Sólveig Anna segir samstarfið undir starfsmönnum Eflingar komið Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2022 19:20 Sólveig Anna Jónsdóttir, Ólöf Helga Adolfsdóttir og Guðmundur J. Baldursson tókust á um formannsembættið í Eflingu. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir vonar að starfsfólk skrifstofu Eflingar skilji hvað felist í því að hún mæti á ný til forystu með endurnýjað umboð félagsfólks. Hún fái vonandi vinnufrið til að hefja undirbúning að gerð komandi kjarasamninga. Framhaldið sé undir starfsfólki komið. Vikulangri kosningu til formanns og helmings stjórnar Eflingar lauk í gærkvöldi. A-listi uppstillingarnefdar hlaut 37 prósent atkvæða, B-listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur fékk 52 prósent og C-listi Guðmundar Baldurssonar 8 prósent. Sólveig Anna þakkar sigurinn þann mikla stuðning sem hún hafi fundið hjá félögum Eflingar. „Og svo þakka ég því líka að við höfum auðvitað sýnt á síðustu árum að við meinum það sem við segjum. Við erum tilbúin til að leggja allt í sölurnar til þess að berjast fyrir félagsfólk Eflingar. Það hlýtur auðvitað líka að hafa skilað þessari niðurstöðu,“ segir Sólveig Anna. Ólöf Helga Adolfsdóttir formannsefni A-listans segir úrslitin vissulega vonbrigði. Listinn hafi ætlað sér að vinna. „Við virðumst hafa náð ákveðnu fylgi. Ég tel það góðan vísi á að það séu kannski ekki allir í Eflingu hlynntir orðræðu Sólveigar. Telja kannski ekki að það eigi að aðskilja starfsfólk skrifstofunnar og þeirra hagsmuni frá eflingarfélögum, að það sé sé rétta leiðin,“ segir Ólöf Helga. Sólveig Anna Jónsdóttir fékk endurnýjað umboð til formanns í kosningunum.Stöð 2/Egill Óróleikinn innan Eflingar undanfarin misseri hefur ekki farið framhjá neinum. Nú þegar Sólveig Anna hefur verið endurkjörin má telja víst að einhverjir starfsmanna Eflingar muni hugsa ráð sitt. Hún segir það í höndum starfsmanna hvernig samstarfið muni ganga. Sólveig Anna segist koma á ný inn á skrifstofuna sem lýðræðislega kjörinn formaður. Hún voni að allir skilji hvað í því felist. „Ég skil það. Félagar mínir skilja það. Það þýðir að ég kem þarna inn og ætlast auðvitað til þess að ég fái vinnufrið til að byrja að undirbúa kjarasamninga og til að leiða þessa mikilvægu baráttu. Við skulum bara sjá hvernig þetta fer,“ segir Sólveig Anna. Ólöf Helga er starfandi varaformaður fram að aðalfundi Eflingar sem fyrirhugaður er í apríl og hefur starfað á skrifstofunni undanfarna mánuði. Finnur þú fyrir kvíða á meðal starfsmanna vegna þessarra úrslita? „Fólk er auðvitað bara að taka þetta inn. Melta þetta. Næstu dagar fara örugglega svolítið í það. Fólk þarf að skoða framtíðina og hvað það treystir sér til að gera í ljósi þess sem sannarlega hefur komið fram í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum,“ segir Ólöf Helga Adolfsdóttir. Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna vill stjórnarskipti sem fyrst Sólveig Anna Jónsdóttir ný endurkjörin formaður Eflingar telur eðlilegt að boðað verði sem fyrst til aukaaðalfundar í félaginu þannig að hún og það fólk sem kosið var með henni í stjórn félagsins geti sem fyrst einhent sér í að móta kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga. 16. febrúar 2022 12:51 Starfsfólk Eflingar átti samverustund í morgun Starfsmenn á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni kom saman til fundar í morgun klukkan 8:15. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins segir fundinn hafa verið rólega samverustund þar sem fólk hafi minnt sig á það mikilvæga starf sem fólk sinni fyrir félagsmenn sína. 16. febrúar 2022 09:10 Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Vikulangri kosningu til formanns og helmings stjórnar Eflingar lauk í gærkvöldi. A-listi uppstillingarnefdar hlaut 37 prósent atkvæða, B-listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur fékk 52 prósent og C-listi Guðmundar Baldurssonar 8 prósent. Sólveig Anna þakkar sigurinn þann mikla stuðning sem hún hafi fundið hjá félögum Eflingar. „Og svo þakka ég því líka að við höfum auðvitað sýnt á síðustu árum að við meinum það sem við segjum. Við erum tilbúin til að leggja allt í sölurnar til þess að berjast fyrir félagsfólk Eflingar. Það hlýtur auðvitað líka að hafa skilað þessari niðurstöðu,“ segir Sólveig Anna. Ólöf Helga Adolfsdóttir formannsefni A-listans segir úrslitin vissulega vonbrigði. Listinn hafi ætlað sér að vinna. „Við virðumst hafa náð ákveðnu fylgi. Ég tel það góðan vísi á að það séu kannski ekki allir í Eflingu hlynntir orðræðu Sólveigar. Telja kannski ekki að það eigi að aðskilja starfsfólk skrifstofunnar og þeirra hagsmuni frá eflingarfélögum, að það sé sé rétta leiðin,“ segir Ólöf Helga. Sólveig Anna Jónsdóttir fékk endurnýjað umboð til formanns í kosningunum.Stöð 2/Egill Óróleikinn innan Eflingar undanfarin misseri hefur ekki farið framhjá neinum. Nú þegar Sólveig Anna hefur verið endurkjörin má telja víst að einhverjir starfsmanna Eflingar muni hugsa ráð sitt. Hún segir það í höndum starfsmanna hvernig samstarfið muni ganga. Sólveig Anna segist koma á ný inn á skrifstofuna sem lýðræðislega kjörinn formaður. Hún voni að allir skilji hvað í því felist. „Ég skil það. Félagar mínir skilja það. Það þýðir að ég kem þarna inn og ætlast auðvitað til þess að ég fái vinnufrið til að byrja að undirbúa kjarasamninga og til að leiða þessa mikilvægu baráttu. Við skulum bara sjá hvernig þetta fer,“ segir Sólveig Anna. Ólöf Helga er starfandi varaformaður fram að aðalfundi Eflingar sem fyrirhugaður er í apríl og hefur starfað á skrifstofunni undanfarna mánuði. Finnur þú fyrir kvíða á meðal starfsmanna vegna þessarra úrslita? „Fólk er auðvitað bara að taka þetta inn. Melta þetta. Næstu dagar fara örugglega svolítið í það. Fólk þarf að skoða framtíðina og hvað það treystir sér til að gera í ljósi þess sem sannarlega hefur komið fram í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum,“ segir Ólöf Helga Adolfsdóttir.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna vill stjórnarskipti sem fyrst Sólveig Anna Jónsdóttir ný endurkjörin formaður Eflingar telur eðlilegt að boðað verði sem fyrst til aukaaðalfundar í félaginu þannig að hún og það fólk sem kosið var með henni í stjórn félagsins geti sem fyrst einhent sér í að móta kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga. 16. febrúar 2022 12:51 Starfsfólk Eflingar átti samverustund í morgun Starfsmenn á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni kom saman til fundar í morgun klukkan 8:15. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins segir fundinn hafa verið rólega samverustund þar sem fólk hafi minnt sig á það mikilvæga starf sem fólk sinni fyrir félagsmenn sína. 16. febrúar 2022 09:10 Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Sólveig Anna vill stjórnarskipti sem fyrst Sólveig Anna Jónsdóttir ný endurkjörin formaður Eflingar telur eðlilegt að boðað verði sem fyrst til aukaaðalfundar í félaginu þannig að hún og það fólk sem kosið var með henni í stjórn félagsins geti sem fyrst einhent sér í að móta kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga. 16. febrúar 2022 12:51
Starfsfólk Eflingar átti samverustund í morgun Starfsmenn á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni kom saman til fundar í morgun klukkan 8:15. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins segir fundinn hafa verið rólega samverustund þar sem fólk hafi minnt sig á það mikilvæga starf sem fólk sinni fyrir félagsmenn sína. 16. febrúar 2022 09:10
Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55