Tvö hundruð mega koma saman og sóttkví afnumin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2022 11:20 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Slakað verður á sóttvarnaraðgerðum á miðnætti eins og búist var við. Tvö hundruð mega koma saman. Reglur um sóttkví verða afnumdar. Þetta kom fram í máli Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi þar sem minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tilslakanir aðgerða vegna kórónuveirufaraldursins voru til umræðu. Þær afléttingar sem taka gildi á miðnætti eru að mestu í samræmi við skref tvö í afléttingaráætlun stjórnvalda. Í máli Willums Þórs kom einnig fram að reglugerð um sóttvarnir í skólastarfi yrði afnumin. Veitinga- og skemmtistaðir mega hafa opið til miðnættis og allir gestir þurfa að vera farnir út fyrir klukkan eitt. „Við erum að afnema skólareglugerðina þannig að grunn- og framhaldsskólar fá félagslífið sitt allt til baka,“ sagði Willum Þór. Reiknar hann með að hægt verði að ráðast í fullar afléttingar undir lok mánaðarins, komi ekkert óvænt upp á. Þá munu hátt í tíu þúsund einstaklingar losna úr sóttkví í dag en reglur sem gilda um sóttkví verða afnumdar í dag. Um þá sem komast í tæri við smitaða einstaklinga gildir að sögn Willums eftirfarandi: „Bara að hafa gát. Fara varlega. Ef fólk upplifir eða fær einkenni að fara þá í próf. Annars ekki. Bara fara varlega.“ Þeir sem þegar eru í sóttkví þurfa því ekki að mæta í sýnatöku til að losna og á það einnig við um þá sem áttu að fara í sýnatöku í dag. Þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti verður ekki lengur skylt að sæta smitgát þótt hvatt sé til hennar og þar með fellur jafnframt brott skylda til sýnatöku í lok smitgátar, að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Þegar slakað var á aðgerðum síðast, þann 28. janúar síðastliðinn, var reiknað með að næsta skref í afléttingu aðgerða yrði stigið 24. febrúar. Því er ljóst að stjórnvöld eru talsvert á undan þeirri áætlun. Fylgst var með nýjustu vendingum í fréttinni hér að neðan: Síðustu daga hafa um og yfir tvö þúsund manns greinst með Covid-19 á hverjum degi. Í dag eru 10.241 í einangrun vegna Covid-19. 32 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19. Tveir eru á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er nú 63 ár. Karl á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild í gær. Helstu breytingar á samkomutakmörkunum eru eftirfarandi: Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð um takmörkun á samkomum sem gildir til og með 25. febrúar. Jafnframt fellur brott sérstök reglugerð um takmörkun á skólastarfi. Almennar fjöldatakmarkanir: Fara úr 50 í 200 manns innandyra. Fjöldatakmarkanir utandyra falla brott. Verslanir: Fjöldatakmarkanir í verslunum falla brott. Fjölmennir viðburðir: Heimilt verður að halda 1.000 manna viðburði að því tilskildu að allir sitji í sæti og beri grímu. Heimilt er að halda hlé á viðburðum og selja veitingar án takmarkana. Grímunotkun: Aðeins verður skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa 1 metra reglu. Hreyfing: Sund- og líkamsræktarstöðvum sem og skíðasvæðum er heimilt að taka á móti gestum með fullum afköstum. Íþróttakeppnir og -æfingar: Keppnir og æfingar heimilar með 200 manns í hólfi. Skólar: Reglugerð um takmörkun á skólastarfi fellur brott. Þar með gilda almennar reglur um samkomutakmarkanir í skólum, þó með undanteknum til rýmkunar. Skólaskemmtanir: Heimilt er að halda skólaskemmtanir í grunn- og framhaldsskólum án nokkurra takmarkana. Staðir með vínveitingaleyfi: Opnunartími lengdur um eina klukkustund, þ.e. heimilt að taka á móti gestum til miðnættis en allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 01.00.
Þetta kom fram í máli Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi þar sem minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tilslakanir aðgerða vegna kórónuveirufaraldursins voru til umræðu. Þær afléttingar sem taka gildi á miðnætti eru að mestu í samræmi við skref tvö í afléttingaráætlun stjórnvalda. Í máli Willums Þórs kom einnig fram að reglugerð um sóttvarnir í skólastarfi yrði afnumin. Veitinga- og skemmtistaðir mega hafa opið til miðnættis og allir gestir þurfa að vera farnir út fyrir klukkan eitt. „Við erum að afnema skólareglugerðina þannig að grunn- og framhaldsskólar fá félagslífið sitt allt til baka,“ sagði Willum Þór. Reiknar hann með að hægt verði að ráðast í fullar afléttingar undir lok mánaðarins, komi ekkert óvænt upp á. Þá munu hátt í tíu þúsund einstaklingar losna úr sóttkví í dag en reglur sem gilda um sóttkví verða afnumdar í dag. Um þá sem komast í tæri við smitaða einstaklinga gildir að sögn Willums eftirfarandi: „Bara að hafa gát. Fara varlega. Ef fólk upplifir eða fær einkenni að fara þá í próf. Annars ekki. Bara fara varlega.“ Þeir sem þegar eru í sóttkví þurfa því ekki að mæta í sýnatöku til að losna og á það einnig við um þá sem áttu að fara í sýnatöku í dag. Þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti verður ekki lengur skylt að sæta smitgát þótt hvatt sé til hennar og þar með fellur jafnframt brott skylda til sýnatöku í lok smitgátar, að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Þegar slakað var á aðgerðum síðast, þann 28. janúar síðastliðinn, var reiknað með að næsta skref í afléttingu aðgerða yrði stigið 24. febrúar. Því er ljóst að stjórnvöld eru talsvert á undan þeirri áætlun. Fylgst var með nýjustu vendingum í fréttinni hér að neðan: Síðustu daga hafa um og yfir tvö þúsund manns greinst með Covid-19 á hverjum degi. Í dag eru 10.241 í einangrun vegna Covid-19. 32 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19. Tveir eru á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er nú 63 ár. Karl á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild í gær. Helstu breytingar á samkomutakmörkunum eru eftirfarandi: Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð um takmörkun á samkomum sem gildir til og með 25. febrúar. Jafnframt fellur brott sérstök reglugerð um takmörkun á skólastarfi. Almennar fjöldatakmarkanir: Fara úr 50 í 200 manns innandyra. Fjöldatakmarkanir utandyra falla brott. Verslanir: Fjöldatakmarkanir í verslunum falla brott. Fjölmennir viðburðir: Heimilt verður að halda 1.000 manna viðburði að því tilskildu að allir sitji í sæti og beri grímu. Heimilt er að halda hlé á viðburðum og selja veitingar án takmarkana. Grímunotkun: Aðeins verður skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa 1 metra reglu. Hreyfing: Sund- og líkamsræktarstöðvum sem og skíðasvæðum er heimilt að taka á móti gestum með fullum afköstum. Íþróttakeppnir og -æfingar: Keppnir og æfingar heimilar með 200 manns í hólfi. Skólar: Reglugerð um takmörkun á skólastarfi fellur brott. Þar með gilda almennar reglur um samkomutakmarkanir í skólum, þó með undanteknum til rýmkunar. Skólaskemmtanir: Heimilt er að halda skólaskemmtanir í grunn- og framhaldsskólum án nokkurra takmarkana. Staðir með vínveitingaleyfi: Opnunartími lengdur um eina klukkustund, þ.e. heimilt að taka á móti gestum til miðnættis en allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 01.00.
Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð um takmörkun á samkomum sem gildir til og með 25. febrúar. Jafnframt fellur brott sérstök reglugerð um takmörkun á skólastarfi. Almennar fjöldatakmarkanir: Fara úr 50 í 200 manns innandyra. Fjöldatakmarkanir utandyra falla brott. Verslanir: Fjöldatakmarkanir í verslunum falla brott. Fjölmennir viðburðir: Heimilt verður að halda 1.000 manna viðburði að því tilskildu að allir sitji í sæti og beri grímu. Heimilt er að halda hlé á viðburðum og selja veitingar án takmarkana. Grímunotkun: Aðeins verður skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa 1 metra reglu. Hreyfing: Sund- og líkamsræktarstöðvum sem og skíðasvæðum er heimilt að taka á móti gestum með fullum afköstum. Íþróttakeppnir og -æfingar: Keppnir og æfingar heimilar með 200 manns í hólfi. Skólar: Reglugerð um takmörkun á skólastarfi fellur brott. Þar með gilda almennar reglur um samkomutakmarkanir í skólum, þó með undanteknum til rýmkunar. Skólaskemmtanir: Heimilt er að halda skólaskemmtanir í grunn- og framhaldsskólum án nokkurra takmarkana. Staðir með vínveitingaleyfi: Opnunartími lengdur um eina klukkustund, þ.e. heimilt að taka á móti gestum til miðnættis en allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 01.00.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira