Körfubolti

Enn einum KR-leiknum frestað: Einn af fimm sem veðrið stoppar í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjar Þór Björnsson og félagar í KR fagna hér sigri á Grindavík á dögunum einum af fáum leikjum KR sem hefur ekki verið frestað á nýju ári.
Brynjar Þór Björnsson og félagar í KR fagna hér sigri á Grindavík á dögunum einum af fáum leikjum KR sem hefur ekki verið frestað á nýju ári. Vísir/Elín Björg

Körfuknattleikssamband Íslands hefur þurft að fresta fimm leikjum sem áttu að fara fram í kvöld en tveir þeirra eru í Subway deild karla.

Leikjunum er frestað vegna ófærðar en nú þegar kórónuveiran er hætt að stoppa eins marga leiki og í byrjun ársins þá taka veðurguðirnir upp á því að stríða mönnum.

Í Subway deild karla hefur leik Tindastóls og KR verið frestað þar sem Kjalarnes er lokað og ekki hægt að fara norður. Sömuleiðis hefur leik Þórs Ak. og Vestra verið frestað þar sem flugi dómara leiksins var aflýst.

Í 1. deild karla hefur leik Sindra og Fjölnis verið frestað ásamt leikjum Hauka og Selfoss, og leik Hrunamanna og ÍA.

KR-ingar eru enn tveimur leikjum á eftir en mörgum leikjum liðsins hefur verið frestað. Þessum leik þeirra á móti Tindastól hefur þannig verið frestað ítrekað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×