Mögnuð tækni misnotuð: Byssur þrívíddarprentaðar á Íslandi Snorri Másson skrifar 14. febrúar 2022 19:57 Hingað til hefur íslenska lögreglan einkum lagt hald á þrívíddarprentaðar eftirlíkingar af byssum en virk, og lífshættuleg, þrívíddarvopn eru alveg nýr veruleiki. belekekin / Getty Images Skotvopnið sem notað var í árás í miðbæ Reykjavíkur um helgina var þrívíddarprentuð byssa. Slík lífshættuleg vopn er, eins og tæknin er orðin, hægt að prenta í ódýrum prenturum heima við — prenturum sem hægt er að kaupa í íslenskum raftækjaverslunum. Fréttastofa veit til þess að byssur hafi verið prentaðar innanlands en ekki liggur fyrir hvort vopnið sem notað var um helgina sé innlend framleiðsla. Þrívíddarprentari getur kostað eitthvað í kringum 100.000 krónur. Ef útveguð eru nauðsynleg hráefni og rétt uppskrift er vel hægt að búa til alla nauðsynlega hluti til að setja saman skotvopn. Með einbeittum vilja má misnota allt Hingað til hefur lögreglan einkum lagt hald á þrívíddarprentaðar eftirlíkingar af byssum en virk, og lífshættuleg, þrívíddarvopn eru alveg nýr veruleiki. Fyrir utan skotárásina um helgina voru tvö mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem skotvopn voru haldlögð; annað þeirra virkt en hitt eftirlíking. Þrívíddarprentun er í gífurlegri framþróun - en það hefur greinilega sínar skuggahliðar. Því hafa eigendur stærsta íslenska fyrirtækisins í greinni kynnst, sem hafa verið beðnir um aðstoð við að búa til byssu. „Við náttúrulega höfnum þeim beiðnum um leið og það er bara litið illu auga á að prenta byssur. Það er ekki það sem við viljum í okkar hobbý,“ segir Þórdís Björg Björgvinsdóttir, meðeigandi 3D Verk. Þórdís Björg Björgvinsdóttir flytur inn þrívíddarprentara og segir þá sem framleiða byssur með tækninni litna illu auga.Stöð 2/Egill Á netinu má finna uppskriftir að öllu mögulegu í þrívíddarprentara; og þar á meðal urmul uppskrifta að byssum - og það við mjög einfalda leit. „Ef það er einbeittur brotavilji til staðar er hægt að misnota allt, því miður. Þetta er eiginlega mögnuð tækni og ég held að misnotkunin sé alltaf til staðar í öllu. En ég held að fæstir séu að nota hana þannig; og ég held að margir séu bara einmitt að hafa gaman og gera nytsamlega hluti,“ segir Þórdís Björg. Að setja saman byssu tekur nokkurn tíma og er samsett verkefni: „Sá einstaklingur sem væri að prenta vopn með þrívíddarprentara, hann væri búinn að hugsa það í langan tíma og afla sér mikillar þekkingar. Þannig að þetta er ekki eitthvað sem er prentað í einhverju stundarbrjálæði,“ segir Þórdís Björg. Þræðir til þrívíddarprentunar eru úr margvíslegu efni.Stöð 2/Egill Tollurinn nær ekki utan um innflutning Mikill hluti þeirra efna sem notuð eru til þrívíddarprentunar á vopnum getur verið fluttur inn í allt öðrum tilgangi. Það er því alls ekki svo að innflutningurinn sæti allur verulegu eftirliti. Baldur Höskuldsson aðstoðaryfirtollvörður kveðst hafa áhyggjur af þessari þróun. Hann segir ekki hægt að fylgjast með innflutningi á öllu svona efni. „Í sjálfu sér er tækjabúnaðurinn og hráefnið sem notað er í svona ekki leyfisskyldur svoleiðis að við erum ekki með sérstaka getu til að hafa eftirlit með því. Eins og staðan er í dag segir Baldur að tollurinn hafi ekki mannskap í að auka eftirlit í þessu tilliti, en að embættið reyni að gera sitt besta. „Það er mjög erfitt að eiga við þetta þar sem innflutningurinn á svona hlutum væri líklega ólöglegur og þá falinn. Þannig að það er ekki um neitt að ræða nema aukið eftirlit,“ segir Baldur. Skotárás í Grafarholti Reykjavík Lögreglumál Skotvopn Skotárás við Bergstaðastræti Tengdar fréttir Skotvopnið þrívíddarprentuð byssa Vopnið sem skotið var úr í bílastæðahúsi í miðbænum aðfaranótt sunnudags var samkvæmt heimildum fréttastofu þrívíddarprentuð byssa. Talið er að málið sé uppgjör á milli einstaklinga frekar en að það tengist skipulagðri brotastarfsemi. Tveir tvítugir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 14. febrúar 2022 12:02 Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Fréttastofa veit til þess að byssur hafi verið prentaðar innanlands en ekki liggur fyrir hvort vopnið sem notað var um helgina sé innlend framleiðsla. Þrívíddarprentari getur kostað eitthvað í kringum 100.000 krónur. Ef útveguð eru nauðsynleg hráefni og rétt uppskrift er vel hægt að búa til alla nauðsynlega hluti til að setja saman skotvopn. Með einbeittum vilja má misnota allt Hingað til hefur lögreglan einkum lagt hald á þrívíddarprentaðar eftirlíkingar af byssum en virk, og lífshættuleg, þrívíddarvopn eru alveg nýr veruleiki. Fyrir utan skotárásina um helgina voru tvö mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem skotvopn voru haldlögð; annað þeirra virkt en hitt eftirlíking. Þrívíddarprentun er í gífurlegri framþróun - en það hefur greinilega sínar skuggahliðar. Því hafa eigendur stærsta íslenska fyrirtækisins í greinni kynnst, sem hafa verið beðnir um aðstoð við að búa til byssu. „Við náttúrulega höfnum þeim beiðnum um leið og það er bara litið illu auga á að prenta byssur. Það er ekki það sem við viljum í okkar hobbý,“ segir Þórdís Björg Björgvinsdóttir, meðeigandi 3D Verk. Þórdís Björg Björgvinsdóttir flytur inn þrívíddarprentara og segir þá sem framleiða byssur með tækninni litna illu auga.Stöð 2/Egill Á netinu má finna uppskriftir að öllu mögulegu í þrívíddarprentara; og þar á meðal urmul uppskrifta að byssum - og það við mjög einfalda leit. „Ef það er einbeittur brotavilji til staðar er hægt að misnota allt, því miður. Þetta er eiginlega mögnuð tækni og ég held að misnotkunin sé alltaf til staðar í öllu. En ég held að fæstir séu að nota hana þannig; og ég held að margir séu bara einmitt að hafa gaman og gera nytsamlega hluti,“ segir Þórdís Björg. Að setja saman byssu tekur nokkurn tíma og er samsett verkefni: „Sá einstaklingur sem væri að prenta vopn með þrívíddarprentara, hann væri búinn að hugsa það í langan tíma og afla sér mikillar þekkingar. Þannig að þetta er ekki eitthvað sem er prentað í einhverju stundarbrjálæði,“ segir Þórdís Björg. Þræðir til þrívíddarprentunar eru úr margvíslegu efni.Stöð 2/Egill Tollurinn nær ekki utan um innflutning Mikill hluti þeirra efna sem notuð eru til þrívíddarprentunar á vopnum getur verið fluttur inn í allt öðrum tilgangi. Það er því alls ekki svo að innflutningurinn sæti allur verulegu eftirliti. Baldur Höskuldsson aðstoðaryfirtollvörður kveðst hafa áhyggjur af þessari þróun. Hann segir ekki hægt að fylgjast með innflutningi á öllu svona efni. „Í sjálfu sér er tækjabúnaðurinn og hráefnið sem notað er í svona ekki leyfisskyldur svoleiðis að við erum ekki með sérstaka getu til að hafa eftirlit með því. Eins og staðan er í dag segir Baldur að tollurinn hafi ekki mannskap í að auka eftirlit í þessu tilliti, en að embættið reyni að gera sitt besta. „Það er mjög erfitt að eiga við þetta þar sem innflutningurinn á svona hlutum væri líklega ólöglegur og þá falinn. Þannig að það er ekki um neitt að ræða nema aukið eftirlit,“ segir Baldur.
Skotárás í Grafarholti Reykjavík Lögreglumál Skotvopn Skotárás við Bergstaðastræti Tengdar fréttir Skotvopnið þrívíddarprentuð byssa Vopnið sem skotið var úr í bílastæðahúsi í miðbænum aðfaranótt sunnudags var samkvæmt heimildum fréttastofu þrívíddarprentuð byssa. Talið er að málið sé uppgjör á milli einstaklinga frekar en að það tengist skipulagðri brotastarfsemi. Tveir tvítugir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 14. febrúar 2022 12:02 Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Skotvopnið þrívíddarprentuð byssa Vopnið sem skotið var úr í bílastæðahúsi í miðbænum aðfaranótt sunnudags var samkvæmt heimildum fréttastofu þrívíddarprentuð byssa. Talið er að málið sé uppgjör á milli einstaklinga frekar en að það tengist skipulagðri brotastarfsemi. Tveir tvítugir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 14. febrúar 2022 12:02
Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10