Fengu innblástur frá Cool Runnings og eru mættir á Vetrarólympíuleika Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2022 16:32 Jamaíkumenn beittu frumlegum aðferðum við að undirbúa sig fyrir Vetrarólympíuleika á kórónuveirutímum. Hér er Shanwayne Stephens að ýta bíl með liðsfélaga sinn Nimroy Turgott við stýrið, í Peterborough á Englandi þar sem Stephens býr. Getty/Shaun Botterill Margir muna eftir ævintýri Jamaíkumannanna sem tóku þátt í fjögurra manna bobsleðakeppninni á Vetrarólympíuleikunum í Calgary árið 1988, sem kvikmyndin Cool Runnings fjallar um. Jamaíka á aftur lið í keppninni í ár. Það kann að koma spánskt fyrir sjónir að frá karabísku eyjunni Jamaíku, þar sem aldrei snjóar, komi keppendur til að taka þátt á Vetrarólympíuleikum. Þannig var það þó þegar Dudley Stokes, Devon Harris, Michael White og Chris Stokes ruddu brautina með því að keppa í bobsleðakeppninni í Calgary. „Þeir veittu okkur innblástur og við munum veita næstu kynslóð innblástur,“ sagði Ashley Watson sem keppir í Peking í ár, bæði í tveggja manna og fjögurra manna sleðakeppninni. Þeir Watson og Shanwayne Stephens keppa í tveggja manna keppninni og náðu 24. besta tímanum á æfingu í dag. Keppir í eins manns sleðakeppni kvenna Hin jamaíska Jazmine Fenlator-Victorian mun einnig keppa á leikunum, í eins manns sleðakeppni sem er ný grein á leikunum. Jamaísku keppendurnir verða væntanlega ekki nálægt neinum verðlaunasætum á Vetrarólympíuleikunum en ætla sér að halda áfram að vinna hug og hjörtu áhorfenda um allan heim eins og landar þeirra gerðu á sínum tíma, með dansi og gleði líkt og á setningarathöfninni. Ætla að gera aðdáendur Cool Runnings stolta „Við höfum fengið skilaboð alls staðar að úr heiminum, ekki bara frá Jamaíku. Fólk segist ætla að styðja okkur áfram rétt eins og við værum frá þeirra landi,“ sagði Stephens og bætti við: „Ástin er sönn og við getum ekki beðið eftir því að fá að gera jamaísku þjóðina, og alla aðdáendur Cool Runnings, stolta.“ Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Jamaíka Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira
Það kann að koma spánskt fyrir sjónir að frá karabísku eyjunni Jamaíku, þar sem aldrei snjóar, komi keppendur til að taka þátt á Vetrarólympíuleikum. Þannig var það þó þegar Dudley Stokes, Devon Harris, Michael White og Chris Stokes ruddu brautina með því að keppa í bobsleðakeppninni í Calgary. „Þeir veittu okkur innblástur og við munum veita næstu kynslóð innblástur,“ sagði Ashley Watson sem keppir í Peking í ár, bæði í tveggja manna og fjögurra manna sleðakeppninni. Þeir Watson og Shanwayne Stephens keppa í tveggja manna keppninni og náðu 24. besta tímanum á æfingu í dag. Keppir í eins manns sleðakeppni kvenna Hin jamaíska Jazmine Fenlator-Victorian mun einnig keppa á leikunum, í eins manns sleðakeppni sem er ný grein á leikunum. Jamaísku keppendurnir verða væntanlega ekki nálægt neinum verðlaunasætum á Vetrarólympíuleikunum en ætla sér að halda áfram að vinna hug og hjörtu áhorfenda um allan heim eins og landar þeirra gerðu á sínum tíma, með dansi og gleði líkt og á setningarathöfninni. Ætla að gera aðdáendur Cool Runnings stolta „Við höfum fengið skilaboð alls staðar að úr heiminum, ekki bara frá Jamaíku. Fólk segist ætla að styðja okkur áfram rétt eins og við værum frá þeirra landi,“ sagði Stephens og bætti við: „Ástin er sönn og við getum ekki beðið eftir því að fá að gera jamaísku þjóðina, og alla aðdáendur Cool Runnings, stolta.“
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Jamaíka Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira