Hætta að bólusetja í höllinni ári síðar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. febrúar 2022 11:20 Starfsmenn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafa staðið í ströngu undanfarið ár við að bólusetja landsmenn. Vísir/Vilhelm Fjöldabólusetningar hófust í Laugardalshöll í febrúar 2021 og nú ári síðar stendur til að þeim muni ljúka. Þeir sem eiga eftir að fá bólusetningu eða örvunarskammt munu eftir næstu viku geta leitað til heilsugæslunnar. Stefnt er á það að eftir næstu viku verði hætt að bólusetja gegn Covid-19 í höllinni en þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Þannig verður næsta vika sú síðasta í höllinni. „Þannig við erum svona að hvetja fólk til að drífa sig. Það er svo dræm þátttaka, það eru ekki nema svona hundrað að koma á dag þannig við ætlum bara að loka. Þannig að næsta vika verður síðasta vikan,“ segir Ragnheiður. Fjöldabólusetningar hófust í Laugardalshöll í febrúar í fyrra og hafa bólusetningar verið nokkuð stöðugar frá þeim tíma. Að því er kemur fram á vef covid.is hafa nú 78 prósent landsmanna verið fullbólusettir, þar af 81 prósent landsmanna fimm ára og eldri. Rúmlega 288 þúsund eru fullbólusettir. Gera ekki ráð fyrir að opna aftur Til stóð að hætta með bólusetningar í höllinni eftir áramót vegna framkvæmda á svæðinu en eftir að ákvörðun var tekin um að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára var ákveðið að halda áfram. Nú stendur til að hætta en eftir næstu viku verða bólusetningarnar fluttar yfir á heilsugæslustöðvarnar. „Við ætlum bara að koma því þannig fyrir að fólk fari á sína heilsugæslustöð ef það vantar örvunarskammt og bóki bara tíma þar. Færa þetta bara yfir á heilsugæslustöðvarnar af því að þátttakan er dottin niður,“ segir Ragnheiður. „Þannig þetta er allt saman á niðurleið, það er bara jákvætt,“ segir hún enn fremur. Aðspurð um hvort það gæti komið til þess að nýta höllina aftur, til að mynda ef ákveðið verður að bólusetja yngri börn, segir Ragnheiður það ólíklegt. Þá sé sömu sögu að segja um fjórða skammtinn, sem sumir hafa fengið. „Á meðan það eru ekki alvarlegri veikindi þá er ekki talið ásættanlegt að gefa fjórða skammtinn með sama efni fyrir alla. Þannig þetta er bara allt saman á ágætri leið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Takmörkuðum hópi býðst að fá fjórða skammtinn Einstaklingar sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma eða hafa fengið vissar ónæmisbælandi meðferðir á undanförnum einum til tveimur árum geta sóst eftir því að fá fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19. 3. febrúar 2022 15:26 Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku. 25. janúar 2022 10:39 Hafa þurft að hlaupa uppi nokkra bólusetningasvindlara Enn ber á því að einstaklingar skrái sig í bólusetningu í Laugardalshöll en freisti þess að láta sig hverfa áður en þeir fá sprautuna. Í nokkrum tilfellum hafa lögreglu- og slökkviliðsmenn hlaupið viðkomandi uppi. 21. janúar 2022 10:36 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Fleiri fréttir Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Sjá meira
Stefnt er á það að eftir næstu viku verði hætt að bólusetja gegn Covid-19 í höllinni en þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Þannig verður næsta vika sú síðasta í höllinni. „Þannig við erum svona að hvetja fólk til að drífa sig. Það er svo dræm þátttaka, það eru ekki nema svona hundrað að koma á dag þannig við ætlum bara að loka. Þannig að næsta vika verður síðasta vikan,“ segir Ragnheiður. Fjöldabólusetningar hófust í Laugardalshöll í febrúar í fyrra og hafa bólusetningar verið nokkuð stöðugar frá þeim tíma. Að því er kemur fram á vef covid.is hafa nú 78 prósent landsmanna verið fullbólusettir, þar af 81 prósent landsmanna fimm ára og eldri. Rúmlega 288 þúsund eru fullbólusettir. Gera ekki ráð fyrir að opna aftur Til stóð að hætta með bólusetningar í höllinni eftir áramót vegna framkvæmda á svæðinu en eftir að ákvörðun var tekin um að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára var ákveðið að halda áfram. Nú stendur til að hætta en eftir næstu viku verða bólusetningarnar fluttar yfir á heilsugæslustöðvarnar. „Við ætlum bara að koma því þannig fyrir að fólk fari á sína heilsugæslustöð ef það vantar örvunarskammt og bóki bara tíma þar. Færa þetta bara yfir á heilsugæslustöðvarnar af því að þátttakan er dottin niður,“ segir Ragnheiður. „Þannig þetta er allt saman á niðurleið, það er bara jákvætt,“ segir hún enn fremur. Aðspurð um hvort það gæti komið til þess að nýta höllina aftur, til að mynda ef ákveðið verður að bólusetja yngri börn, segir Ragnheiður það ólíklegt. Þá sé sömu sögu að segja um fjórða skammtinn, sem sumir hafa fengið. „Á meðan það eru ekki alvarlegri veikindi þá er ekki talið ásættanlegt að gefa fjórða skammtinn með sama efni fyrir alla. Þannig þetta er bara allt saman á ágætri leið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Takmörkuðum hópi býðst að fá fjórða skammtinn Einstaklingar sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma eða hafa fengið vissar ónæmisbælandi meðferðir á undanförnum einum til tveimur árum geta sóst eftir því að fá fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19. 3. febrúar 2022 15:26 Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku. 25. janúar 2022 10:39 Hafa þurft að hlaupa uppi nokkra bólusetningasvindlara Enn ber á því að einstaklingar skrái sig í bólusetningu í Laugardalshöll en freisti þess að láta sig hverfa áður en þeir fá sprautuna. Í nokkrum tilfellum hafa lögreglu- og slökkviliðsmenn hlaupið viðkomandi uppi. 21. janúar 2022 10:36 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Fleiri fréttir Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Sjá meira
Takmörkuðum hópi býðst að fá fjórða skammtinn Einstaklingar sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma eða hafa fengið vissar ónæmisbælandi meðferðir á undanförnum einum til tveimur árum geta sóst eftir því að fá fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19. 3. febrúar 2022 15:26
Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku. 25. janúar 2022 10:39
Hafa þurft að hlaupa uppi nokkra bólusetningasvindlara Enn ber á því að einstaklingar skrái sig í bólusetningu í Laugardalshöll en freisti þess að láta sig hverfa áður en þeir fá sprautuna. Í nokkrum tilfellum hafa lögreglu- og slökkviliðsmenn hlaupið viðkomandi uppi. 21. janúar 2022 10:36