Safnar sögum um ketti sem finnast langt að heiman: „Þetta getur ekki verið tilviljun“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. febrúar 2022 18:00 Hallgerður Hauksdóttir, formaður DÍS, segist hafa heyrt af mörgum tilvikum þar sem kettir virðast hafa verið fluttir milli staða. Vísir/Samsett Nýjum Facebook hóp er ætlað að kortleggja sögur af köttum sem týnast og finnast langt frá heimili sínu en nokkuð hefur borið á því undanfarið. Stofnandi hópsins telur að í einhverjum tilvikum séu óprúttnir aðilar að fara með kettina í annað bæjarfélag. Hún segir það óskiljanlega mannvonsku að fara illa með ketti og því sé mikilvægt að ná þeim sem stunda slíkt. Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands, stofnaði hópinn í síðustu viku en markmið hópsins er að safna sögum um ketti sem finnast langt að heiman svo hægt sé að kortleggja stöðuna og bera saman hvar kettir finnast. „Þetta getur ekki verið tilviljun,“ segir Hallgerður í samtali við fréttastofu um fréttir undanfarna mánuði af köttum sem finnast langt frá heimili sínu, oft í öðru bæjarfélagi. Nýverið var til að mynda greint frá því að kötturinn Flóki, sem týndist úr hverfi 108 vorið 2021, hafi fundist á Selfossi eftir margra mánaða leit. Sjálf segist Hallgerður hafa heyrt fjölmargar sögur af köttum sem finnast langt frá heimilinu og í sumum tilvikum finnast kettir reglulega á ákveðnum stað. „Ég þekki konu sem býr á að því er virðist á „vinsælum stað“ rétt fyrir utan bæinn, vinsælum til að keyra með ketti og sleppa þeim, hún er bara reglulega yfir árið að fá kisur heim til sín sem eru greinilega týndar og frá allskonar stöðum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Hallgerður. Þá segir hún það þekkt að kettir finnist við Ölfusarbrúnna og á Kjalarnesi. „Fólk virðist halda á að þetta séu eigendur sem eru að losa sig við ketti, ég held að það sé ekki málið. Ég er meira smeyk um að það sé verið að fara með ketti á þessa staði,“ segir Hallgerður. „Það er til fólk sem leggur hatur á ketti og finnst bara allt í lagi að fara illa með þá, og þetta er bara eitt af því sem við höfum áhyggjur af,“ segir hún. „Þetta er bara óskiljanleg mannvonska.“ Hún segir markmiðið með hópnum vera að fá eigendur katta til að deila sínum sögum en ekki til að auglýsa týnda ketti, fjöldi annarra hópa séu til staðar fyrir slíkt. Þá geti fólk komið inn með gamlar sögur. „Ég vona að eigendur sem eiga kött sem hefur fundist mjög langt að heiman komi inn og deili sínum sögum,“ segir Hallgerður. Hópinn má finna hér. Kettir Gæludýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Gunnlaugur fannst eftir fjóra mánuði og 50 kílómetra ferðalag Kötturinn Gunnlaugur, sem búsettur er í grennd við Hofsós, komst heilu og höldnu heim til sín í gær eftir fjóra mánuði á vergangi. 8. október 2020 08:01 Týndist í Reykjavík en fannst á Akranesi átta árum síðar Kötturinn Smigly hvarf frá eigendum sínum í Reykjavík fyrir átta árum síðan. Í gær fannst hann í garði á Akranesi og er hann nú kominn í hendur gömlu eigenda sinna. 3. maí 2021 20:05 Kisan Bella rúntaði um 150 kílómetra í vélarhúddi bíls Kötturinn Bella fór óvænt í hundrað og fimmtíu kílómetra ökuferð um Suðurland eftir að hún fór inn í vélarhúdd á bíl og var þar í sólarhring. Hún fannst þegar eigandi bílsins fór að setja rúðuvökva á bílinn. 16. febrúar 2021 20:59 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands, stofnaði hópinn í síðustu viku en markmið hópsins er að safna sögum um ketti sem finnast langt að heiman svo hægt sé að kortleggja stöðuna og bera saman hvar kettir finnast. „Þetta getur ekki verið tilviljun,“ segir Hallgerður í samtali við fréttastofu um fréttir undanfarna mánuði af köttum sem finnast langt frá heimili sínu, oft í öðru bæjarfélagi. Nýverið var til að mynda greint frá því að kötturinn Flóki, sem týndist úr hverfi 108 vorið 2021, hafi fundist á Selfossi eftir margra mánaða leit. Sjálf segist Hallgerður hafa heyrt fjölmargar sögur af köttum sem finnast langt frá heimilinu og í sumum tilvikum finnast kettir reglulega á ákveðnum stað. „Ég þekki konu sem býr á að því er virðist á „vinsælum stað“ rétt fyrir utan bæinn, vinsælum til að keyra með ketti og sleppa þeim, hún er bara reglulega yfir árið að fá kisur heim til sín sem eru greinilega týndar og frá allskonar stöðum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Hallgerður. Þá segir hún það þekkt að kettir finnist við Ölfusarbrúnna og á Kjalarnesi. „Fólk virðist halda á að þetta séu eigendur sem eru að losa sig við ketti, ég held að það sé ekki málið. Ég er meira smeyk um að það sé verið að fara með ketti á þessa staði,“ segir Hallgerður. „Það er til fólk sem leggur hatur á ketti og finnst bara allt í lagi að fara illa með þá, og þetta er bara eitt af því sem við höfum áhyggjur af,“ segir hún. „Þetta er bara óskiljanleg mannvonska.“ Hún segir markmiðið með hópnum vera að fá eigendur katta til að deila sínum sögum en ekki til að auglýsa týnda ketti, fjöldi annarra hópa séu til staðar fyrir slíkt. Þá geti fólk komið inn með gamlar sögur. „Ég vona að eigendur sem eiga kött sem hefur fundist mjög langt að heiman komi inn og deili sínum sögum,“ segir Hallgerður. Hópinn má finna hér.
Kettir Gæludýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Gunnlaugur fannst eftir fjóra mánuði og 50 kílómetra ferðalag Kötturinn Gunnlaugur, sem búsettur er í grennd við Hofsós, komst heilu og höldnu heim til sín í gær eftir fjóra mánuði á vergangi. 8. október 2020 08:01 Týndist í Reykjavík en fannst á Akranesi átta árum síðar Kötturinn Smigly hvarf frá eigendum sínum í Reykjavík fyrir átta árum síðan. Í gær fannst hann í garði á Akranesi og er hann nú kominn í hendur gömlu eigenda sinna. 3. maí 2021 20:05 Kisan Bella rúntaði um 150 kílómetra í vélarhúddi bíls Kötturinn Bella fór óvænt í hundrað og fimmtíu kílómetra ökuferð um Suðurland eftir að hún fór inn í vélarhúdd á bíl og var þar í sólarhring. Hún fannst þegar eigandi bílsins fór að setja rúðuvökva á bílinn. 16. febrúar 2021 20:59 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Gunnlaugur fannst eftir fjóra mánuði og 50 kílómetra ferðalag Kötturinn Gunnlaugur, sem búsettur er í grennd við Hofsós, komst heilu og höldnu heim til sín í gær eftir fjóra mánuði á vergangi. 8. október 2020 08:01
Týndist í Reykjavík en fannst á Akranesi átta árum síðar Kötturinn Smigly hvarf frá eigendum sínum í Reykjavík fyrir átta árum síðan. Í gær fannst hann í garði á Akranesi og er hann nú kominn í hendur gömlu eigenda sinna. 3. maí 2021 20:05
Kisan Bella rúntaði um 150 kílómetra í vélarhúddi bíls Kötturinn Bella fór óvænt í hundrað og fimmtíu kílómetra ökuferð um Suðurland eftir að hún fór inn í vélarhúdd á bíl og var þar í sólarhring. Hún fannst þegar eigandi bílsins fór að setja rúðuvökva á bílinn. 16. febrúar 2021 20:59