Nýtti tímann vel í einangrun: „Datt í hug að búa til heimasíðu fyrir fyrirtæki sem ég og pabbi minn erum að reka“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2022 18:35 Sturla Snær í stórsvigskeppninni. vísir/epa Skíðakappinn Sturla Snær Snorrason er meðal þátttakenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Hann greindist með kórónuveruna síðastliðinn laugardag og var í kjölfarið sendur á hálfgert „gámasjúkrahús“ þar sem hann nýtti tímann heldur betur fer. Sturla Snær hefur þurft að dúsa í einangrun í Peking frá 5. febrúar. Í stað þess að láta sér leiðast ákvað hann að búa til heimasíðu. Sturla Snær var til tals í Reykjavík síðdegis og fór yfir síðuna og einangrunina sem hann líkir við fangabúðir. „Þetta var ekki það smekklegasta sem ég hef farið í. Ég fékk einhver einkenni, var með hausverk og beinverki svo ég þurfti að fara á þennan Covid-spítala. Fyrstu dagarnir meðan ég var veikur var ég lítið að spá í þetta en þegar einkennin fóru að dvína og maður varð þarna lengur var hausinn orðinn frekar grillaður,“ sagði Sturla Snær í viðtalinu á Bylgjunni. „Það var ekkert kaffi að fá eða neitt svoleiðis. Var ekki hægt að fara á neina samfélagsmiðla sem við þekkjum heima svo fljótlega var maður frekar steiktur og þetta var ekkert eitthvað sem maður hafði gaman af.“ Sturla þarf að sýna fram á neikvætt próf til að mega keppa, svo hann er enn í kapphlaupi við tímann. „Þrekið er orðið frekar lélegt þar sem ég fékk þessa veiru ofan í lungu líka. Þannig hún var frekar hressileg þessi veira,“ sagði skíðakappinn sem er ekki beint í sínu besta standi eftir baráttuna við Covid og veru sína á sjúkrahúsinu. „Það var ekki einu sinni stóll og borð til að sitja við þarna. Maður þurfti að borða upp í rúmi og í raun liggja þar allan daginn. Lítið um afþreyingarefni þannig ég þurfti að búa mér það til.“ „Mér datt í hug að búa til heimasíðu fyrir fyrirtæki sem ég og pabbi minn erum að reka. Vann í henni alveg átta til tíu tíma á dag. Hún er tilbúin en ekki farin á loftið, á eftir að lagfæra hana aðeins,“ sagði Sturla Snær kíminn. Hann rekur Vegamál, vegmerkingafyrirtæki, ásamt föður sínum. Hér að neðan má heyra viðtalið við Sturla Snæ í heild sinni. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Íslendingar erlendis Skíðaíþróttir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Í beinni: Real Madrid - Atlético Madrid | Blóðug barátta erkifjenda Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Hafnaði risasamningi Risanna og verður áfram Hrútur Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sjá meira
Sturla Snær hefur þurft að dúsa í einangrun í Peking frá 5. febrúar. Í stað þess að láta sér leiðast ákvað hann að búa til heimasíðu. Sturla Snær var til tals í Reykjavík síðdegis og fór yfir síðuna og einangrunina sem hann líkir við fangabúðir. „Þetta var ekki það smekklegasta sem ég hef farið í. Ég fékk einhver einkenni, var með hausverk og beinverki svo ég þurfti að fara á þennan Covid-spítala. Fyrstu dagarnir meðan ég var veikur var ég lítið að spá í þetta en þegar einkennin fóru að dvína og maður varð þarna lengur var hausinn orðinn frekar grillaður,“ sagði Sturla Snær í viðtalinu á Bylgjunni. „Það var ekkert kaffi að fá eða neitt svoleiðis. Var ekki hægt að fara á neina samfélagsmiðla sem við þekkjum heima svo fljótlega var maður frekar steiktur og þetta var ekkert eitthvað sem maður hafði gaman af.“ Sturla þarf að sýna fram á neikvætt próf til að mega keppa, svo hann er enn í kapphlaupi við tímann. „Þrekið er orðið frekar lélegt þar sem ég fékk þessa veiru ofan í lungu líka. Þannig hún var frekar hressileg þessi veira,“ sagði skíðakappinn sem er ekki beint í sínu besta standi eftir baráttuna við Covid og veru sína á sjúkrahúsinu. „Það var ekki einu sinni stóll og borð til að sitja við þarna. Maður þurfti að borða upp í rúmi og í raun liggja þar allan daginn. Lítið um afþreyingarefni þannig ég þurfti að búa mér það til.“ „Mér datt í hug að búa til heimasíðu fyrir fyrirtæki sem ég og pabbi minn erum að reka. Vann í henni alveg átta til tíu tíma á dag. Hún er tilbúin en ekki farin á loftið, á eftir að lagfæra hana aðeins,“ sagði Sturla Snær kíminn. Hann rekur Vegamál, vegmerkingafyrirtæki, ásamt föður sínum. Hér að neðan má heyra viðtalið við Sturla Snæ í heild sinni.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Íslendingar erlendis Skíðaíþróttir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Í beinni: Real Madrid - Atlético Madrid | Blóðug barátta erkifjenda Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Hafnaði risasamningi Risanna og verður áfram Hrútur Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sjá meira