Iva Georgieva sökuð um fjársvik | Leikur ekki aftur fyrir Breiðablik Atli Arason skrifar 13. febrúar 2022 12:35 Iva Georgieva, fjórða frá vinstri, á varamannabekk Breiðabliks. Myndin er frá því í október á síðasta ári, þegar allt lék í lyndi. Bára Dröfn Búlgarinn Iva Georgieva hefur yfirgefið Breiðablik fyrir fullt og allt. Samningur Georgieva við félagið verður ekki framlengdur vegna mögulegra lögbrota. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Georgieva undanfarið reynt að selja fólki innan sem utan Breiðabliks vörur líkt og flugmiða, líkamsræktartæki og Playstation-leikjatölvur. Vörur sem ekki voru afhentar þrátt fyrir að greitt hafi verið fyrir þær. Vísir heyrði í Heimi Snæ Jónssyni, stjórnarmanni í körfuknattleiksdeild Breiðabliks, sem staðfesti að þetta mál væri til skoðunar innan stjórnar Breiðabliks en gat ekki farið út í smáatriði. „Við fréttum fyrst af þessu máli um miðjan janúar frá stelpunum í liðinu. Við vitum líka af kvörtunum utan félagsins,“ sagði Heimir Snær. Iva Georgieva sagði sjálf samningi sínum við Breiðablik upp áður en hún vildi svo koma aftur í Kópavoginn. „Hún segir upp samningi í lok desember og það var bara allt í góðu og við bókum fyrir hana flug út,“ svaraði Heimir, aðspurður út í samningsstöðu Georgieva hjá Breiðablik áður en hann bætti við. „Svo hefur hún samband við okkur aftur um miðjan janúar og langar að koma aftur. Sem hún gerir. Þegar við ætluðum að endursemja við hana höfðum við heyrt af þessu máli þar sem farnar voru að renna tvær grímur á fólk varðandi þessi viðskipti við Ivu.“ Iva Georgieva hefur verið á Íslandi síðustu tvö ár. Fyrst kom hún til hingað til lands til að leika með Snæfelli en skipti fljótlega yfir til Breiðabliks og hefur verið þar undanfarin tvö tímabil og spilaði hún alls 32 leiki fyrir Kópavogsliðið. Georgieva var ekki í leikmannahóp Breiðabliks í síðasta leik liðsins gegn Njarðvík. Vísir heyrði einnig í Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Breiðabliks, en hann gat á sama hátt ekki farið út í smáatriði þar sem málið er á viðkvæmu stigi. „Iva hefur yfirgefið Breiðablik og hún mun ekki spila aftur fyrir félagið eins lengi og ég, þessi stjórn og aðrir erum hér. Ég hef á mínum rúmlega 35 ára ferli aldrei upplifað eitthvað svona áður. Við vonumst bara til þess að vörurnar skili sér á endanum þrátt fyrir að þetta hafi nú þegar tekið upp undir fjóra mánuði,“ svaraði Ívar þegar leitast var eftir viðbrögðum hans við málinu. Það hefur verið mikill stígandi í leik Breiðabliks undanfarið en liðið er búið að lyfta sér úr botnsætinu með tveimur sigurleikjum í röð á liðunum sem eru í efstu sætum deildarinnar. Blikar eiga leik gegn Haukum í Ólafssal klukkan 18.30 í dag en Ívar er viss um að þetta leiðindamál muni ekki hafa nein áhrif á undirbúninginn fyrir leikinn í kvöld. Iva Georgieva vildi ekki veita viðtal við vinnslu fréttarinnar. Breiðablik Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis hefur Georgieva undanfarið reynt að selja fólki innan sem utan Breiðabliks vörur líkt og flugmiða, líkamsræktartæki og Playstation-leikjatölvur. Vörur sem ekki voru afhentar þrátt fyrir að greitt hafi verið fyrir þær. Vísir heyrði í Heimi Snæ Jónssyni, stjórnarmanni í körfuknattleiksdeild Breiðabliks, sem staðfesti að þetta mál væri til skoðunar innan stjórnar Breiðabliks en gat ekki farið út í smáatriði. „Við fréttum fyrst af þessu máli um miðjan janúar frá stelpunum í liðinu. Við vitum líka af kvörtunum utan félagsins,“ sagði Heimir Snær. Iva Georgieva sagði sjálf samningi sínum við Breiðablik upp áður en hún vildi svo koma aftur í Kópavoginn. „Hún segir upp samningi í lok desember og það var bara allt í góðu og við bókum fyrir hana flug út,“ svaraði Heimir, aðspurður út í samningsstöðu Georgieva hjá Breiðablik áður en hann bætti við. „Svo hefur hún samband við okkur aftur um miðjan janúar og langar að koma aftur. Sem hún gerir. Þegar við ætluðum að endursemja við hana höfðum við heyrt af þessu máli þar sem farnar voru að renna tvær grímur á fólk varðandi þessi viðskipti við Ivu.“ Iva Georgieva hefur verið á Íslandi síðustu tvö ár. Fyrst kom hún til hingað til lands til að leika með Snæfelli en skipti fljótlega yfir til Breiðabliks og hefur verið þar undanfarin tvö tímabil og spilaði hún alls 32 leiki fyrir Kópavogsliðið. Georgieva var ekki í leikmannahóp Breiðabliks í síðasta leik liðsins gegn Njarðvík. Vísir heyrði einnig í Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Breiðabliks, en hann gat á sama hátt ekki farið út í smáatriði þar sem málið er á viðkvæmu stigi. „Iva hefur yfirgefið Breiðablik og hún mun ekki spila aftur fyrir félagið eins lengi og ég, þessi stjórn og aðrir erum hér. Ég hef á mínum rúmlega 35 ára ferli aldrei upplifað eitthvað svona áður. Við vonumst bara til þess að vörurnar skili sér á endanum þrátt fyrir að þetta hafi nú þegar tekið upp undir fjóra mánuði,“ svaraði Ívar þegar leitast var eftir viðbrögðum hans við málinu. Það hefur verið mikill stígandi í leik Breiðabliks undanfarið en liðið er búið að lyfta sér úr botnsætinu með tveimur sigurleikjum í röð á liðunum sem eru í efstu sætum deildarinnar. Blikar eiga leik gegn Haukum í Ólafssal klukkan 18.30 í dag en Ívar er viss um að þetta leiðindamál muni ekki hafa nein áhrif á undirbúninginn fyrir leikinn í kvöld. Iva Georgieva vildi ekki veita viðtal við vinnslu fréttarinnar.
Breiðablik Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira