Bjarni hafnar því að hann þjófkenni Þórð Snæ Jakob Bjarnar skrifar 16. febrúar 2022 11:31 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur svarað Þórði Snæ á Twitter og segist hvergi hafa gefið það í skyn að Þórður Snær hafi gert af sér: „Nýtt fyrir mér að þjófnaður komi mögulega við sögu og er annað brot þú segir að þér sé gefið að sök.“ Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans hnýtir í Facebookfærslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis að ekkert sé óeðilegt við að blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu í sakamáli; að Bjarni gefi í skyn að hann sé þjófur. Bjarni telur þetta fráleita túlkun. Vísir sagði í gær af viðhorfum Bjarna til þess að Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, hafi kallað til yfirheyrslu fjóra blaðamenn. Hann telur ekkert óeðlilegt við það. Þórður Snær stingur niður penna á Twitter af þessu tilefni og ljóst er að hann telur illa að sér vegið af hálfu Bjarna. „Það er óvenjuleg upplifun að formaður flokks/ráðherra og dagblað taki sig saman og gefi í skyn að maður sé mögulega þjófur. Glæpamaður. Fjármálaráðherra til upplýsingar þá veit ég hvað mér er gefið að sök. Ég spurði. Lögregla staðfesti það i yfirlýsingu: Að skrifa fréttir.“ Það er óvenjuleg upplifun að formaður flokks/ráðherra og dagblað taki sig saman og gefi í skyn að maður sé mögulega þjófur. Glæpamaður. Fjármálaráðherra til upplýsingar þá veit ég hvað mér er gefið að sök. Ég spurði. Lögregla staðfesti það i yfirlýsingu: Að skrifa fréttir. pic.twitter.com/okreGU3Hvd— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) February 16, 2022 Bjarni hefur nú svarað þessum orðum Þórðar og telur ritstjórann fara offari í túlkun á orðum sínum. „Ég skrifa í eigin nafni og án samstarfs við aðra,“ segir Bjarni í svari og vill meina að hann sé ekki að misnota stöðu sína. Þá hafnar hann því að hann sé að þjófkenna Þórð. „Hvergi sagt eða gefið í skyn að þú hafir gert eitthvað af þér. Hvort tveggja rangt. Málið er til rannsóknar. Það er aðalatriðið. Nýtt fyrir mér að þjófnaður komi mögulega við sögu og er annað brot þú segir að þér sé gefið að sök,“ segir Bjarni. Málið snýst um brot gegn friðhelgi einkalífsins Mikil umræða geisar nú um þennan þátt málsins, lögreglurannsókn á hvarfi síma Páls Steingrímssonar skipstjóra Samherja og að á gögnum þaðan byggist fréttaflutningur Kjarnans og Stundarinnar á hinni svokölluðu Skrímsladeild Samherja sem lagðist í ófrægingarherferð í kjölfar Samherjamálsins. Lögregluembættið á Norðurlandi eystra sendi frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna fyrirspurna í vikunni: „Í tilefni af umræðu í fjölmiðlum um rannsókn máls hjá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vill embættið koma eftirfarandi á framfæri. Embættið er með brot gegn friðhelgi einkalífs til rannsóknar og er málið í hefðbundnum farvegi. Liður í rannsóknum sakamála er að fram fari skýrslutökur af aðilum og vitnum í því skyni að upplýsa mál. Vegna rannsóknarhagsmuna mun embættið ekki veita frekari upplýsingar um málið.“ Að hafa réttarstöðu sakbornings Fjórmenningarnir; Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum, Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Arnar Þór Ingólfsson á Kjarnanum og svo Þóra Arnórsdóttir á RÚV, hafa réttarstöðu sakbornings í málinu. Gísli Tryggvason, landsréttarlögmaður með mikla reynslu af sakamálum, segir það fræðilega og almennt geta talist betra að hafa réttarstöðu grunaðs eða sakbornings í stað þess að vera vitni - af tveimur ástæðum. „Í fyrsta lagi þarf maður þá ekki að tjá sig. Það er vitnaskylda á Íslandi og vitni þurfa að tjá sig, en sakborningum er ekki skylt að tjá sig. Hin ástæðan er sú að ef maður sem er í skýrslutöku hjá lögreglu eða dómstóli segir ósatt, til dæmis viljandi, þá verður sakborningi ekki refsað fyrir að segja ósatt um sakarefni. Það er hins vegar refsivert ef maður er vitni,“ segir Gísli í samtali við fréttastofu. 11:50 Fréttin hefur verið uppfærð. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglumál Samfélagsmiðlar Byrlunar- og símastuldarmálið Tengdar fréttir Staðhæfingar Páls koma Páleyju spánskt fyrir sjónir Páll Vilhjálmsson bloggari og framhaldsskólakennari fullyrðir að rannsókn á hvarfi síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja sem og hvort og hvernig hafi verið eitrað fyrir skipstjóranum sé langt komin og niðurstaða liggi fyrir í drögum. 19. nóvember 2021 11:16 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Vísir sagði í gær af viðhorfum Bjarna til þess að Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, hafi kallað til yfirheyrslu fjóra blaðamenn. Hann telur ekkert óeðlilegt við það. Þórður Snær stingur niður penna á Twitter af þessu tilefni og ljóst er að hann telur illa að sér vegið af hálfu Bjarna. „Það er óvenjuleg upplifun að formaður flokks/ráðherra og dagblað taki sig saman og gefi í skyn að maður sé mögulega þjófur. Glæpamaður. Fjármálaráðherra til upplýsingar þá veit ég hvað mér er gefið að sök. Ég spurði. Lögregla staðfesti það i yfirlýsingu: Að skrifa fréttir.“ Það er óvenjuleg upplifun að formaður flokks/ráðherra og dagblað taki sig saman og gefi í skyn að maður sé mögulega þjófur. Glæpamaður. Fjármálaráðherra til upplýsingar þá veit ég hvað mér er gefið að sök. Ég spurði. Lögregla staðfesti það i yfirlýsingu: Að skrifa fréttir. pic.twitter.com/okreGU3Hvd— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) February 16, 2022 Bjarni hefur nú svarað þessum orðum Þórðar og telur ritstjórann fara offari í túlkun á orðum sínum. „Ég skrifa í eigin nafni og án samstarfs við aðra,“ segir Bjarni í svari og vill meina að hann sé ekki að misnota stöðu sína. Þá hafnar hann því að hann sé að þjófkenna Þórð. „Hvergi sagt eða gefið í skyn að þú hafir gert eitthvað af þér. Hvort tveggja rangt. Málið er til rannsóknar. Það er aðalatriðið. Nýtt fyrir mér að þjófnaður komi mögulega við sögu og er annað brot þú segir að þér sé gefið að sök,“ segir Bjarni. Málið snýst um brot gegn friðhelgi einkalífsins Mikil umræða geisar nú um þennan þátt málsins, lögreglurannsókn á hvarfi síma Páls Steingrímssonar skipstjóra Samherja og að á gögnum þaðan byggist fréttaflutningur Kjarnans og Stundarinnar á hinni svokölluðu Skrímsladeild Samherja sem lagðist í ófrægingarherferð í kjölfar Samherjamálsins. Lögregluembættið á Norðurlandi eystra sendi frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna fyrirspurna í vikunni: „Í tilefni af umræðu í fjölmiðlum um rannsókn máls hjá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vill embættið koma eftirfarandi á framfæri. Embættið er með brot gegn friðhelgi einkalífs til rannsóknar og er málið í hefðbundnum farvegi. Liður í rannsóknum sakamála er að fram fari skýrslutökur af aðilum og vitnum í því skyni að upplýsa mál. Vegna rannsóknarhagsmuna mun embættið ekki veita frekari upplýsingar um málið.“ Að hafa réttarstöðu sakbornings Fjórmenningarnir; Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum, Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Arnar Þór Ingólfsson á Kjarnanum og svo Þóra Arnórsdóttir á RÚV, hafa réttarstöðu sakbornings í málinu. Gísli Tryggvason, landsréttarlögmaður með mikla reynslu af sakamálum, segir það fræðilega og almennt geta talist betra að hafa réttarstöðu grunaðs eða sakbornings í stað þess að vera vitni - af tveimur ástæðum. „Í fyrsta lagi þarf maður þá ekki að tjá sig. Það er vitnaskylda á Íslandi og vitni þurfa að tjá sig, en sakborningum er ekki skylt að tjá sig. Hin ástæðan er sú að ef maður sem er í skýrslutöku hjá lögreglu eða dómstóli segir ósatt, til dæmis viljandi, þá verður sakborningi ekki refsað fyrir að segja ósatt um sakarefni. Það er hins vegar refsivert ef maður er vitni,“ segir Gísli í samtali við fréttastofu. 11:50 Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglumál Samfélagsmiðlar Byrlunar- og símastuldarmálið Tengdar fréttir Staðhæfingar Páls koma Páleyju spánskt fyrir sjónir Páll Vilhjálmsson bloggari og framhaldsskólakennari fullyrðir að rannsókn á hvarfi síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja sem og hvort og hvernig hafi verið eitrað fyrir skipstjóranum sé langt komin og niðurstaða liggi fyrir í drögum. 19. nóvember 2021 11:16 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Staðhæfingar Páls koma Páleyju spánskt fyrir sjónir Páll Vilhjálmsson bloggari og framhaldsskólakennari fullyrðir að rannsókn á hvarfi síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja sem og hvort og hvernig hafi verið eitrað fyrir skipstjóranum sé langt komin og niðurstaða liggi fyrir í drögum. 19. nóvember 2021 11:16