ABC News í Ástralíu segir þetta í fyrsta sinn sem hákarl banar manneskju í Sydney í nærri því sextíu ár.
Stangveiðimaður sem ræddi við ABC segir að um mann hafi verið að ræða. Hann hafi verið í blautbúning og hafi verið að synda fram hjá þegar hann byrjaði að öskra og var dreginn á kaf af hákarlinum.
Maðurinn sagði árásina hafa staðið yfir í nokkrar sekúndur.
„Þetta var hræðilegt,“ sagði maðurinn. Hann sagðist hafa kastað ítrekað upp í kjölfarið og hætti ekki að skjálfa. Fleiri stangveiðimenn urðu vitni að árásinni.
Líkamsleifar fundust í sjónum þar sem árásin átti sér stað og var blek sett í sjóinn á staðnum til að sjá hvert líkamsleifar gætu hafa rekið.
Þá hafa myndbönd sem tekin voru á meðan á árásinni stóð og í kjölfar hennar verið í dreifingu á netinu. TMZ birti eitt þeirra.
„Einhver var étinn af hákarli,“ er það fyrsta sem maðurinn sem tók myndbandið sagði.