Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í morgun.
Marta hafði áður greint frá því að hún hefði fengið hvatningu til að sækjast eftir oddvitasætinu og íhugaði það.
„Ég hef einlægan áhuga á því að fá að vinna áfram að stefnumálum Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og snúa frá gjaldþrota stefnu núverandi meirihluta,“ segir Marta.
Meðal stefnumála hennar er að tryggja nægt framboð lóða í borginni, meira aðhald í borgarrekstrinum og heildstæða samgöngustefnu fyrir alla ferðamáta.