„Þetta er einfaldlega orkustigið sem þarf ef þú ætlar að vinna leiki í þessari deild“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 14. febrúar 2022 21:20 Jóhann Þór stýrði Grindavík í kvöld. Vísir/Vilhelm Jóhann Þór Ólafsson, aðstoðarþjálfari Grindavíkur, var við stjórnvölin í kvöld þar sem Daníel Guðni tók út leikbann. Hann tók undir þá greiningu mína að það hefði verið engu líkara en tvö mismunandi Grindavíkurlið hefðu mætt til leiks í fyrri og seinni hálfleik, en frammistaðan var eins og svart og hvítt hjá þeim gulklæddu í kvöld. „Já það er alveg rétt hjá þér. Við vorum mjög flatir í fyrri hálfleik og varnarleikurinn mjög langt frá því sem við ætluðum okkur. Við vorum með ákveðna hluti í „scouting“ fyrir leik sem við ætluðum að nýta okkur sem var bara alls ekki að ganga í fyrri hálfleik. Við breyttum aðeins til í hálfleik og komum þá loksins orkustiginu upp hjá okkur sem þarf einfaldlega bara að vera til staðar ef þú ætlar að vinna leiki í þessari deild. Við erum bara mjög sáttir við seinni hálfleikinn.“ Talandi um orkustigið þá tók Grindavík 16-0 áhlaup á Val og utanfrá séð hefði ekki komið neinum á óvart þó svo að orkan hefði klárast eftir þriðja leikhluta. Sú varð þó heldur betur ekki raunin. „Við náttúrulega fengum svakalegt framlag frá EC í þriðja leikhluta, og raunar í fjórða líka þó hann hafi ekki verið að skora þá. Við gerðum líka vel í að skipta og rótera og þær breytingar sem við vorum að gera komu þokkalega vel út. Ég verð bara að senda mikið hrós á drengina fyrir það hvernig þeir spiluðu hér í seinni hálfleik.“ Jói vildi lítið spá um framhaldið enda deildin æði óútreiknanleg og staðan í töflunni þétt. „Eins og ég sagði fyrir leik, það er bara „on to the next one“. Við erum að fara að spila við Njarðvík á föstudaginn og svo kemur landsleikjahlé. Það er bara sá leikur næst. Við vorum flottir í kvöld og náum vonandi að byggja ofan á þessa frammistöðu í næsta leik.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
„Já það er alveg rétt hjá þér. Við vorum mjög flatir í fyrri hálfleik og varnarleikurinn mjög langt frá því sem við ætluðum okkur. Við vorum með ákveðna hluti í „scouting“ fyrir leik sem við ætluðum að nýta okkur sem var bara alls ekki að ganga í fyrri hálfleik. Við breyttum aðeins til í hálfleik og komum þá loksins orkustiginu upp hjá okkur sem þarf einfaldlega bara að vera til staðar ef þú ætlar að vinna leiki í þessari deild. Við erum bara mjög sáttir við seinni hálfleikinn.“ Talandi um orkustigið þá tók Grindavík 16-0 áhlaup á Val og utanfrá séð hefði ekki komið neinum á óvart þó svo að orkan hefði klárast eftir þriðja leikhluta. Sú varð þó heldur betur ekki raunin. „Við náttúrulega fengum svakalegt framlag frá EC í þriðja leikhluta, og raunar í fjórða líka þó hann hafi ekki verið að skora þá. Við gerðum líka vel í að skipta og rótera og þær breytingar sem við vorum að gera komu þokkalega vel út. Ég verð bara að senda mikið hrós á drengina fyrir það hvernig þeir spiluðu hér í seinni hálfleik.“ Jói vildi lítið spá um framhaldið enda deildin æði óútreiknanleg og staðan í töflunni þétt. „Eins og ég sagði fyrir leik, það er bara „on to the next one“. Við erum að fara að spila við Njarðvík á föstudaginn og svo kemur landsleikjahlé. Það er bara sá leikur næst. Við vorum flottir í kvöld og náum vonandi að byggja ofan á þessa frammistöðu í næsta leik.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira