Ólympíumeistarinn á sínum öðrum Ólympíuleikum á aðeins sex mánuðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2022 17:00 Ayumu Hirano fagnar gullverðlaunum sínum í nótt. AP/Francisco Seco Það er einstakt að Ólympíuleikar fari nú fram með aðeins sex mánaða millibili en það er jafnframt óalgengt að fólk nái að keppa á bæði Sumar- og Vetrarólympíuleikum. Einn af Ólympíumeisturum næturinnar náði því samt og það á mettíma. Japaninn Ayumu Hirano varð í nótt Ólympíumeistari í hálfpípu snjóbrettakeppninnar á Vetrarólympíuleikunum í Peking eftir að hafa endað keppnina með því að ná tveimur bestu ferðum keppninnar undir lokin. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics) Hann klúðraði fyrstu ferð og þótt ekki fá alveg sanngjarna einkunn í ferð númer tvö. Það var hins vegar enginn vafi eftir að Hirano skilaði frábærum einkunnum í tveimur síðustu ferðunum. Hirano hafði betur í baráttunni við Ástralann Scotty James sem fékk silfur og Svisslendinginn Jan Scherrer sem fékk brons. Bandaríska goðsögnin Shaun White, sem hefur unnið þessa greina á þremur Ólympíuleikum þar á meðal fyrir fjórum árum, varð að sætta sig við fjórða sætið. White var að keppa á síðustu leikum en hann er orðinn 35 ára gamall. Hinn 23 ára gamli Hirano var reyndar búinn að bíða lengi eftir þessu gulli því hann varð að sætta sig við silfur í þessari grein bæði á leikunum í Sochi árið 2014 sem og á leikunum í Pyeongchang árið 2018. It s a #Gold medal for Hirano Ayumu of Japan in the Men s #Snowboard Halfpipe! What an incredible final run to snatch the title!Amazing job on winning his 3rd consecutive medal in this event!#Beijing2022— Olympics (@Olympics) February 11, 2022 Ayumu hafði ekki náð að landa gullinu fyrr en í nótt en hann kannski bjó að þeirri reynslu að hafa keppt á Ólympíuleikum fyrir aðeins sex mánuðum síðan. Hirano keppti nefnilega á hjólabretti á Ólymíuleikunum í Tókýó í ágúst síðastliðnum. Leikarnir áttu auðvitað að fara fram sumarið 2020 en fóru ekki fram fyrr en ári síðar vegna kórónuveirufaraldursins. Hirano komst reyndar ekki í úrslitin í hjólabrettakeppninni og varð þar að sætta sig við fjórtánda sætið. Einn af þeim sem Hirano vann í keppninni í nótt var bróðir hans Kaishu Hirano sem er fjórum árum yngri en hann. Snjóbrettaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Endanlegt Ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Endanlegt Ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Sjá meira
Japaninn Ayumu Hirano varð í nótt Ólympíumeistari í hálfpípu snjóbrettakeppninnar á Vetrarólympíuleikunum í Peking eftir að hafa endað keppnina með því að ná tveimur bestu ferðum keppninnar undir lokin. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics) Hann klúðraði fyrstu ferð og þótt ekki fá alveg sanngjarna einkunn í ferð númer tvö. Það var hins vegar enginn vafi eftir að Hirano skilaði frábærum einkunnum í tveimur síðustu ferðunum. Hirano hafði betur í baráttunni við Ástralann Scotty James sem fékk silfur og Svisslendinginn Jan Scherrer sem fékk brons. Bandaríska goðsögnin Shaun White, sem hefur unnið þessa greina á þremur Ólympíuleikum þar á meðal fyrir fjórum árum, varð að sætta sig við fjórða sætið. White var að keppa á síðustu leikum en hann er orðinn 35 ára gamall. Hinn 23 ára gamli Hirano var reyndar búinn að bíða lengi eftir þessu gulli því hann varð að sætta sig við silfur í þessari grein bæði á leikunum í Sochi árið 2014 sem og á leikunum í Pyeongchang árið 2018. It s a #Gold medal for Hirano Ayumu of Japan in the Men s #Snowboard Halfpipe! What an incredible final run to snatch the title!Amazing job on winning his 3rd consecutive medal in this event!#Beijing2022— Olympics (@Olympics) February 11, 2022 Ayumu hafði ekki náð að landa gullinu fyrr en í nótt en hann kannski bjó að þeirri reynslu að hafa keppt á Ólympíuleikum fyrir aðeins sex mánuðum síðan. Hirano keppti nefnilega á hjólabretti á Ólymíuleikunum í Tókýó í ágúst síðastliðnum. Leikarnir áttu auðvitað að fara fram sumarið 2020 en fóru ekki fram fyrr en ári síðar vegna kórónuveirufaraldursins. Hirano komst reyndar ekki í úrslitin í hjólabrettakeppninni og varð þar að sætta sig við fjórtánda sætið. Einn af þeim sem Hirano vann í keppninni í nótt var bróðir hans Kaishu Hirano sem er fjórum árum yngri en hann.
Snjóbrettaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Endanlegt Ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Endanlegt Ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Sjá meira