Berdreymi verðlaunuð á Berlinale og verður sýnd í 44 löndum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 11:54 Guðmundur Arnar skrifaði handritið og með helstu hlutverk fara ungstirnin Birgir Dagur Bjarkason, Áskell Einar Pálmason, Viktor Benóný Benediktsson, og Snorri Rafn Frímannsson, ásamt þeim þaulreyndu Anítu Briem, Ólaf Darra Ólafssyni og Ísgerði Gunnarsdóttur. Aðsent Samtök evrópska kvikmyndahúsa, Europa Cinemas, hafa valið íslensku kvikmyndina Berdreymi sem bestu evrópsku kvikmyndina í Panorama flokki kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. var heimsfrumsýnd á Berlinale á föstudag. Vísir frumsýndi sýnishorn úr myndinni í síðustu viku. „Dómnefndin segir meðal annars að Berdreymi sé ódæmigerð fyrir íslenska kvikmynd, engin stórbrotin náttúra heldur hrátt borgarlandslag sem er kvikmyndað á sérlega sterkan og skapandi máta. Sagan sé vissulega hörð sýn á hóp unglingspilta en að það sé hlýjan samhliða ofbeldinu sem gerir myndina einstaka. Berdreymi er bókstaflega kvikmynd sem krefjist þess að verða séð af áhorfendum,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar. Frá Berlinale kvikmyndahátíðinni.Aðsent Anton Máni Svansson framleiðandi Berdreymi tók á móti verðlaunum í Berlín fyrir hönd myndarinnar. „Verðlaunin eru þýðingarmikil en Samtök Evrópska Kvikmyndahúsa munu styðja við dreifingu Berdreymi um alla Evrópu eða í allt að 1143 kvikmyndahúsum í 44 löndum sem eru hluti af samtökunum.“ Myndin er önnur kvikmynd Guðmundar Arnars í fullri lengd á eftir hinni margverðlaunuðu Hjartasteinn sem vakti mikla lukku meðal landsmanna og fór sigurför um kvikmyndahátíðir heimsAðsent Berdreymi var heimsfrumsýnd á Berlinale síðastliðin föstudag og hefur fengið gífurlega góðar viðtökur bæði frá áhorfendum og gagnrýnendum sem hafa lofað myndina hástert. „Gagngrýnandi Screen Daily segir myndina áhrifamikla og hrósar sérstaklega ungu leikurunum. Gagngrýnandi Upcoming segir galdur myndarinnar sé í framkvæmdinni sem sé bæði fersk og sannfærandi. Gagngrýnandi Filmuforia segir að einstakur ljóðrænn stíl Guðmundar setji hann í hóp mest spennandi listrænna leikstjóra starfandi í dag.“ Berdreymi segir frá Adda, unglingsstrák í Reykjavík sem alinn er upp af móður með skyggnigáfu. Einn daginn ákveður Addi að taka eineltisfórnarlamb undir sinn verndarvæng og inn í vinahóp slagsmálahunda. Án eftirlits, leika strákarnir sér að eyðileggingu og ofbeldi en kynnast einnig sannri vináttu. Þegar hegðun strákana stigmagnast yfir í lífshættulega atburði, fer Addi að upplifa eigin skynjanir. Mun innsæi hans beina vinunum á öruggari braut eða munu strákarnir sökkva lengra inn í heim ofbeldis? Frá Berlinale heimsfrumsýningunni á Berdreymi.Aðsent Guðmundur Arnar skrifaði handritið og með aðalhlutverk fara ungstirnin Birgir Dagur Bjarkason, Áskell Einar Pálmason, Viktor Benóný Benediktsson, og Snorri Rafn Frímannsson, ásamt þeim þaulreyndu Anítu Briem, Ólaf Darra Ólafssyni og Ísgerði Gunnarsdóttur. Framleiðandi myndarinnar er Anton Máni Svansson fyrir hönd Join Motion Pictures, en myndin er samstarfsverkefni fimm landa með meðframleiðendur frá Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og Tékklandi. Sýnishorn úr myndinni má sjá hér fyrir neðan. Kvikmyndagerð á Íslandi Þýskaland Menning Tengdar fréttir Stjörnulífið: Íslendingar flýja vonda veðrið Svo virðist sem allir og amma þeirra séu erlendis þessa dagana. Kannski ekki skrítið að fólk stökkvi upp í flugvél þegar veðrið er svona leiðinlegt hér á klakanum. 14. febrúar 2022 13:31 Fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Berdreymi Lífið frumsýnir í dag stikluna fyrir kvikmyndina Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. 11. febrúar 2022 10:15 Kvikmyndin Berdreymi valin til heimsfrumsýningar á Berlinale Berdreymi, ný íslensk kvikmynd eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, hefur verið valin til þátttöku á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Berlín, sem fer fram frá 10 til 20. febrúar. 18. janúar 2022 14:42 Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. var heimsfrumsýnd á Berlinale á föstudag. Vísir frumsýndi sýnishorn úr myndinni í síðustu viku. „Dómnefndin segir meðal annars að Berdreymi sé ódæmigerð fyrir íslenska kvikmynd, engin stórbrotin náttúra heldur hrátt borgarlandslag sem er kvikmyndað á sérlega sterkan og skapandi máta. Sagan sé vissulega hörð sýn á hóp unglingspilta en að það sé hlýjan samhliða ofbeldinu sem gerir myndina einstaka. Berdreymi er bókstaflega kvikmynd sem krefjist þess að verða séð af áhorfendum,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar. Frá Berlinale kvikmyndahátíðinni.Aðsent Anton Máni Svansson framleiðandi Berdreymi tók á móti verðlaunum í Berlín fyrir hönd myndarinnar. „Verðlaunin eru þýðingarmikil en Samtök Evrópska Kvikmyndahúsa munu styðja við dreifingu Berdreymi um alla Evrópu eða í allt að 1143 kvikmyndahúsum í 44 löndum sem eru hluti af samtökunum.“ Myndin er önnur kvikmynd Guðmundar Arnars í fullri lengd á eftir hinni margverðlaunuðu Hjartasteinn sem vakti mikla lukku meðal landsmanna og fór sigurför um kvikmyndahátíðir heimsAðsent Berdreymi var heimsfrumsýnd á Berlinale síðastliðin föstudag og hefur fengið gífurlega góðar viðtökur bæði frá áhorfendum og gagnrýnendum sem hafa lofað myndina hástert. „Gagngrýnandi Screen Daily segir myndina áhrifamikla og hrósar sérstaklega ungu leikurunum. Gagngrýnandi Upcoming segir galdur myndarinnar sé í framkvæmdinni sem sé bæði fersk og sannfærandi. Gagngrýnandi Filmuforia segir að einstakur ljóðrænn stíl Guðmundar setji hann í hóp mest spennandi listrænna leikstjóra starfandi í dag.“ Berdreymi segir frá Adda, unglingsstrák í Reykjavík sem alinn er upp af móður með skyggnigáfu. Einn daginn ákveður Addi að taka eineltisfórnarlamb undir sinn verndarvæng og inn í vinahóp slagsmálahunda. Án eftirlits, leika strákarnir sér að eyðileggingu og ofbeldi en kynnast einnig sannri vináttu. Þegar hegðun strákana stigmagnast yfir í lífshættulega atburði, fer Addi að upplifa eigin skynjanir. Mun innsæi hans beina vinunum á öruggari braut eða munu strákarnir sökkva lengra inn í heim ofbeldis? Frá Berlinale heimsfrumsýningunni á Berdreymi.Aðsent Guðmundur Arnar skrifaði handritið og með aðalhlutverk fara ungstirnin Birgir Dagur Bjarkason, Áskell Einar Pálmason, Viktor Benóný Benediktsson, og Snorri Rafn Frímannsson, ásamt þeim þaulreyndu Anítu Briem, Ólaf Darra Ólafssyni og Ísgerði Gunnarsdóttur. Framleiðandi myndarinnar er Anton Máni Svansson fyrir hönd Join Motion Pictures, en myndin er samstarfsverkefni fimm landa með meðframleiðendur frá Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og Tékklandi. Sýnishorn úr myndinni má sjá hér fyrir neðan.
Kvikmyndagerð á Íslandi Þýskaland Menning Tengdar fréttir Stjörnulífið: Íslendingar flýja vonda veðrið Svo virðist sem allir og amma þeirra séu erlendis þessa dagana. Kannski ekki skrítið að fólk stökkvi upp í flugvél þegar veðrið er svona leiðinlegt hér á klakanum. 14. febrúar 2022 13:31 Fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Berdreymi Lífið frumsýnir í dag stikluna fyrir kvikmyndina Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. 11. febrúar 2022 10:15 Kvikmyndin Berdreymi valin til heimsfrumsýningar á Berlinale Berdreymi, ný íslensk kvikmynd eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, hefur verið valin til þátttöku á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Berlín, sem fer fram frá 10 til 20. febrúar. 18. janúar 2022 14:42 Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Stjörnulífið: Íslendingar flýja vonda veðrið Svo virðist sem allir og amma þeirra séu erlendis þessa dagana. Kannski ekki skrítið að fólk stökkvi upp í flugvél þegar veðrið er svona leiðinlegt hér á klakanum. 14. febrúar 2022 13:31
Fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Berdreymi Lífið frumsýnir í dag stikluna fyrir kvikmyndina Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. 11. febrúar 2022 10:15
Kvikmyndin Berdreymi valin til heimsfrumsýningar á Berlinale Berdreymi, ný íslensk kvikmynd eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, hefur verið valin til þátttöku á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Berlín, sem fer fram frá 10 til 20. febrúar. 18. janúar 2022 14:42