Öryggi vegfarenda á stígum eigi að vera í forgangi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. febrúar 2022 20:41 Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Straumland, stjórnarmeðlimur Samtaka um bíllausan lífstíl, er meðal þeirra sem eiga erfitt með að komast leiðar sinnar á vegum borgarinnar um þessar mundir. Vísir/Sigurjón Erfið færð er enn víða fyrir gangandi vegfarendur eftir veðrið síðustu daga. Stjórnarmeðlimur Samtaka um bíllausan lífstíl vill betri forgangsröðun. Borgin segir verkefnið erfitt sem krefst þolinmæði. Enn er verið að ryðja í borginni eftir talsverða snjókomu síðustu daga en aðstæður eru víða slæmar fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Straumland, stjórnarmeðlimur Samtaka um bíllausan lífstíl, segir mikilvægt að stígar séu vel ruddir til að fólk komist leiðar sinnar. „Þetta er bara mikið öryggismál, ef að fólk kemst ekki leiðar sinnar með öruggum hætti þá aukast slys, sem er það sem við viljum síst sjá,“ segir Inga. „Virkir vegfarendur velja að labba á götunni þegar stígar eru ekki ruddir eða þú kemst ekki yfir á gangbrautum og það er náttúrulega bara ekki í lagi.“ Hún telur að bæta þurfi núverandi fyrirkomulag borgarinnar við ruðning í framtíðinni. „Ég myndi vilja forgangsraða öðruvísi þannig að stígar, gatnamót virkra vegfarenda, og svæði hjá strætóskýlunum sé í algjörum forgangi af því að það léttir svo mikið á álaginu sem er á götunum,“ segir Inga. Tekur nokkra daga að ryðja Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir að staðan sé ágæt þó að einhver verkefni sitji eftir. „Það sem við erum í raun og veru að gera í dag er kannski svona annar fasi verkefnisins, það er að segja við erum búin að ryðja allt, það er tiltölulega greiðfært á stofn- og tengibrautum, en við þurfum að fara í húsagötur, fara í það að breikka götur, laga gatnamót, fara í tröppur og þess háttar verkefni,“ segir Hjalti. Þá sé unnið eftir fremsta megni að hreinsa stíga þar sem víða eru ruðningar fyrir. „Við erum að reyna að fara að laga það, þannig að gatnamótin verði hrein og allir samgöngumátar geti komist, en við biðjum bara fólk um að vera þolinmótt. Þetta kemur allt en það tekur okkur nokkra daga eftir svona hamfarir eins og gengu á í gær,“ segir Hjalti. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins.Vísir 2000 kílómetrar sem þarf að ryðja Hann telur að það muni taka allt að fjóra daga til viðbótar til að hreinsa götur og stíga almennilega en starfsmenn borgarinnar hafi unnið nánast allan sólarhringinn undanfarna daga. „Við erum að gera okkar besta en þetta bara tekur þennan tíma að hreinsa göturnar í Reykjavík þannig allir ferðamátar geti ferðast um,“ segir Hjalti. Hann ítrekar að um gríðarstórt verkefni sé að ræða og bendir á að þeir þurfi að ryðja um 1200 til 1300 kílómetra af götum, sem er álíka langt og Hringvegurinn, og ríflega 800 kílómetra til viðbótar af stígum. „Þannig þetta eru kannski tvö þúsund kílómetrar sem við þurfum að ryðja með allri þeirri flækju sem fylgir. Þannig þetta er bara heljarinnar stórt verkefni.“ Reykjavík Veður Samgöngur Tengdar fréttir Ekkert sem minnir á vorið að finna í langtímaspá Á suðvesturhorninu horfir nú allt til betri vegar hvað veður og færð snertir en hægfara skil munu plaga íbúa á Suðausturlandi í dag þar sem allt útlit er fyrir samgöngutruflanir. 15. febrúar 2022 12:51 Mikilvægt að moka strax áður en allt verður grjóthart Útlit er fyrir suðvestan storm á Suður- og Vesturlandi í nótt og verða gular viðvaranir víða í gildi vegna veðurs. Að sögn Haralds Ólafssonar veðurfræðings verður lítil úrkoma og ekki mikil hláka. 14. febrúar 2022 23:39 Snjóvaktin: Allt á kafi í snjó og gular viðvarnir Íbúar á Suðvesturhorni landsins vöknuðu upp við mikið fannfergi í morgun og lentu margir hverjir í mesta basli með að komast út úr hverfum sínum í morgun. Snjó hefur kyngt niður í tæpan sólarhring og áfram spáð snjókomu í bland við töluvert hvassvirði. 14. febrúar 2022 13:38 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira
Enn er verið að ryðja í borginni eftir talsverða snjókomu síðustu daga en aðstæður eru víða slæmar fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Straumland, stjórnarmeðlimur Samtaka um bíllausan lífstíl, segir mikilvægt að stígar séu vel ruddir til að fólk komist leiðar sinnar. „Þetta er bara mikið öryggismál, ef að fólk kemst ekki leiðar sinnar með öruggum hætti þá aukast slys, sem er það sem við viljum síst sjá,“ segir Inga. „Virkir vegfarendur velja að labba á götunni þegar stígar eru ekki ruddir eða þú kemst ekki yfir á gangbrautum og það er náttúrulega bara ekki í lagi.“ Hún telur að bæta þurfi núverandi fyrirkomulag borgarinnar við ruðning í framtíðinni. „Ég myndi vilja forgangsraða öðruvísi þannig að stígar, gatnamót virkra vegfarenda, og svæði hjá strætóskýlunum sé í algjörum forgangi af því að það léttir svo mikið á álaginu sem er á götunum,“ segir Inga. Tekur nokkra daga að ryðja Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir að staðan sé ágæt þó að einhver verkefni sitji eftir. „Það sem við erum í raun og veru að gera í dag er kannski svona annar fasi verkefnisins, það er að segja við erum búin að ryðja allt, það er tiltölulega greiðfært á stofn- og tengibrautum, en við þurfum að fara í húsagötur, fara í það að breikka götur, laga gatnamót, fara í tröppur og þess háttar verkefni,“ segir Hjalti. Þá sé unnið eftir fremsta megni að hreinsa stíga þar sem víða eru ruðningar fyrir. „Við erum að reyna að fara að laga það, þannig að gatnamótin verði hrein og allir samgöngumátar geti komist, en við biðjum bara fólk um að vera þolinmótt. Þetta kemur allt en það tekur okkur nokkra daga eftir svona hamfarir eins og gengu á í gær,“ segir Hjalti. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins.Vísir 2000 kílómetrar sem þarf að ryðja Hann telur að það muni taka allt að fjóra daga til viðbótar til að hreinsa götur og stíga almennilega en starfsmenn borgarinnar hafi unnið nánast allan sólarhringinn undanfarna daga. „Við erum að gera okkar besta en þetta bara tekur þennan tíma að hreinsa göturnar í Reykjavík þannig allir ferðamátar geti ferðast um,“ segir Hjalti. Hann ítrekar að um gríðarstórt verkefni sé að ræða og bendir á að þeir þurfi að ryðja um 1200 til 1300 kílómetra af götum, sem er álíka langt og Hringvegurinn, og ríflega 800 kílómetra til viðbótar af stígum. „Þannig þetta eru kannski tvö þúsund kílómetrar sem við þurfum að ryðja með allri þeirri flækju sem fylgir. Þannig þetta er bara heljarinnar stórt verkefni.“
Reykjavík Veður Samgöngur Tengdar fréttir Ekkert sem minnir á vorið að finna í langtímaspá Á suðvesturhorninu horfir nú allt til betri vegar hvað veður og færð snertir en hægfara skil munu plaga íbúa á Suðausturlandi í dag þar sem allt útlit er fyrir samgöngutruflanir. 15. febrúar 2022 12:51 Mikilvægt að moka strax áður en allt verður grjóthart Útlit er fyrir suðvestan storm á Suður- og Vesturlandi í nótt og verða gular viðvaranir víða í gildi vegna veðurs. Að sögn Haralds Ólafssonar veðurfræðings verður lítil úrkoma og ekki mikil hláka. 14. febrúar 2022 23:39 Snjóvaktin: Allt á kafi í snjó og gular viðvarnir Íbúar á Suðvesturhorni landsins vöknuðu upp við mikið fannfergi í morgun og lentu margir hverjir í mesta basli með að komast út úr hverfum sínum í morgun. Snjó hefur kyngt niður í tæpan sólarhring og áfram spáð snjókomu í bland við töluvert hvassvirði. 14. febrúar 2022 13:38 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira
Ekkert sem minnir á vorið að finna í langtímaspá Á suðvesturhorninu horfir nú allt til betri vegar hvað veður og færð snertir en hægfara skil munu plaga íbúa á Suðausturlandi í dag þar sem allt útlit er fyrir samgöngutruflanir. 15. febrúar 2022 12:51
Mikilvægt að moka strax áður en allt verður grjóthart Útlit er fyrir suðvestan storm á Suður- og Vesturlandi í nótt og verða gular viðvaranir víða í gildi vegna veðurs. Að sögn Haralds Ólafssonar veðurfræðings verður lítil úrkoma og ekki mikil hláka. 14. febrúar 2022 23:39
Snjóvaktin: Allt á kafi í snjó og gular viðvarnir Íbúar á Suðvesturhorni landsins vöknuðu upp við mikið fannfergi í morgun og lentu margir hverjir í mesta basli með að komast út úr hverfum sínum í morgun. Snjó hefur kyngt niður í tæpan sólarhring og áfram spáð snjókomu í bland við töluvert hvassvirði. 14. febrúar 2022 13:38