Fyrsta konan sögð læknuð af HIV-veirunni Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2022 14:57 Konan fékk stofnfrumur úr blóðvökva sem tekinn var úr naflastreng ungabarns með náttúrulegar varnir gegn HIV-veirunni. Getty Bandarísk kona með hvítblæði er sögð hafa læknast af HIV-veirunni við stofnfrumuígræðslu frá gjafa með náttúrlegar varnir gegn veirunni sem veldur alnæmi. Um er að ræða fyrstu konuna sem læknast af veirunni en tveir menn hafa áður læknast. Vísindamenn sögðu frá þessum vendingum í gær en fjögur ár eru síðan konan fékk stofnfrumur úr blóðvökva sem tekinn var úr naflastreng nýfædds barns, samkvæmt frétt Washington Post. Fjórtán mánuðir eru síðan veiran greindist síðast í konunni. Þá hætti hún að taka lyf sem halda veirunni niðri og þrátt fyrir það hefur hún ekki greinst aftur í konunni. Konan ku vera á miðjum aldri og af blönduðum uppruna. Árangurinn þykir til marks um að þessi nýja aðferð gæti verið notuð til að lækna fleiri af HIV-veirunni. Þeir tveir sem höfðu áður læknast voru hvítur maður og annar af rómönskum uppruna. Þeir höfðu báðir fengið stofnfrumur úr fullorðnum gjöfum. Öll voru læknuð af HIV við krabbameinsmeðferð. Fylgjast með 25 öðrum sjúklingum Reuters segir konuna taka þátt í rannsókn þar sem fylgst er með 25 einstaklingum sem eru með HIV og hafa fengið stofnfrumuígræðslu úr blóði úr naflastreng vegna krabbameins eða annarra alvarlegra veikinda. Fyrst fara sjúklingarnir í lyfjameðferð og í kjölfar hennar fá þeir stofnfrumuígræðslu frá aðilum með sérstakar stökkbreytingar sem verja þau gegn HIV-veirunni. Samkvæmt Reuters telja vísindamennirnir sem að rannsókninni koma að það veiti ónæmiskerfum sjúklinganna auknar varnir gegn veirunni. Þessari aðferð væri ekki hægt að beita til að lækna langflesta HIV-sjúklinga en sérfræðingar segja þetta skref í rétta átt. Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Vísindamenn sögðu frá þessum vendingum í gær en fjögur ár eru síðan konan fékk stofnfrumur úr blóðvökva sem tekinn var úr naflastreng nýfædds barns, samkvæmt frétt Washington Post. Fjórtán mánuðir eru síðan veiran greindist síðast í konunni. Þá hætti hún að taka lyf sem halda veirunni niðri og þrátt fyrir það hefur hún ekki greinst aftur í konunni. Konan ku vera á miðjum aldri og af blönduðum uppruna. Árangurinn þykir til marks um að þessi nýja aðferð gæti verið notuð til að lækna fleiri af HIV-veirunni. Þeir tveir sem höfðu áður læknast voru hvítur maður og annar af rómönskum uppruna. Þeir höfðu báðir fengið stofnfrumur úr fullorðnum gjöfum. Öll voru læknuð af HIV við krabbameinsmeðferð. Fylgjast með 25 öðrum sjúklingum Reuters segir konuna taka þátt í rannsókn þar sem fylgst er með 25 einstaklingum sem eru með HIV og hafa fengið stofnfrumuígræðslu úr blóði úr naflastreng vegna krabbameins eða annarra alvarlegra veikinda. Fyrst fara sjúklingarnir í lyfjameðferð og í kjölfar hennar fá þeir stofnfrumuígræðslu frá aðilum með sérstakar stökkbreytingar sem verja þau gegn HIV-veirunni. Samkvæmt Reuters telja vísindamennirnir sem að rannsókninni koma að það veiti ónæmiskerfum sjúklinganna auknar varnir gegn veirunni. Þessari aðferð væri ekki hægt að beita til að lækna langflesta HIV-sjúklinga en sérfræðingar segja þetta skref í rétta átt.
Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira