Safnar sögum um ketti sem finnast langt að heiman: „Þetta getur ekki verið tilviljun“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. febrúar 2022 18:00 Hallgerður Hauksdóttir, formaður DÍS, segist hafa heyrt af mörgum tilvikum þar sem kettir virðast hafa verið fluttir milli staða. Vísir/Samsett Nýjum Facebook hóp er ætlað að kortleggja sögur af köttum sem týnast og finnast langt frá heimili sínu en nokkuð hefur borið á því undanfarið. Stofnandi hópsins telur að í einhverjum tilvikum séu óprúttnir aðilar að fara með kettina í annað bæjarfélag. Hún segir það óskiljanlega mannvonsku að fara illa með ketti og því sé mikilvægt að ná þeim sem stunda slíkt. Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands, stofnaði hópinn í síðustu viku en markmið hópsins er að safna sögum um ketti sem finnast langt að heiman svo hægt sé að kortleggja stöðuna og bera saman hvar kettir finnast. „Þetta getur ekki verið tilviljun,“ segir Hallgerður í samtali við fréttastofu um fréttir undanfarna mánuði af köttum sem finnast langt frá heimili sínu, oft í öðru bæjarfélagi. Nýverið var til að mynda greint frá því að kötturinn Flóki, sem týndist úr hverfi 108 vorið 2021, hafi fundist á Selfossi eftir margra mánaða leit. Sjálf segist Hallgerður hafa heyrt fjölmargar sögur af köttum sem finnast langt frá heimilinu og í sumum tilvikum finnast kettir reglulega á ákveðnum stað. „Ég þekki konu sem býr á að því er virðist á „vinsælum stað“ rétt fyrir utan bæinn, vinsælum til að keyra með ketti og sleppa þeim, hún er bara reglulega yfir árið að fá kisur heim til sín sem eru greinilega týndar og frá allskonar stöðum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Hallgerður. Þá segir hún það þekkt að kettir finnist við Ölfusarbrúnna og á Kjalarnesi. „Fólk virðist halda á að þetta séu eigendur sem eru að losa sig við ketti, ég held að það sé ekki málið. Ég er meira smeyk um að það sé verið að fara með ketti á þessa staði,“ segir Hallgerður. „Það er til fólk sem leggur hatur á ketti og finnst bara allt í lagi að fara illa með þá, og þetta er bara eitt af því sem við höfum áhyggjur af,“ segir hún. „Þetta er bara óskiljanleg mannvonska.“ Hún segir markmiðið með hópnum vera að fá eigendur katta til að deila sínum sögum en ekki til að auglýsa týnda ketti, fjöldi annarra hópa séu til staðar fyrir slíkt. Þá geti fólk komið inn með gamlar sögur. „Ég vona að eigendur sem eiga kött sem hefur fundist mjög langt að heiman komi inn og deili sínum sögum,“ segir Hallgerður. Hópinn má finna hér. Kettir Gæludýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Gunnlaugur fannst eftir fjóra mánuði og 50 kílómetra ferðalag Kötturinn Gunnlaugur, sem búsettur er í grennd við Hofsós, komst heilu og höldnu heim til sín í gær eftir fjóra mánuði á vergangi. 8. október 2020 08:01 Týndist í Reykjavík en fannst á Akranesi átta árum síðar Kötturinn Smigly hvarf frá eigendum sínum í Reykjavík fyrir átta árum síðan. Í gær fannst hann í garði á Akranesi og er hann nú kominn í hendur gömlu eigenda sinna. 3. maí 2021 20:05 Kisan Bella rúntaði um 150 kílómetra í vélarhúddi bíls Kötturinn Bella fór óvænt í hundrað og fimmtíu kílómetra ökuferð um Suðurland eftir að hún fór inn í vélarhúdd á bíl og var þar í sólarhring. Hún fannst þegar eigandi bílsins fór að setja rúðuvökva á bílinn. 16. febrúar 2021 20:59 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Sjá meira
Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands, stofnaði hópinn í síðustu viku en markmið hópsins er að safna sögum um ketti sem finnast langt að heiman svo hægt sé að kortleggja stöðuna og bera saman hvar kettir finnast. „Þetta getur ekki verið tilviljun,“ segir Hallgerður í samtali við fréttastofu um fréttir undanfarna mánuði af köttum sem finnast langt frá heimili sínu, oft í öðru bæjarfélagi. Nýverið var til að mynda greint frá því að kötturinn Flóki, sem týndist úr hverfi 108 vorið 2021, hafi fundist á Selfossi eftir margra mánaða leit. Sjálf segist Hallgerður hafa heyrt fjölmargar sögur af köttum sem finnast langt frá heimilinu og í sumum tilvikum finnast kettir reglulega á ákveðnum stað. „Ég þekki konu sem býr á að því er virðist á „vinsælum stað“ rétt fyrir utan bæinn, vinsælum til að keyra með ketti og sleppa þeim, hún er bara reglulega yfir árið að fá kisur heim til sín sem eru greinilega týndar og frá allskonar stöðum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Hallgerður. Þá segir hún það þekkt að kettir finnist við Ölfusarbrúnna og á Kjalarnesi. „Fólk virðist halda á að þetta séu eigendur sem eru að losa sig við ketti, ég held að það sé ekki málið. Ég er meira smeyk um að það sé verið að fara með ketti á þessa staði,“ segir Hallgerður. „Það er til fólk sem leggur hatur á ketti og finnst bara allt í lagi að fara illa með þá, og þetta er bara eitt af því sem við höfum áhyggjur af,“ segir hún. „Þetta er bara óskiljanleg mannvonska.“ Hún segir markmiðið með hópnum vera að fá eigendur katta til að deila sínum sögum en ekki til að auglýsa týnda ketti, fjöldi annarra hópa séu til staðar fyrir slíkt. Þá geti fólk komið inn með gamlar sögur. „Ég vona að eigendur sem eiga kött sem hefur fundist mjög langt að heiman komi inn og deili sínum sögum,“ segir Hallgerður. Hópinn má finna hér.
Kettir Gæludýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Gunnlaugur fannst eftir fjóra mánuði og 50 kílómetra ferðalag Kötturinn Gunnlaugur, sem búsettur er í grennd við Hofsós, komst heilu og höldnu heim til sín í gær eftir fjóra mánuði á vergangi. 8. október 2020 08:01 Týndist í Reykjavík en fannst á Akranesi átta árum síðar Kötturinn Smigly hvarf frá eigendum sínum í Reykjavík fyrir átta árum síðan. Í gær fannst hann í garði á Akranesi og er hann nú kominn í hendur gömlu eigenda sinna. 3. maí 2021 20:05 Kisan Bella rúntaði um 150 kílómetra í vélarhúddi bíls Kötturinn Bella fór óvænt í hundrað og fimmtíu kílómetra ökuferð um Suðurland eftir að hún fór inn í vélarhúdd á bíl og var þar í sólarhring. Hún fannst þegar eigandi bílsins fór að setja rúðuvökva á bílinn. 16. febrúar 2021 20:59 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Sjá meira
Gunnlaugur fannst eftir fjóra mánuði og 50 kílómetra ferðalag Kötturinn Gunnlaugur, sem búsettur er í grennd við Hofsós, komst heilu og höldnu heim til sín í gær eftir fjóra mánuði á vergangi. 8. október 2020 08:01
Týndist í Reykjavík en fannst á Akranesi átta árum síðar Kötturinn Smigly hvarf frá eigendum sínum í Reykjavík fyrir átta árum síðan. Í gær fannst hann í garði á Akranesi og er hann nú kominn í hendur gömlu eigenda sinna. 3. maí 2021 20:05
Kisan Bella rúntaði um 150 kílómetra í vélarhúddi bíls Kötturinn Bella fór óvænt í hundrað og fimmtíu kílómetra ökuferð um Suðurland eftir að hún fór inn í vélarhúdd á bíl og var þar í sólarhring. Hún fannst þegar eigandi bílsins fór að setja rúðuvökva á bílinn. 16. febrúar 2021 20:59