Fjarvistir vegna COVID-19 valda áhyggjum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. febrúar 2022 14:26 Landspítali Háskólasjúkrahús Fossvogi Vísir/Vilhelm Allverulega hefur bæst í hóp þeirra sem eru frá vinnu á Landspítalanum vegna kórónuveirusýkingar. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir þungar vikur fram undan. Möguleg allsherjar aflétting á sóttvarnatakmörkunum í samfélaginu fyrir mánaðamót veldur viðbragðsstjórn áhyggjum. Um helgina var stórt skref stigið í afléttingum á sóttvarnatakmörkunum. Skemmtanalífið var í hæstu hæðum liðna helgi á sama tíma og verulega fjölgaði í hópi smitaðs starfsfólks á Landspítalanum. Nú eru 302 starfsmenn Landspítalans frá vinnu vegna sýkingar en fyrir helgi voru þeir rúmlega 250. Á spítalanum liggur nú 41 með COVID-19 og eru tveir á gjörgæslu. Annar þeirra er í öndunarvél. Sigríður segir að róðurinn sé þungur vegna fjarvista. „Þetta hefur verið okkar helsta áhyggjuefni undanfarið; hversu mikil áhrif nákvæmlega þessar útbreiddu sýkingar munu hafa á starfsemina. Þarna hefur aukist allverulega í hópi smitaðra starfsmanna sem eru núna frá vinnu. Það er mjög flókin staða að leysa úr og verkefni sem við liggjum yfir á hverjum einasta degi.“ Bæði heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknir hafa sagt að ef ekkert óvænt komi upp á sé hægt að ráðast í allsherjar afléttingu á takmörkunum fyrir mánaðamót. Sigríður var spurð hvernig henni litist á blikuna. Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar við Landspítalann.Vísir/Egill „Þetta er mikil jafnvægislist að hitta á rétta tóninn í þessu. Þetta veldur okkur, sem stýrum viðbragði á spítalanum, náttúrulega talsverðum áhyggjum þegar afléttingar eru þetta miklar einfaldlega vegna þess að eftir því sem fjölgar í hópi smitaðra þá er alltaf ákveðið hlutfall sem leggst inn á sjúkrahús. Þetta getur haft miklar og alvarlegar afleiðingar í okkar starfsmannahópi. Þannig að þetta verða þungar vikur fram undan, það er alveg á hreinu og ef afléttingar verða ennþá meiri þá má búast við því að þetta verði krefjandi verkefni hérna hjá okkur á Landspítalanum.“ Sigríður segir að verulega hafi reynt á starfsmannahópinn í kórónuveirufaraldrinum. Það sé eitt að bregðast við nokkurra vikna krísuástandi en allt annað vinna undir viðvarandi álagi nú í rúmlega tvö ár. „Við höfum áhyggjur af því að það verði aukið brottfall úr okkar starfsmannahópi en á hverjum einasta degi reynum við að leita lausna og að styðja við fólk en raunverulega lausnin felst í því að þessu álagi sloti“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir 41 sjúklingur nú á Landspítala með Covid-19 41 sjúklingur liggur nú á Landspítala með Covid-19, sami fjöldi og í gær. Tveir eru á gjörgæslu, og þar af annar í öndunarvél. 14. febrúar 2022 10:32 Býst áfram við þungum róðri á Landspítalanum Starfandi forstjóri Landspítalans segir helsta vandann sem spítalinn stendur nú frammi fyrir vera einangrun starfsfólks. Smit á spítalanum séu nokkuð dreifð og því sé áskorun að einangra sjúklinga og verja þá fyrir smiti. 11. febrúar 2022 22:45 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Um helgina var stórt skref stigið í afléttingum á sóttvarnatakmörkunum. Skemmtanalífið var í hæstu hæðum liðna helgi á sama tíma og verulega fjölgaði í hópi smitaðs starfsfólks á Landspítalanum. Nú eru 302 starfsmenn Landspítalans frá vinnu vegna sýkingar en fyrir helgi voru þeir rúmlega 250. Á spítalanum liggur nú 41 með COVID-19 og eru tveir á gjörgæslu. Annar þeirra er í öndunarvél. Sigríður segir að róðurinn sé þungur vegna fjarvista. „Þetta hefur verið okkar helsta áhyggjuefni undanfarið; hversu mikil áhrif nákvæmlega þessar útbreiddu sýkingar munu hafa á starfsemina. Þarna hefur aukist allverulega í hópi smitaðra starfsmanna sem eru núna frá vinnu. Það er mjög flókin staða að leysa úr og verkefni sem við liggjum yfir á hverjum einasta degi.“ Bæði heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknir hafa sagt að ef ekkert óvænt komi upp á sé hægt að ráðast í allsherjar afléttingu á takmörkunum fyrir mánaðamót. Sigríður var spurð hvernig henni litist á blikuna. Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar við Landspítalann.Vísir/Egill „Þetta er mikil jafnvægislist að hitta á rétta tóninn í þessu. Þetta veldur okkur, sem stýrum viðbragði á spítalanum, náttúrulega talsverðum áhyggjum þegar afléttingar eru þetta miklar einfaldlega vegna þess að eftir því sem fjölgar í hópi smitaðra þá er alltaf ákveðið hlutfall sem leggst inn á sjúkrahús. Þetta getur haft miklar og alvarlegar afleiðingar í okkar starfsmannahópi. Þannig að þetta verða þungar vikur fram undan, það er alveg á hreinu og ef afléttingar verða ennþá meiri þá má búast við því að þetta verði krefjandi verkefni hérna hjá okkur á Landspítalanum.“ Sigríður segir að verulega hafi reynt á starfsmannahópinn í kórónuveirufaraldrinum. Það sé eitt að bregðast við nokkurra vikna krísuástandi en allt annað vinna undir viðvarandi álagi nú í rúmlega tvö ár. „Við höfum áhyggjur af því að það verði aukið brottfall úr okkar starfsmannahópi en á hverjum einasta degi reynum við að leita lausna og að styðja við fólk en raunverulega lausnin felst í því að þessu álagi sloti“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir 41 sjúklingur nú á Landspítala með Covid-19 41 sjúklingur liggur nú á Landspítala með Covid-19, sami fjöldi og í gær. Tveir eru á gjörgæslu, og þar af annar í öndunarvél. 14. febrúar 2022 10:32 Býst áfram við þungum róðri á Landspítalanum Starfandi forstjóri Landspítalans segir helsta vandann sem spítalinn stendur nú frammi fyrir vera einangrun starfsfólks. Smit á spítalanum séu nokkuð dreifð og því sé áskorun að einangra sjúklinga og verja þá fyrir smiti. 11. febrúar 2022 22:45 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
41 sjúklingur nú á Landspítala með Covid-19 41 sjúklingur liggur nú á Landspítala með Covid-19, sami fjöldi og í gær. Tveir eru á gjörgæslu, og þar af annar í öndunarvél. 14. febrúar 2022 10:32
Býst áfram við þungum róðri á Landspítalanum Starfandi forstjóri Landspítalans segir helsta vandann sem spítalinn stendur nú frammi fyrir vera einangrun starfsfólks. Smit á spítalanum séu nokkuð dreifð og því sé áskorun að einangra sjúklinga og verja þá fyrir smiti. 11. febrúar 2022 22:45
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent