku. Þar er Liverpool sagt vera efst á blaði. Jürgen Klopp á að vera að reyna að sannfæra Mbappe um að koma til Bítlaborgarinnar og taka þar næsta skref á sínum ferli. Mbappe hefur verið orðaður við Liverpool áður en það er þó ljóst að hann fær þar aldrei jafnhá laun og hjá Real Madrid eða Paris Saint Germain. Í fréttinni kemur fram að Mbappe hafi ekki verið mjög hrifin af gæðunum í Real Madrid liði Carlo Ancelotti í leiknum á þriðjudagskvöldið. Real liðið pakkaði í vörn í leiknum en Mbappe tókst loks að skora sigurmark leiksins í uppbótatíma. Eftir leikinn sagðist ekkert hafa ákveðið um framtíð sína og að hann spilaði núna fyrir eitt besta lið Evrópu.
Enski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Sjá meira