Nýtti tímann vel í einangrun: „Datt í hug að búa til heimasíðu fyrir fyrirtæki sem ég og pabbi minn erum að reka“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2022 18:35 Sturla Snær í stórsvigskeppninni. vísir/epa Skíðakappinn Sturla Snær Snorrason er meðal þátttakenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Hann greindist með kórónuveruna síðastliðinn laugardag og var í kjölfarið sendur á hálfgert „gámasjúkrahús“ þar sem hann nýtti tímann heldur betur fer. Sturla Snær hefur þurft að dúsa í einangrun í Peking frá 5. febrúar. Í stað þess að láta sér leiðast ákvað hann að búa til heimasíðu. Sturla Snær var til tals í Reykjavík síðdegis og fór yfir síðuna og einangrunina sem hann líkir við fangabúðir. „Þetta var ekki það smekklegasta sem ég hef farið í. Ég fékk einhver einkenni, var með hausverk og beinverki svo ég þurfti að fara á þennan Covid-spítala. Fyrstu dagarnir meðan ég var veikur var ég lítið að spá í þetta en þegar einkennin fóru að dvína og maður varð þarna lengur var hausinn orðinn frekar grillaður,“ sagði Sturla Snær í viðtalinu á Bylgjunni. „Það var ekkert kaffi að fá eða neitt svoleiðis. Var ekki hægt að fara á neina samfélagsmiðla sem við þekkjum heima svo fljótlega var maður frekar steiktur og þetta var ekkert eitthvað sem maður hafði gaman af.“ Sturla þarf að sýna fram á neikvætt próf til að mega keppa, svo hann er enn í kapphlaupi við tímann. „Þrekið er orðið frekar lélegt þar sem ég fékk þessa veiru ofan í lungu líka. Þannig hún var frekar hressileg þessi veira,“ sagði skíðakappinn sem er ekki beint í sínu besta standi eftir baráttuna við Covid og veru sína á sjúkrahúsinu. „Það var ekki einu sinni stóll og borð til að sitja við þarna. Maður þurfti að borða upp í rúmi og í raun liggja þar allan daginn. Lítið um afþreyingarefni þannig ég þurfti að búa mér það til.“ „Mér datt í hug að búa til heimasíðu fyrir fyrirtæki sem ég og pabbi minn erum að reka. Vann í henni alveg átta til tíu tíma á dag. Hún er tilbúin en ekki farin á loftið, á eftir að lagfæra hana aðeins,“ sagði Sturla Snær kíminn. Hann rekur Vegamál, vegmerkingafyrirtæki, ásamt föður sínum. Hér að neðan má heyra viðtalið við Sturla Snæ í heild sinni. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Íslendingar erlendis Skíðaíþróttir Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Sjá meira
Sturla Snær hefur þurft að dúsa í einangrun í Peking frá 5. febrúar. Í stað þess að láta sér leiðast ákvað hann að búa til heimasíðu. Sturla Snær var til tals í Reykjavík síðdegis og fór yfir síðuna og einangrunina sem hann líkir við fangabúðir. „Þetta var ekki það smekklegasta sem ég hef farið í. Ég fékk einhver einkenni, var með hausverk og beinverki svo ég þurfti að fara á þennan Covid-spítala. Fyrstu dagarnir meðan ég var veikur var ég lítið að spá í þetta en þegar einkennin fóru að dvína og maður varð þarna lengur var hausinn orðinn frekar grillaður,“ sagði Sturla Snær í viðtalinu á Bylgjunni. „Það var ekkert kaffi að fá eða neitt svoleiðis. Var ekki hægt að fara á neina samfélagsmiðla sem við þekkjum heima svo fljótlega var maður frekar steiktur og þetta var ekkert eitthvað sem maður hafði gaman af.“ Sturla þarf að sýna fram á neikvætt próf til að mega keppa, svo hann er enn í kapphlaupi við tímann. „Þrekið er orðið frekar lélegt þar sem ég fékk þessa veiru ofan í lungu líka. Þannig hún var frekar hressileg þessi veira,“ sagði skíðakappinn sem er ekki beint í sínu besta standi eftir baráttuna við Covid og veru sína á sjúkrahúsinu. „Það var ekki einu sinni stóll og borð til að sitja við þarna. Maður þurfti að borða upp í rúmi og í raun liggja þar allan daginn. Lítið um afþreyingarefni þannig ég þurfti að búa mér það til.“ „Mér datt í hug að búa til heimasíðu fyrir fyrirtæki sem ég og pabbi minn erum að reka. Vann í henni alveg átta til tíu tíma á dag. Hún er tilbúin en ekki farin á loftið, á eftir að lagfæra hana aðeins,“ sagði Sturla Snær kíminn. Hann rekur Vegamál, vegmerkingafyrirtæki, ásamt föður sínum. Hér að neðan má heyra viðtalið við Sturla Snæ í heild sinni.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Íslendingar erlendis Skíðaíþróttir Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Sjá meira