Hvert fara molarnir þegar kakan stækkar? Björn Leví Gunnarsson skrifar 10. febrúar 2022 15:01 Kaupmáttur, ráðstöfunartekjur, eignir, skuldir, ... allt þetta segir fjármálaráðherra að fari bara batnandi, hvergi á norðurlöndunum hafi betur verið gert og heimilin hafa aldrei haft það betra. Þegar gögnin eru skoðuð kemur hins vegar ýmislegt áhugavert í ljós því fjármálaráðherra er tamt að tala í einföldum meðaltölum. Það er því eðlilegt að spyrja, hvernig er þetta nákvæmlega? Ef við byrjum á stóru myndinni þá hefur verðbólgan verið rétt tæp 40% frá árinu 2009. Af hverju 2009? Til þess að sýna samfélagið í ákveðinni lægð, eftir að það “endurstillti” sig eftir hrunið, og skoða frá þeim tíma hvernig mismunandi hópar hafa komið út síðan þá. Hinn hlutinn af þessari stóru mynd er svo landsframleiðsla, en hún hefur aukist um 17% fram til 2019. Þarna er erfitt að tala um 2020 út af covid en þrátt fyrir það er aukningin 7,5% frá 2009 - 2020. En segjum bara að stóru tölurnar hérna séu 40% verðbólga og 15% aukning á landsframleiðslu, ef horfum semsagt fram hjá covid og miðum við "eðlilegt ástand" árið 2019 eða svo. Á vef Hagstofunnar er hægt að skoða skuldir og eignir fjölskyldna. Þau gögn sýna að ráðstöfunartekjur fjölskyldna sem eru á lágmarkslaunum (það eru fjölskyldur sem eru í 3. og 4. tekjutíund) hafa rétt rúmlega haldið í við landsframleiðslu. Ráðstöfunartekjur þeirra hafa aukist hlutfallslega jafn mikið og landsframleiðslan. Ráðstöfunartekjur efri tekjutíunda hefur ekki hækkað jafn mikið (um 7 - 9%). Krónurnar eru samt fleiri, ráðstöfunartekjur hjá þeim sem eru í efstu tekjutíund jukust um 1,2 milljónir króna á ári á meðan þau í 3. - 4. tekjutíundinni jukust um 5 - 600 þúsund. Niðurstaðan er samt að bilið minnkaði. Ef skuldirnar eru skoðaðar lækkuðu skuldir allra tekjutíunda. Það er frekar eðlilegt, miðað við slæma skuldastöðu árið 2009, og skuldir þeirra sem eru á lágmarkslaunum lækkuðu hlutfallslega mest. Aftur, ekki í krónutölu, auðvitað. En hlutfallslega þá minnkaði bilið hérna líka sem er jákvætt. Það er einnig áhugaverðast að skoða hvenær skuldirnar lækkuðu mest en það var á milli áranna 2009 og 2010, hjá öllum tekjuhópum en einnig á árunum 2010 til 2015 hjá þeim ríkustu. Leiðréttingin svokallaða, milli 2014 og 2017 sést varla í tölunum um skuldaþróun fjölskyldna í samanburði. Að lokum eru það eignirnar. Hér skilur í sundur. Eignir þeirra sem eru á lágmarkslaunum drógust saman. Þó tók 3. tekjutíundin smá stökk árið 2020 og jók eignastöðu sína þó nokkuð, eða um 300 þúsund að meðaltali á fjölskyldu. 4. og 5. tekjutíundirnar eru eignaminni nú en 2009. Þau sem juku mest við eignir sínar? Efri tekjutíundirnar. Þar eru líka stóru tölurnar. Efsta prósentið á 216 milljónir í eignir árið 2020 á hverja fjölskyldu að meðaltali. Efsta tekjutíundin á tæpar 90 milljónir. Þannig að þegar við skoðum hvert landsframleiðslan hefur farið á undanförnum áratug frá hruni, þá hefur hún farið í að jafna ráðstöfunartekjur og minnka skuldir allra ... og í eignasöfnun þeirra sem eiga mest. Það er ágætt að hafa þetta til hliðsjónar nú þegar kjarasamningar eru á næsta leyti. Ráðstöfunartekjur fólks á lágmarkslaunum hefur haldið í við hagvaxtarþróun á undanförnum áratug. Allt vælið um að hækkanir hafi verið svo miklar einfaldlega standast enga skoðun, sérstaklega ekki vegna þess að hækkunin hjá þessum hópum byrjaði ekki fyrr en 2014. Það gæti þannig litið þannig út að það hafi verið miklar hækkanir frá 2014 en í stóra samhenginu þá er einfaldlega verið að vinna til baka kjararýrnunina í kjölfar hrunsins. Þá biðu fjölskyldur landsins, hertu sultarólarnar á meðan áhrifa hrunsins gætti einna mest. Á meðan jukust hins vegar ráðstöfunartekjur þeirra ríkustu allt frá árinu 2010. Á meðan allir aðrir stóðu með samfélaginu og skilaboðunum um að allir þyrftu að standa af sér veðrið saman - jukust ráðstöfunartekjur ríkustu fjölskyldnanna um 5 milljónir á milli áranna 2010 og 2015 (20,8% hækkun). Ráðstöfunartekjur fjölskyldna á lágmarkslaunum höfðu á sama tímabili einungis hækkað um 60 þúsund krónur eða svo (6,1% hækkun). Hvað þýðir þetta allt eiginlega? Jú, ef við tökum tillit til verðbólgu þá hafa launahóparnir á lágmarkslaunum náð að vinna upp “tapið” sem þau urðu fyrir frá hruni og hafa náð landsframleiðslunni. Aðrir hópar eru enn á eftir en þeir ríkustu hafa aukið eignir sínar í staðinn. Hér þarf að horfa til stærðanna sem búa bak tölur um ráðstöfunartekjur, eignir og skuldir því þegar við segjum 15% aukning á landsframleiðslu þá erum við að tala um 400 milljarða eða svo. Þeim milljörðum er ekki dreift jafnt á alla tekjuhópa. Hver tekjutíund er ekki að fá 40 milljarða út af fyrir sig. Sú tekjutíund sem er á lágmarkslaunum er bara að fá til sín um 15 milljarða (um 15% hækkun á tímabilinu) í auknum ráðstöfunartekjum á meðan aukningin á ráðstöfunartekjum efstu tekjutíundarinnar kosta um 34 milljarða (um 9% hækkun á tímabilinu). Ráðstöfunartekjur eru þær hæstu sem við höfum nokkurn tíma haft. Enda hefur verið hagvöxtur umfram verðbólgu á undanförnum árum og landsframleiðsla aldrei hærri en fyrir covid faraldurinn. Ef ráðstöfunartekjur væru ekki í hæstu hæðum þá væri eitthvað að. Það er líka rétt að það verða væntanlega ekki eins miklar launahækkanir á næstunni eins og hafa verið frá 2014 eða svo. Þær launahækkanir eru þó ekkert vandamál heldur mjög eðlileg leiðrétting miðað við þróun á landsframleiðslu. Það er því lítið að marka þau sem gala hátt um launahækkanir í hópi þeirra lægst launuðu. Þau eru ekki að taka til sín stóru molanna af kökunni. Þær launahækkanir valda kannski vanda hjá atvinnurekendum sem treysta á að geta borgað bara lágmarkstaxta. En er ekki vandinn frekar reksturinn sem greiðir lágmarkslaun en þau sem eru á slíkum launum? Lágmarkslaun VR fyrir fullt starf eru 368 þúsund krónur á mánuði (290 þúsund útborgað). Samkvæmt reiknivél stjórnarráðsins eru framfærsla einstaklings án bíls og barns 130 þúsund krónur á mánuði án húsnæðiskostnaðar. Leiga á 2 herbergja íbúð kostar um 170 þúsund krónur á mánuði samkvæmt gögnum þjóðskrár. Það eru 300 þúsund krónur samtals sem þarf að greiða af 290 þúsund útborguðum krónum. Barn bætir 75 þúsund krónum við í kostnað. Ef þetta er staðan hjá fólki með lágmarkslaun þá er eitthvað að kerfinu okkar. Kannski væri það í lagi ef það væri enginn á þessum lágmarkslaunum en þannig er það bara ekki. Í staðinn erum við með alls konar ásakanir um höfrungahlaup, ægilegar launahækkanir og þess háttar gagnvart fólki sem er að berjast við enn eina verðbólguhríðina, gríðarlegar hækkanir á húsnæðismarkaði vegna skortstefnu stjórnvalda og að sú starfsstétt sem sinnir einni helstu grunnstoð íslensks samfélags, hjúkrunarfræðingar, hafa verið sendir í gerðardóm tvisvar í röð. En hvernig getum við gert betur? Það er í rauninni augljóst. Til að byrja með þarf nægilega mikið húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir fólk. Það býr enginn á Íslandi án þess að hafa það yfir höfuðið. Í öðru lagi þurfa lágmarkslaun að duga fyrir grunnframfærslu. Í þriðja lagi þá þurfum við að sammælast um hver launin fyrir þær starfsstéttir sem sinna grunnstoðum samfélagsins eiga að vera - hver eiga laun t.d. heilbrigðisstarfsfólks og kennara að vera? Hvað finnst okkur sem samfélagi vera sanngjörn laun fyrir þau mikilvægu störf? Þetta væri grundvöllurinn sem við miðum allt annað við. Nokkurs konar viti sem við gætum leitað til þegar við berum saman menntun og ábyrgð á vinnumarkaði. Þannig værum við með eitthvað til þess að miða við í allri umræðu um kjaramál í staðinn fyrir óljósar upphrópanir um höfrunga og stöðugleika sem láglaunafólk verður einhverra hluta að bera ábyrgð á. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Alþingi Kjaramál Húsnæðismál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Kaupmáttur, ráðstöfunartekjur, eignir, skuldir, ... allt þetta segir fjármálaráðherra að fari bara batnandi, hvergi á norðurlöndunum hafi betur verið gert og heimilin hafa aldrei haft það betra. Þegar gögnin eru skoðuð kemur hins vegar ýmislegt áhugavert í ljós því fjármálaráðherra er tamt að tala í einföldum meðaltölum. Það er því eðlilegt að spyrja, hvernig er þetta nákvæmlega? Ef við byrjum á stóru myndinni þá hefur verðbólgan verið rétt tæp 40% frá árinu 2009. Af hverju 2009? Til þess að sýna samfélagið í ákveðinni lægð, eftir að það “endurstillti” sig eftir hrunið, og skoða frá þeim tíma hvernig mismunandi hópar hafa komið út síðan þá. Hinn hlutinn af þessari stóru mynd er svo landsframleiðsla, en hún hefur aukist um 17% fram til 2019. Þarna er erfitt að tala um 2020 út af covid en þrátt fyrir það er aukningin 7,5% frá 2009 - 2020. En segjum bara að stóru tölurnar hérna séu 40% verðbólga og 15% aukning á landsframleiðslu, ef horfum semsagt fram hjá covid og miðum við "eðlilegt ástand" árið 2019 eða svo. Á vef Hagstofunnar er hægt að skoða skuldir og eignir fjölskyldna. Þau gögn sýna að ráðstöfunartekjur fjölskyldna sem eru á lágmarkslaunum (það eru fjölskyldur sem eru í 3. og 4. tekjutíund) hafa rétt rúmlega haldið í við landsframleiðslu. Ráðstöfunartekjur þeirra hafa aukist hlutfallslega jafn mikið og landsframleiðslan. Ráðstöfunartekjur efri tekjutíunda hefur ekki hækkað jafn mikið (um 7 - 9%). Krónurnar eru samt fleiri, ráðstöfunartekjur hjá þeim sem eru í efstu tekjutíund jukust um 1,2 milljónir króna á ári á meðan þau í 3. - 4. tekjutíundinni jukust um 5 - 600 þúsund. Niðurstaðan er samt að bilið minnkaði. Ef skuldirnar eru skoðaðar lækkuðu skuldir allra tekjutíunda. Það er frekar eðlilegt, miðað við slæma skuldastöðu árið 2009, og skuldir þeirra sem eru á lágmarkslaunum lækkuðu hlutfallslega mest. Aftur, ekki í krónutölu, auðvitað. En hlutfallslega þá minnkaði bilið hérna líka sem er jákvætt. Það er einnig áhugaverðast að skoða hvenær skuldirnar lækkuðu mest en það var á milli áranna 2009 og 2010, hjá öllum tekjuhópum en einnig á árunum 2010 til 2015 hjá þeim ríkustu. Leiðréttingin svokallaða, milli 2014 og 2017 sést varla í tölunum um skuldaþróun fjölskyldna í samanburði. Að lokum eru það eignirnar. Hér skilur í sundur. Eignir þeirra sem eru á lágmarkslaunum drógust saman. Þó tók 3. tekjutíundin smá stökk árið 2020 og jók eignastöðu sína þó nokkuð, eða um 300 þúsund að meðaltali á fjölskyldu. 4. og 5. tekjutíundirnar eru eignaminni nú en 2009. Þau sem juku mest við eignir sínar? Efri tekjutíundirnar. Þar eru líka stóru tölurnar. Efsta prósentið á 216 milljónir í eignir árið 2020 á hverja fjölskyldu að meðaltali. Efsta tekjutíundin á tæpar 90 milljónir. Þannig að þegar við skoðum hvert landsframleiðslan hefur farið á undanförnum áratug frá hruni, þá hefur hún farið í að jafna ráðstöfunartekjur og minnka skuldir allra ... og í eignasöfnun þeirra sem eiga mest. Það er ágætt að hafa þetta til hliðsjónar nú þegar kjarasamningar eru á næsta leyti. Ráðstöfunartekjur fólks á lágmarkslaunum hefur haldið í við hagvaxtarþróun á undanförnum áratug. Allt vælið um að hækkanir hafi verið svo miklar einfaldlega standast enga skoðun, sérstaklega ekki vegna þess að hækkunin hjá þessum hópum byrjaði ekki fyrr en 2014. Það gæti þannig litið þannig út að það hafi verið miklar hækkanir frá 2014 en í stóra samhenginu þá er einfaldlega verið að vinna til baka kjararýrnunina í kjölfar hrunsins. Þá biðu fjölskyldur landsins, hertu sultarólarnar á meðan áhrifa hrunsins gætti einna mest. Á meðan jukust hins vegar ráðstöfunartekjur þeirra ríkustu allt frá árinu 2010. Á meðan allir aðrir stóðu með samfélaginu og skilaboðunum um að allir þyrftu að standa af sér veðrið saman - jukust ráðstöfunartekjur ríkustu fjölskyldnanna um 5 milljónir á milli áranna 2010 og 2015 (20,8% hækkun). Ráðstöfunartekjur fjölskyldna á lágmarkslaunum höfðu á sama tímabili einungis hækkað um 60 þúsund krónur eða svo (6,1% hækkun). Hvað þýðir þetta allt eiginlega? Jú, ef við tökum tillit til verðbólgu þá hafa launahóparnir á lágmarkslaunum náð að vinna upp “tapið” sem þau urðu fyrir frá hruni og hafa náð landsframleiðslunni. Aðrir hópar eru enn á eftir en þeir ríkustu hafa aukið eignir sínar í staðinn. Hér þarf að horfa til stærðanna sem búa bak tölur um ráðstöfunartekjur, eignir og skuldir því þegar við segjum 15% aukning á landsframleiðslu þá erum við að tala um 400 milljarða eða svo. Þeim milljörðum er ekki dreift jafnt á alla tekjuhópa. Hver tekjutíund er ekki að fá 40 milljarða út af fyrir sig. Sú tekjutíund sem er á lágmarkslaunum er bara að fá til sín um 15 milljarða (um 15% hækkun á tímabilinu) í auknum ráðstöfunartekjum á meðan aukningin á ráðstöfunartekjum efstu tekjutíundarinnar kosta um 34 milljarða (um 9% hækkun á tímabilinu). Ráðstöfunartekjur eru þær hæstu sem við höfum nokkurn tíma haft. Enda hefur verið hagvöxtur umfram verðbólgu á undanförnum árum og landsframleiðsla aldrei hærri en fyrir covid faraldurinn. Ef ráðstöfunartekjur væru ekki í hæstu hæðum þá væri eitthvað að. Það er líka rétt að það verða væntanlega ekki eins miklar launahækkanir á næstunni eins og hafa verið frá 2014 eða svo. Þær launahækkanir eru þó ekkert vandamál heldur mjög eðlileg leiðrétting miðað við þróun á landsframleiðslu. Það er því lítið að marka þau sem gala hátt um launahækkanir í hópi þeirra lægst launuðu. Þau eru ekki að taka til sín stóru molanna af kökunni. Þær launahækkanir valda kannski vanda hjá atvinnurekendum sem treysta á að geta borgað bara lágmarkstaxta. En er ekki vandinn frekar reksturinn sem greiðir lágmarkslaun en þau sem eru á slíkum launum? Lágmarkslaun VR fyrir fullt starf eru 368 þúsund krónur á mánuði (290 þúsund útborgað). Samkvæmt reiknivél stjórnarráðsins eru framfærsla einstaklings án bíls og barns 130 þúsund krónur á mánuði án húsnæðiskostnaðar. Leiga á 2 herbergja íbúð kostar um 170 þúsund krónur á mánuði samkvæmt gögnum þjóðskrár. Það eru 300 þúsund krónur samtals sem þarf að greiða af 290 þúsund útborguðum krónum. Barn bætir 75 þúsund krónum við í kostnað. Ef þetta er staðan hjá fólki með lágmarkslaun þá er eitthvað að kerfinu okkar. Kannski væri það í lagi ef það væri enginn á þessum lágmarkslaunum en þannig er það bara ekki. Í staðinn erum við með alls konar ásakanir um höfrungahlaup, ægilegar launahækkanir og þess háttar gagnvart fólki sem er að berjast við enn eina verðbólguhríðina, gríðarlegar hækkanir á húsnæðismarkaði vegna skortstefnu stjórnvalda og að sú starfsstétt sem sinnir einni helstu grunnstoð íslensks samfélags, hjúkrunarfræðingar, hafa verið sendir í gerðardóm tvisvar í röð. En hvernig getum við gert betur? Það er í rauninni augljóst. Til að byrja með þarf nægilega mikið húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir fólk. Það býr enginn á Íslandi án þess að hafa það yfir höfuðið. Í öðru lagi þurfa lágmarkslaun að duga fyrir grunnframfærslu. Í þriðja lagi þá þurfum við að sammælast um hver launin fyrir þær starfsstéttir sem sinna grunnstoðum samfélagsins eiga að vera - hver eiga laun t.d. heilbrigðisstarfsfólks og kennara að vera? Hvað finnst okkur sem samfélagi vera sanngjörn laun fyrir þau mikilvægu störf? Þetta væri grundvöllurinn sem við miðum allt annað við. Nokkurs konar viti sem við gætum leitað til þegar við berum saman menntun og ábyrgð á vinnumarkaði. Þannig værum við með eitthvað til þess að miða við í allri umræðu um kjaramál í staðinn fyrir óljósar upphrópanir um höfrunga og stöðugleika sem láglaunafólk verður einhverra hluta að bera ábyrgð á. Höfundur er þingmaður Pírata.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun