„Þetta er einfaldlega orkustigið sem þarf ef þú ætlar að vinna leiki í þessari deild“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 14. febrúar 2022 21:20 Jóhann Þór stýrði Grindavík í kvöld. Vísir/Vilhelm Jóhann Þór Ólafsson, aðstoðarþjálfari Grindavíkur, var við stjórnvölin í kvöld þar sem Daníel Guðni tók út leikbann. Hann tók undir þá greiningu mína að það hefði verið engu líkara en tvö mismunandi Grindavíkurlið hefðu mætt til leiks í fyrri og seinni hálfleik, en frammistaðan var eins og svart og hvítt hjá þeim gulklæddu í kvöld. „Já það er alveg rétt hjá þér. Við vorum mjög flatir í fyrri hálfleik og varnarleikurinn mjög langt frá því sem við ætluðum okkur. Við vorum með ákveðna hluti í „scouting“ fyrir leik sem við ætluðum að nýta okkur sem var bara alls ekki að ganga í fyrri hálfleik. Við breyttum aðeins til í hálfleik og komum þá loksins orkustiginu upp hjá okkur sem þarf einfaldlega bara að vera til staðar ef þú ætlar að vinna leiki í þessari deild. Við erum bara mjög sáttir við seinni hálfleikinn.“ Talandi um orkustigið þá tók Grindavík 16-0 áhlaup á Val og utanfrá séð hefði ekki komið neinum á óvart þó svo að orkan hefði klárast eftir þriðja leikhluta. Sú varð þó heldur betur ekki raunin. „Við náttúrulega fengum svakalegt framlag frá EC í þriðja leikhluta, og raunar í fjórða líka þó hann hafi ekki verið að skora þá. Við gerðum líka vel í að skipta og rótera og þær breytingar sem við vorum að gera komu þokkalega vel út. Ég verð bara að senda mikið hrós á drengina fyrir það hvernig þeir spiluðu hér í seinni hálfleik.“ Jói vildi lítið spá um framhaldið enda deildin æði óútreiknanleg og staðan í töflunni þétt. „Eins og ég sagði fyrir leik, það er bara „on to the next one“. Við erum að fara að spila við Njarðvík á föstudaginn og svo kemur landsleikjahlé. Það er bara sá leikur næst. Við vorum flottir í kvöld og náum vonandi að byggja ofan á þessa frammistöðu í næsta leik.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Sjá meira
„Já það er alveg rétt hjá þér. Við vorum mjög flatir í fyrri hálfleik og varnarleikurinn mjög langt frá því sem við ætluðum okkur. Við vorum með ákveðna hluti í „scouting“ fyrir leik sem við ætluðum að nýta okkur sem var bara alls ekki að ganga í fyrri hálfleik. Við breyttum aðeins til í hálfleik og komum þá loksins orkustiginu upp hjá okkur sem þarf einfaldlega bara að vera til staðar ef þú ætlar að vinna leiki í þessari deild. Við erum bara mjög sáttir við seinni hálfleikinn.“ Talandi um orkustigið þá tók Grindavík 16-0 áhlaup á Val og utanfrá séð hefði ekki komið neinum á óvart þó svo að orkan hefði klárast eftir þriðja leikhluta. Sú varð þó heldur betur ekki raunin. „Við náttúrulega fengum svakalegt framlag frá EC í þriðja leikhluta, og raunar í fjórða líka þó hann hafi ekki verið að skora þá. Við gerðum líka vel í að skipta og rótera og þær breytingar sem við vorum að gera komu þokkalega vel út. Ég verð bara að senda mikið hrós á drengina fyrir það hvernig þeir spiluðu hér í seinni hálfleik.“ Jói vildi lítið spá um framhaldið enda deildin æði óútreiknanleg og staðan í töflunni þétt. „Eins og ég sagði fyrir leik, það er bara „on to the next one“. Við erum að fara að spila við Njarðvík á föstudaginn og svo kemur landsleikjahlé. Það er bara sá leikur næst. Við vorum flottir í kvöld og náum vonandi að byggja ofan á þessa frammistöðu í næsta leik.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Sjá meira