Geimferðaráætlun Reykjavíkur? Helgi Áss Grétarsson skrifar 17. febrúar 2022 15:42 Geimferðaráætlun Bandaríkjanna komst á skrið á 7. áratug síðustu aldar. Fara skyldi til tunglsins og kanna óþekktar lendur alheimsins. Heiminn skyldi sigra og bæta. Með álíka pólitískum formerkjum er ætlunin núna að koma á fót kerfi liðvagna (útgáfa af strætisvögnum) um höfuðborgarsvæðið. Ólíkt hins vegar víðáttu geimsins er hönnun samgöngukerfis borgar mun þekktari stærð. Rýnum nánar í málið. Borgarlínan er „hágæða almenningssamgöngukerfi“ Talsmenn núverandi útfærslu á Borgarlínu segja að um sé að ræða „hágæða almenningssamgöngukerfi fyrir allt höfuðborgarsvæðið“. Ætlunin er að setja liðvagna í miðju akreina þar sem þeir fá sérrými og forgang á gatnamótum. Liðvagnarnir eiga að mestu leyti geta ferðast óháð annarri umferð. Samhliða uppsetningu Borgarlínunnar á að fjárfesta í öðrum samgönguinnviðum, svo sem til að greiða fyrir umferð bíla, reiðhjólafólks og gangfarenda. Þrátt fyrir slíka fjárfestingu má ætla að þrengt verði að umferð einkabílsins enda þarf töluvert pláss í miðju umferðargatna fyrir liðvagna Borgarlínunnar. Þegar fræðsluefni er skoðað á borgarlinan.is má ætla að biðstöðvar verði yfirbyggðar. Sjálfsagt er reiknað með því að lítið mál verði fyrir farþega að koma sér á eina slíka stöð og því hægðarleikur að nýta sér þjónustu liðvagnanna. Allt myndrænt efni á téðri heimasíðu Borgarlínuverkefnisins sýnir hvernig væntanlegir farþegar eiga að geta ferðast auðveldlega um höfuðborgarsvæðið þar sem sólin skín og trjágróður blómstrar samfara því að liðvagnar og önnur umferð gengur greiðlega fyrir sig – tilfinningin af því að horfa á myndefnið er eins og að sjá nýgift hjón fallast í faðma! En hver er veruleikinn? Höfuðborgarsvæðið verður seint talin sólarparadís. Þar, sem og annars staðar á Íslandi, er allra veðra von. Glámskyggni væri að ætla að það muni breytast verulega næstu áratugina. Takmörkuð eftirspurn er eftir því að fara út gangandi eða hjólandi í leiðindaveðri til að komast á strætóbiðstöð. Taka verður einnig tillit til þess að höfuðborgarsvæðið er víðfeðmt en íbúafjöldi tiltölulega lágur. Fyrir marga íbúa eru því kostir einkabílsins ótvíræðir, þ.e. sveigjanleikinn sem felst í því að fólk geti farið beint á milli staðarins A til staðarins B. Þessar staðreyndir útaf fyrir sig draga úr líkum á að rekstur almannasamgöngukerfis á höfuðborgarsvæðinu geti verið fjárhagslega sjálfbær, eins og ráða má af rekstrarafkomu Strætó bs. undanfarinna ára. Samt sem áður heldur hið kostnaðarsama Borgarlínuverkefni áfram. Hvað á Borgarlínan að kosta? Heildarkostnaður við uppbyggingu Borgarlínunnar verður að teljast óljós. Rætt hefur verið um að samanlögð útgjöld muni nema meira en 100 milljörðum króna en til samanburðar gerir gildandi fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar ráð fyrir að launaútgjöld sveitarfélagsins árið 2022 nemi 88,1 milljörðum króna. Samkvæmt svokallaðri frumdragaskýrslu frá janúar 2021 er kostnaðurinn af fyrsta áfanga Borgarlínuverkefnisins áætlaður u.þ.b. 25 milljarðar króna. Af ýmsum ástæðum verður að taka þá tölu með fyrirvara. Þrátt fyrir þennan háa kostnað hefur hvorki haldbær rekstraráætlun fyrir Borgarlínuna verið lögð fram né hver eigi að niðurgreiða reksturinn. Augljóst má vera að sá reikningur mun aðallega lenda á skattgreiðendum í Reykjavík. Við getum enn valið aðra leið en Borgarlínuna Fyrirliggjandi útfærsla Borgarlínuverkefnisins er óraunsæ. Hún líkist hugmyndafræðilegri áætlun um að sigra eigi heiminn og gera hann að betri stað. Reykjavíkurborg hefur ekki efni á að framkvæma „geimferðaáætlun“ til verndar umhverfinu. Hagsmunir hins almenna skattborgara eru betur varðir með því að fara aftur að teikniborðinu og velja valkosti sem í senn eru ódýrari og hagkvæmari – ásamt því að stuðla að verndun umhverfisins. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Geimferðaráætlun Bandaríkjanna komst á skrið á 7. áratug síðustu aldar. Fara skyldi til tunglsins og kanna óþekktar lendur alheimsins. Heiminn skyldi sigra og bæta. Með álíka pólitískum formerkjum er ætlunin núna að koma á fót kerfi liðvagna (útgáfa af strætisvögnum) um höfuðborgarsvæðið. Ólíkt hins vegar víðáttu geimsins er hönnun samgöngukerfis borgar mun þekktari stærð. Rýnum nánar í málið. Borgarlínan er „hágæða almenningssamgöngukerfi“ Talsmenn núverandi útfærslu á Borgarlínu segja að um sé að ræða „hágæða almenningssamgöngukerfi fyrir allt höfuðborgarsvæðið“. Ætlunin er að setja liðvagna í miðju akreina þar sem þeir fá sérrými og forgang á gatnamótum. Liðvagnarnir eiga að mestu leyti geta ferðast óháð annarri umferð. Samhliða uppsetningu Borgarlínunnar á að fjárfesta í öðrum samgönguinnviðum, svo sem til að greiða fyrir umferð bíla, reiðhjólafólks og gangfarenda. Þrátt fyrir slíka fjárfestingu má ætla að þrengt verði að umferð einkabílsins enda þarf töluvert pláss í miðju umferðargatna fyrir liðvagna Borgarlínunnar. Þegar fræðsluefni er skoðað á borgarlinan.is má ætla að biðstöðvar verði yfirbyggðar. Sjálfsagt er reiknað með því að lítið mál verði fyrir farþega að koma sér á eina slíka stöð og því hægðarleikur að nýta sér þjónustu liðvagnanna. Allt myndrænt efni á téðri heimasíðu Borgarlínuverkefnisins sýnir hvernig væntanlegir farþegar eiga að geta ferðast auðveldlega um höfuðborgarsvæðið þar sem sólin skín og trjágróður blómstrar samfara því að liðvagnar og önnur umferð gengur greiðlega fyrir sig – tilfinningin af því að horfa á myndefnið er eins og að sjá nýgift hjón fallast í faðma! En hver er veruleikinn? Höfuðborgarsvæðið verður seint talin sólarparadís. Þar, sem og annars staðar á Íslandi, er allra veðra von. Glámskyggni væri að ætla að það muni breytast verulega næstu áratugina. Takmörkuð eftirspurn er eftir því að fara út gangandi eða hjólandi í leiðindaveðri til að komast á strætóbiðstöð. Taka verður einnig tillit til þess að höfuðborgarsvæðið er víðfeðmt en íbúafjöldi tiltölulega lágur. Fyrir marga íbúa eru því kostir einkabílsins ótvíræðir, þ.e. sveigjanleikinn sem felst í því að fólk geti farið beint á milli staðarins A til staðarins B. Þessar staðreyndir útaf fyrir sig draga úr líkum á að rekstur almannasamgöngukerfis á höfuðborgarsvæðinu geti verið fjárhagslega sjálfbær, eins og ráða má af rekstrarafkomu Strætó bs. undanfarinna ára. Samt sem áður heldur hið kostnaðarsama Borgarlínuverkefni áfram. Hvað á Borgarlínan að kosta? Heildarkostnaður við uppbyggingu Borgarlínunnar verður að teljast óljós. Rætt hefur verið um að samanlögð útgjöld muni nema meira en 100 milljörðum króna en til samanburðar gerir gildandi fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar ráð fyrir að launaútgjöld sveitarfélagsins árið 2022 nemi 88,1 milljörðum króna. Samkvæmt svokallaðri frumdragaskýrslu frá janúar 2021 er kostnaðurinn af fyrsta áfanga Borgarlínuverkefnisins áætlaður u.þ.b. 25 milljarðar króna. Af ýmsum ástæðum verður að taka þá tölu með fyrirvara. Þrátt fyrir þennan háa kostnað hefur hvorki haldbær rekstraráætlun fyrir Borgarlínuna verið lögð fram né hver eigi að niðurgreiða reksturinn. Augljóst má vera að sá reikningur mun aðallega lenda á skattgreiðendum í Reykjavík. Við getum enn valið aðra leið en Borgarlínuna Fyrirliggjandi útfærsla Borgarlínuverkefnisins er óraunsæ. Hún líkist hugmyndafræðilegri áætlun um að sigra eigi heiminn og gera hann að betri stað. Reykjavíkurborg hefur ekki efni á að framkvæma „geimferðaáætlun“ til verndar umhverfinu. Hagsmunir hins almenna skattborgara eru betur varðir með því að fara aftur að teikniborðinu og velja valkosti sem í senn eru ódýrari og hagkvæmari – ásamt því að stuðla að verndun umhverfisins. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun