„Tveir hrossagaukar og dvergsnípa fundust, einnig sendlingur og mjög óvæntur þúfutittlingur,“ segir í færslu á Facebook-síðu Fuglaathugunarstöðvarinnar.
Þá segir að þegar snjór sé yfir og skurðir lokaðir sé gaman að leita að snípum, þar sem þær finnist oft þar sem einhver ylur er, eða í kaldavemslum.
Hér að neðan má sjá færslu Fuglaathugunarstöðvarinnar, sem inniheldur myndir af þeim fuglum sem á vegi skoðarans urðu.