Eina: Margar af stjörnum íslenska landsliðsins fóru í handboltaskólann í Kiel Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2022 14:32 Ómar Ingi Magnússon og Lovísa Thompson eru meðal þeirra sem hafa farið í handboltaskólann í Kiel. Margar af skærustu stjörnum íslenska handboltans fóru í handboltaskólann í Kiel í Þýskalandi. Guðjón Guðmundsson kynnti sér þennan eina íslenska handboltaskóla í Kiel í Seinni bylgjunni. Maðurinn á bak við handboltaskólann í Kiel er Árni Stefánsson, þrautreyndur þjálfari sem gerði HK meðal annars að bikarmeisturum 2003 og starfaði lengi við hlið Alfreðs Gíslasonar. Og hann leitaði einmitt til Alfreðs þegar hann vildi setja handboltaskóla á stofn í vöggu handboltans, Kiel í Þýskalandi. Alfreð var þá þjálfari Kiel. „Fyrir svona tíu árum datt mér í hug að það vantaði handboltaskóla. Það eru til fótboltaskólar og þetta er vinsæl fermingargjöf og annað. Ég talaði við vin minn Alfreð Gíslason hjá Kiel og viðraði hugmyndina við hann og hann gaf grænt ljós á að við mættum koma í heimsókn, fara á æfingu hjá liðinu og hitta leikmenn eftir hana. Þá byrjaði boltinn að rúlla,“ sagði Árni við Gaupa. Að hans sögn eru fimmtíu krakkar í hverri ferð og í sumar verða ferðirnar tvær. Klippa: Eina - Handboltaskólinn í Kiel Í handboltaskólanum er farið yfir alla þætti leiksins og krakkarnir fá að kynnast afreksmannaumhverfinu. „Þetta eru tvær æfingar á dag, fyrirlestrar, myndbandsfundir, alls konar öðruvísi fundir, aukaæfingar og styrktaræfingar. Við förum í allt sem krakkarnir þurfa að læra til að geta orðið afreksmenn í handbolta,“ sagði Árni. Margt af fremsta handboltafólki Íslands í dag fór í handboltaskólann í Kiel á sínum tíma. Má þar meðal annars nefna Ómar Inga Magnússon, Ými Örn Gíslason, Elvar Örn Jónsson, Elliða Snæ Viðarsson, Söndru Erlingsdóttur og Lovísu Thompson. „Það má segja að bestu handboltakrakkarnir á landinu sækist í þetta. Það er virkilega gaman að kynnast þessum krökkum og sjá síðan hvert þau fara,“ sagði Árni. Eina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski handboltinn Handbolti Seinni bylgjan Tengdar fréttir Bjarni gaf Rúnari KA-treyju og Henry Birgir réðst inn í settið Létt var yfir mönnum undir lok Seinni bylgjunnar í gær þar sem gjöfum var útdeilt og óvæntur gestur lét sjá sig. 14. febrúar 2022 18:00 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Maðurinn á bak við handboltaskólann í Kiel er Árni Stefánsson, þrautreyndur þjálfari sem gerði HK meðal annars að bikarmeisturum 2003 og starfaði lengi við hlið Alfreðs Gíslasonar. Og hann leitaði einmitt til Alfreðs þegar hann vildi setja handboltaskóla á stofn í vöggu handboltans, Kiel í Þýskalandi. Alfreð var þá þjálfari Kiel. „Fyrir svona tíu árum datt mér í hug að það vantaði handboltaskóla. Það eru til fótboltaskólar og þetta er vinsæl fermingargjöf og annað. Ég talaði við vin minn Alfreð Gíslason hjá Kiel og viðraði hugmyndina við hann og hann gaf grænt ljós á að við mættum koma í heimsókn, fara á æfingu hjá liðinu og hitta leikmenn eftir hana. Þá byrjaði boltinn að rúlla,“ sagði Árni við Gaupa. Að hans sögn eru fimmtíu krakkar í hverri ferð og í sumar verða ferðirnar tvær. Klippa: Eina - Handboltaskólinn í Kiel Í handboltaskólanum er farið yfir alla þætti leiksins og krakkarnir fá að kynnast afreksmannaumhverfinu. „Þetta eru tvær æfingar á dag, fyrirlestrar, myndbandsfundir, alls konar öðruvísi fundir, aukaæfingar og styrktaræfingar. Við förum í allt sem krakkarnir þurfa að læra til að geta orðið afreksmenn í handbolta,“ sagði Árni. Margt af fremsta handboltafólki Íslands í dag fór í handboltaskólann í Kiel á sínum tíma. Má þar meðal annars nefna Ómar Inga Magnússon, Ými Örn Gíslason, Elvar Örn Jónsson, Elliða Snæ Viðarsson, Söndru Erlingsdóttur og Lovísu Thompson. „Það má segja að bestu handboltakrakkarnir á landinu sækist í þetta. Það er virkilega gaman að kynnast þessum krökkum og sjá síðan hvert þau fara,“ sagði Árni. Eina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski handboltinn Handbolti Seinni bylgjan Tengdar fréttir Bjarni gaf Rúnari KA-treyju og Henry Birgir réðst inn í settið Létt var yfir mönnum undir lok Seinni bylgjunnar í gær þar sem gjöfum var útdeilt og óvæntur gestur lét sjá sig. 14. febrúar 2022 18:00 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Bjarni gaf Rúnari KA-treyju og Henry Birgir réðst inn í settið Létt var yfir mönnum undir lok Seinni bylgjunnar í gær þar sem gjöfum var útdeilt og óvæntur gestur lét sjá sig. 14. febrúar 2022 18:00