Biden fordæmir „hatursfulla“ löggjöf gegn hinsegin fræðslu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2022 08:29 Andstæðingar frumvarpsins hafa meðal annars áhyggjur af því hvaða áhrif lögin muni hafa á sjálfsmynd hinsegin barna og ungmenna. epa/Cristobal Herrera Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýnir harðlega frumvarp sem liggur fyrir þinginu í Flórída, þar sem kveðið er á um bann gegn því að minnast á samkynhneigð í barnaskólum. Ríkisstjórinn Ron DeSantis virðist styðja frumvarpið og þá hefur það nægilegan stuðning í þinginu til að verða að lögum á næstu dögum eða vikum. Andstæðingar þess segja það kynda undir fordóma gegn hinsegin fólki en fylgismenn að það snúist um að tryggja rétt foreldra. Frumvarpið mun meðal annars gera foreldrum kleift að höfða mál á hendur skólastjórnendum ef fjallað er um samkynhneigð í kennslu 5 til 11 ára barna. Forsetinn, eða aðstoðarmaður hans fyrir hann, tísti í fyrradag að hann vildi að allt hinsegin fólk vissi að það væri elskað og samþykkt nákvæmlega eins og það væri. „Ég styð við bakið á ykkur og ríkisstjórn mín mun halda áfram að berjast fyrir þeirri vernd og því öryggi sem þið verðskuldið,“ sagði hann. Kallaði hann umrætt frumvarp „hatursfullt“. I want every member of the LGBTQI+ community — especially the kids who will be impacted by this hateful bill — to know that you are loved and accepted just as you are. I have your back, and my Administration will continue to fight for the protections and safety you deserve. https://t.co/OcAIMeVpHL— President Biden (@POTUS) February 8, 2022 Eins og sakir standa eru lög í gildi í fjórum ríkjum Bandaríkjanna sem banna umræðu um aðrar kynhneigðir en gagnkynhneigð í barnaskólum. Ríkin eru Louisiana, Mississippi, Oklahoma og Texas. Þá samþykkti löggjafinn í Tennessee og Montana lög í fyrra þar sem kveðið var á um að foreldrar hefðu til þess heimild að krefjast þess að börnin þeirra væru ekki látin sitja undir umræðu um kynhneigð eða kynvitund. Bannið í Flórída kveður á um fræðslu í barnaskólum en í frumvarpinu eru skólastjórnendur einnig hvattir til að forðast umræðu um hinsegin málefni almennt, þegar það þykir ekki hæfa aldri eða þroska nemenda. DeSantis sagði á mánudag að skólar ættu að einbeita sér að kennslu vísinda og sögu og forðast umfjöllun um „óviðeigandi viðfangsefni“. Þá snérist málið raunverulega um að leyfa foreldrum að hafa eitthvað um það að segja hvað gerðist í skólastofunni. BBC fjallar um málið. Bandaríkin Mannréttindi Hinsegin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Ríkisstjórinn Ron DeSantis virðist styðja frumvarpið og þá hefur það nægilegan stuðning í þinginu til að verða að lögum á næstu dögum eða vikum. Andstæðingar þess segja það kynda undir fordóma gegn hinsegin fólki en fylgismenn að það snúist um að tryggja rétt foreldra. Frumvarpið mun meðal annars gera foreldrum kleift að höfða mál á hendur skólastjórnendum ef fjallað er um samkynhneigð í kennslu 5 til 11 ára barna. Forsetinn, eða aðstoðarmaður hans fyrir hann, tísti í fyrradag að hann vildi að allt hinsegin fólk vissi að það væri elskað og samþykkt nákvæmlega eins og það væri. „Ég styð við bakið á ykkur og ríkisstjórn mín mun halda áfram að berjast fyrir þeirri vernd og því öryggi sem þið verðskuldið,“ sagði hann. Kallaði hann umrætt frumvarp „hatursfullt“. I want every member of the LGBTQI+ community — especially the kids who will be impacted by this hateful bill — to know that you are loved and accepted just as you are. I have your back, and my Administration will continue to fight for the protections and safety you deserve. https://t.co/OcAIMeVpHL— President Biden (@POTUS) February 8, 2022 Eins og sakir standa eru lög í gildi í fjórum ríkjum Bandaríkjanna sem banna umræðu um aðrar kynhneigðir en gagnkynhneigð í barnaskólum. Ríkin eru Louisiana, Mississippi, Oklahoma og Texas. Þá samþykkti löggjafinn í Tennessee og Montana lög í fyrra þar sem kveðið var á um að foreldrar hefðu til þess heimild að krefjast þess að börnin þeirra væru ekki látin sitja undir umræðu um kynhneigð eða kynvitund. Bannið í Flórída kveður á um fræðslu í barnaskólum en í frumvarpinu eru skólastjórnendur einnig hvattir til að forðast umræðu um hinsegin málefni almennt, þegar það þykir ekki hæfa aldri eða þroska nemenda. DeSantis sagði á mánudag að skólar ættu að einbeita sér að kennslu vísinda og sögu og forðast umfjöllun um „óviðeigandi viðfangsefni“. Þá snérist málið raunverulega um að leyfa foreldrum að hafa eitthvað um það að segja hvað gerðist í skólastofunni. BBC fjallar um málið.
Bandaríkin Mannréttindi Hinsegin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira