Gæti falið í sér bandaríska hermenn á danskri jörð Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2022 14:22 Jeppe Kofod utanríkisráðherra, Mette Frederiksen forsætisráðherra og Morten Bødskov varnarmálaráðherra á fréttamannafundinum sem hófst klukkan 14 að íslenskum tíma. AP Stjórnvöld í Danmörk ætla sér að taka upp viðræður við bandarísk stjórnvöld um að aukið varnarsamstarf ríkjanna sem gæti þýtt að bandarískir hermenn gætu safnast saman og æft á danskri jörð. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, greindi frá þessu á fréttamannafundi sem hófst núna klukkan 14 að íslenskum tíma og DR segir frá. Viðræður um aukið samstarf verða teknar upp vegna „utanaðkomandi ógna“ og vísar hún þar til ástandsins á landsmærum Rússlands og Úkraínu. Rússneski herinn hefur safnað saman um 100 þúsund hermönnum á landamærunum að Úkraínu síðustu vikur og óttast margir að innrás kunni að vera yfirvofandi. Þessu hafna Rússar. Frekeriksen segir að samkomulag gæti falið í sér að það komi bandarískir hermenn og hergögn til Danmerkur. Þetta sé breyting á margra áratuga langri stefnu danskra stjórnvalda um að ekki séu erlendir hermenn á danskri jörð. Varnarmálaráðherrann Morten Bødskov sagði á sama fréttamannafundi að ekki sé til umræðu að Bandaríkjaher komi sér upp herstöð í Danmörku. Samkomulag geti þó átt þátt í að styrkja stöðu Danmerkur innan NATO og benti hann á að Bandaríkin eigi nú þegar í svipuðu samstarfi við Noreg og Eystrasaltslöndin þrjú. Hann segir að samkomulag muni ekki fela í sér fjárhagslegan stuðning til Danmerkur frá Bandaríkjunum. Utanríkisráðherrann Jeppe Kofod sagði að viðræður verðu nú teknar upp en að nauðsynlegt sé að vanda til verka í viðræðum og því sé samningur ekki alveg á næsta leiti. Gætu viðræður staðið í nokkra mánuði. „Frelsi er ekki ókeypis. Á erfiðum tímum þurfa vinir að vinna náið saman. Það er það sem við gerum nú,“ sagði Kofod. Danmörk Bandaríkin Hernaður Úkraína Rússland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Gætu sent F-16 orrustuþotur til Borgundarhólms Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka viðbúnað danska hersins vegna viðbúnaðar rússneska hersins við landamæri Úkraínu. 8. febrúar 2022 10:51 Rússar og Hvítrússar hefja tíu daga sameiginlega heræfingu Sameiginleg æfing herja Rússlands og Hvíta-Rússlands hófst í Hvíta-Rússlandi í morgun og er áætlað að hún standi í tíu daga. Æfingin fer fram á sama tíma og áhöld eru um hvort að rússneski herinn hyggi á innrás inn í Úkraínu. 10. febrúar 2022 09:39 Ósammála um hvað Pútín sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt, 8. febrúar 2022 18:47 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, greindi frá þessu á fréttamannafundi sem hófst núna klukkan 14 að íslenskum tíma og DR segir frá. Viðræður um aukið samstarf verða teknar upp vegna „utanaðkomandi ógna“ og vísar hún þar til ástandsins á landsmærum Rússlands og Úkraínu. Rússneski herinn hefur safnað saman um 100 þúsund hermönnum á landamærunum að Úkraínu síðustu vikur og óttast margir að innrás kunni að vera yfirvofandi. Þessu hafna Rússar. Frekeriksen segir að samkomulag gæti falið í sér að það komi bandarískir hermenn og hergögn til Danmerkur. Þetta sé breyting á margra áratuga langri stefnu danskra stjórnvalda um að ekki séu erlendir hermenn á danskri jörð. Varnarmálaráðherrann Morten Bødskov sagði á sama fréttamannafundi að ekki sé til umræðu að Bandaríkjaher komi sér upp herstöð í Danmörku. Samkomulag geti þó átt þátt í að styrkja stöðu Danmerkur innan NATO og benti hann á að Bandaríkin eigi nú þegar í svipuðu samstarfi við Noreg og Eystrasaltslöndin þrjú. Hann segir að samkomulag muni ekki fela í sér fjárhagslegan stuðning til Danmerkur frá Bandaríkjunum. Utanríkisráðherrann Jeppe Kofod sagði að viðræður verðu nú teknar upp en að nauðsynlegt sé að vanda til verka í viðræðum og því sé samningur ekki alveg á næsta leiti. Gætu viðræður staðið í nokkra mánuði. „Frelsi er ekki ókeypis. Á erfiðum tímum þurfa vinir að vinna náið saman. Það er það sem við gerum nú,“ sagði Kofod.
Danmörk Bandaríkin Hernaður Úkraína Rússland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Gætu sent F-16 orrustuþotur til Borgundarhólms Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka viðbúnað danska hersins vegna viðbúnaðar rússneska hersins við landamæri Úkraínu. 8. febrúar 2022 10:51 Rússar og Hvítrússar hefja tíu daga sameiginlega heræfingu Sameiginleg æfing herja Rússlands og Hvíta-Rússlands hófst í Hvíta-Rússlandi í morgun og er áætlað að hún standi í tíu daga. Æfingin fer fram á sama tíma og áhöld eru um hvort að rússneski herinn hyggi á innrás inn í Úkraínu. 10. febrúar 2022 09:39 Ósammála um hvað Pútín sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt, 8. febrúar 2022 18:47 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Gætu sent F-16 orrustuþotur til Borgundarhólms Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka viðbúnað danska hersins vegna viðbúnaðar rússneska hersins við landamæri Úkraínu. 8. febrúar 2022 10:51
Rússar og Hvítrússar hefja tíu daga sameiginlega heræfingu Sameiginleg æfing herja Rússlands og Hvíta-Rússlands hófst í Hvíta-Rússlandi í morgun og er áætlað að hún standi í tíu daga. Æfingin fer fram á sama tíma og áhöld eru um hvort að rússneski herinn hyggi á innrás inn í Úkraínu. 10. febrúar 2022 09:39
Ósammála um hvað Pútín sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt, 8. febrúar 2022 18:47